Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar Edda reyndi að hugga sig við þetta, en hjá því varð ekki komist að oft hlaut að setja að henni tómleika þegar hún var ein. Það urðu því mikil viðbrigði fyrir hana þegar viðskipti hófust við sælgætisgerðina Freistingu h/f og Ormur sölumaður þeirra fór að venja komur sínar í sjoppuna. Hann var af allt öðru sauðahúsi en hinir sölumennirnir, ungur og hress, og ekki var það verra að hann var óvenju glæsilegur maður. Aðalsteini var strax lítið um hann gef- ið, fannst hann dálítið ánægður með sig, en reyndar þurfti hann ekki að hafa mikil afskipti af honum, því einhvern veginn fór það svo, að Ormur virtist hafa eitthvert lag á að koma aldrei með vörur nema þegar Aðalsteinn var ekki við. Jafnvel mátti láta sér detta í hug að hann legði sig eftir að hitta Eddu eina. Og hún kunni vel við hann, bauð honum gjarna inn fyrir upp á kaffisopa og spjallaði við hann. Fékk hann til að segja sér hvað væri að gerast í bænum, hverjir sæjust helst hvar og hvenær og ekki síst með hverjum, en Ormur virtist óþrjótandi fræðabrunnur á þessu sviði. Edda minntist einstaka sinnum á Orm við Aðalstein, en hætti því alveg þegar hún fann að honum mislíkaði. Henni fannst óskynsam- legt og ástæðulaust að vera að fylla hann tortryggni og afbrýðisemi út af einhverju sem ekkert var. En svo var það kvöld eitt þegar Edda var ein á vakt og Aðalsteinn í langri rjúpnaskyttuleit, að skyndilega var bankað á bakdyrnar. Hún fór til dyra og úti var þá kominn Ormur, hann sagðist hafa átt leió fram hjá og hefði dottið í hug að kíkja inn. Eftir þetta fór hann að koma nokkuð oft á kvöldin, en þó aldrei nema Aðalsteinn væri ekki við. Svo einkennilegt sem það var þá virtist hann til dæmis alltaf vita hvenær Hjálparsveitin var á æfingum eða hafði verið köll- uð út til leitar, jafnvel þótt ekkert hefði verið á það minnst í fjöl- miðlum. Þannig leið tíminn, Edda var meira og minna farin að reikna með heimsóknum Orms bæði í vinnutíma hans og á kvöldin, og var orðin alveg viss um að hann vildi ekki neitt annað en heiðarlega vináttu og félagsskap, ekki þurfti alltaf að búa eitthvað annað undir slíkum vinarhótum karls við konu. Því miður ef til vill? Má vera, en henni fannst hann allténd ágætur félagi. Reyndar vissi hún ekki margt um manninn annað en þetta að hann var hjá Freistingu og var 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.