Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 16
Tímarit Máls og menningar á aðra, ganga um dyr sem opnast inn í veröld eða virða fyrir sér heiminn úr hrollkenndum fjarska . . . Og nú leyfi ég mér að grípa til hins efnishyggjulega orðfæris sem einkennir plötusnúðamenninguna, en það eru til tvenns konar viðhorf um neyslu bók- mennta og eru þau bæði komin frá rithöfundum: Annars vegar það að bók- menntirnar séu eins konar lögleg vímuefni þar sem lesandinn sogist inn í heim verksins og hitt að bókmenntirnar séu einsog meðferðarfulltrúi er rífi menn út úr vímu hversdagslegra blekkinga. Lesandinn er hins vegar í þeirri stöðu að hann getur farið með bókina að eigin vild. Hann getur fleygt henni út í horn, gleypt hana í sig eða lesið hana í mörgum pörtum. Þegar hann rís upp segir hann í fyrstu persónu eintölu: Mér finnst . . . og í þeim dómi sem hann kveður upp er vanalega fólgin sú afstaða að annað hvort sér hann ástæðu til að labba með hana á næstu fornsölu eða hann tekur strætó, heimsækir frænku sína og lánar henni hana. Ritdómarinn er aftur á móti í erfiðari stöðu. Þetta mér finnst hjá honum verður að hafa yfir sér valdsmannlegri tón. Það verður að geta hljómað í höfði þess sem dóminn les: Já líklega er þetta alveg rétt sem hann er að segja . . . Einsog höfundurinn er hann neyddur til að beita brögðum, koma sér upp klækjasafni. Að öllum líkindum er það hæfni hans til að beita þessum brögðum sem sker úr um langlífi hans í stéttinni. Það mætti því ætla að íslenskir ritdómarar væru upp til hópa ákaflega hugmyndaríkir menn og bæði brögðóttir og klókir, því flestir þeirra hafa ráfað fram og aftur bókmenntasíður blaða og tímarita svo lengi sem elstu menn muna. Hvað veldur þá þeirri undarlegu þversögn, sem gömul bókmenntasinnuð kona úti í bæ benti mér á, að þó erfitt sé að muna stundinni lengur hvað þeir skrifa kann maður þá samt utanbókar? Jú brögðin sem þeir beita breytast aldrei. Klækirnir til að koma máli sínu á framfæri eru alltaf þeir sömu. I rás tímans hafa þeir orðið að klisjum, ekki til að rýna dýpra, heldur til að auðvelda ritdómurum störf sín og auka afköstin. Þannig hafa þeir með árunum breyst í stimplagerð og frekar en fjalla um bækur og bókmenntir byrjað að flokka þær. Kannski að þetta sífellda strit við að fletta níðþungum blaðsíðum hafi kveikt í kollum þeirra þá hugmynd að þeir sætu með spjaldskrá fyrir framan sig, en um tíma varð stimpiláráttan svo sjálf- virk að sami ritdómurinn gat birst um tvær ólíkar bækur og ýmsir höfundar voru ung skáld, sem mikils mátti vænta af í framtíðinni, vel fram yfir sextugt. Ég verð að játa að þessi eilífa æska höfundanna fyllti mig alltaf vissri bjart- sýni þegar ég var að leggja út á hina hálu braut skáldskaparins, um og upp úr tvítugu, því það að hafa heil fjörutíu ár til að verða ungur og efnilegur hlýtur að teljast þokkalegur tími, sannkallaður umþóttunartími einsog sagt var í land- helgismálinu. Síðan hef ég komist að raun um að í hérlendum skáldskaparfræðum er þetta 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.