Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 42
4 Tímarit Máls og menningar vandlega og strauk af rúðum með klúti. Síðan sá hann hana ryksjúga gólfteppið inni í sjálfri sjoppunni, hagræða varningi í hillum og dusta af þeim ryk með fjaðurkústi. Eftir það hvarf hún á bak við. Eftir enn nokkra hríð fannst honum hann heyra hurðarskell. Enn loguðu þó öll ljós í sjoppunni. I sömu andrá birtist sendibíllinn fyrir hornið, og nú var það stúlkan sem sat undir stýri og ók burt. Hún var ein á ferð. Ormur hafði ekki árætt að gægjast á sjoppugluggana, enda vissi hann að Guðni hlaut að vera inni. Hann hafði setið í bíl sínum rúmlega tvo og hálfan tíma þegar stúlkan kom til baka á sendibílnum. Hún lagði bílnum bak við sjoppuna, hurðum var enn skellt og skömmu síðar sá hann hana ganga að peningakassanum, opna hann og loka honum. Enn hvarf hún bak við hillur og næst var það Guðni sem birtist. Hann kom fram í afdrepið og tók í hurðarhúninn. Gekk síðan inn fyrir aftur. Skömmu síðar slokknuðu öll ljós. Bíllinn birtist, Guðni var undir stýri og ók burt, enginn var sjáanlegur í framsætinu við hlið hans. Ormur var strax tilbúinn með kenningu um þetta undarlega næt- urgauf. Hann sagði það deginum ljósara að Guðni væri forsprakki fyrir illskeyttum eiturlyfjahring. Hann kæmi í sjoppuna á næturna með efni sem hann þyrfti að ganga frá og koma í neytendaumbúðir. Stúlkan væri áreiðanlega í senn neytandi og sölumaður sem Guðni notfærði sér auk þess til skúringa og vafalaust einnig kynferðislega. Sjoppan og starf þeirra hjóna, væri ekkert annað en blekking, þau nytsamir sakleysingjar. Eddu var nokkuð brugðið, en hún reyndi þó að malda í móinn. Væri það ekki fulllangsótt að koma sér upp heilli sjoppu með öllum búnaði og leggja í mannahald með ærnum tilkostnaði bara til þess eins að geta dulið eitthvað slíkt í gömlum eplakössum sem lægju síðan fyrir hunda og manna fótum hvort sem var? Hver gæti fengið svo fáránlega hugmynd? Auk þess væri óhugsandi að jafn artarlegur maður og Guðni stæði í slíku. Hann borgaði þeim til dæmis svona vel, sem sýndi að hann væri höfðingi, en það væru glæpamenn aldrei. - Guðni er mannvinur, sagði Edda. - Mannvinur með ópíum handa fólkinu, svaraði Ormur hæðnis- lega. Síðan hélt hann áfram að andmæla henni. Þarna væri einmitt 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.