Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
Sjoppan reyndist vera í góðu og grónu hverfi, miðsvæðis í borg-
inni, en þó fráleitt á neinum svallslóðum, og ekki heldur of nærri
neinum af grunnskólum borgarinnar, en það vissi Edda að var mikill
plús, að minnsta kosti fyrir afgreiðslufólkið.
Guðni opnaði bakdyr með lykli og bauð þeim inn fyrir. Þau
komu beint inn á lagerinn. Allt var þar mjög snyrtilegt og þokka-
legt. Það var augljóst að fær innanhússarkitekt hafði teiknað innrétt-
ingar og innanstokksmuni, allir hlutir samsvöruðu sér ákaflega vel.
Söluvarningnum var vel og smekklega komið fyrir í hillum í hæfi-
legri seilingarfjarlægð frá söluopinu, gosdrykkja- og ölflöskum,
skipulega raðað í kæli með glerhurð.
Framan við opið var rúmgott og bjart afdrep með bekkjum, en
útidyr þess og aðkoma viðskiptavina vissi að götunni. Slíkt afdrep er
auðvitað einskonar bíslag í raun og er heilsu afgreiðslufólks mun
minni hætta búin við þessar aðstæður en þegar opið sjálft gapir við
götunni hvernig sem viðrar. Hér virtust vinnuverndarsjónarmið í
hávegum höfð. Ur sjoppunni var svo innangengt í afdrepið um sér-
stakar dyr.
Bak við hillurnar var síðan aðstaða fyrir starfsfólk, griðastaður,
eins og Guðni kallaði það. Hvergi höfðu þau Aðalsteinn og Edda
séð annað eins. Setustofa hefði raunar verið réttasta nafnið, og ekk-
ert skorti á þægindin. Þarna voru dýrindis húsgögn, hægindastólar
og legubekkur, útvarp, sjónvarp og myndbandstæki, vönduð hljóm-
flutningstæki og plötusafn, auk þess allgott bókasafn, kjarngott og
smekklegt úrval úr helstu bókmenntum veraldar og valin fræðirit úr
ýmsum greinum. Þau stigu hikandi inn í stofuna og voru lengi að
sökkva niður í hnausþykkt flosteppi. Eldur logaði á arni. Ve'l búið
eldhús var inn af griðastaðnum, einnig snyrting með stóru baðkeri,
steypibaði og gufubaði.
Þau störðu lengi sem steini lostin á alla þessa dýrð, en Guðni
horfði rannsakandi á þau á meðan, blakaði nasavængjum og hamp-
aði sjoppulyklunum um leið og hann spurði:
- Jæja hvað segið þið. Ætlið þið að slá til?
Aðalsteinn ræskti sig vandræðalega.
- Nú ef ykkur líst ekki á þetta . . . byrjaði Guðni.
- Nei, það er ekki það, tuldraði Aðalsteinn, heldur bara að mað-
26