Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 49
Að skrifa gegn lesendum sköpuð, heldur viðtakendum framtíðarinnar. Þau beindust að þeim viðtak- endum sem málaralist Van Gogh átti eftir að skapa. Það eru ekki þeir sem taka við listaverkinu sem móta það, beldur listaverkið sem mótar þá sem taka við því. Þetta er mjög greinilegt í list Van Gogh. Nú skreyta eftirprentanir af málverkum hans milljónir borðstofa um gervallan heim, en meðan Van Gogh var uppi, töldu allir að aðeins fáviti, vitfirringur, hryðjuverkamaður eða barn gæti málað slíkar myndir. Þetta gengur því auðvitað ofureðlilega fyrir sig: Meðan Van Gogh er að mála myndir sínar er enginn fær um að njóta þeirra. List Van Gogh skapar sjálf sína áhorfendur. Þegar ég hafði komist að þessari niðurstöðu um einkennileg viðbrögð gagnrýnenda við bókum okkar nýsöguhöfunda, tók ég upp á því að skrifa þeim. Blaðagagnrýnendur eru vanir að fá harðorð skammarbréf, sérstak- lega frá mönnum eins og mér, sem hafa hlotið harkalega útreið hjá þeim. (Einn gekk svo langt að heimta að ég yrði leiddur fyrir rétt og dæmdur á geðveikrahæli.) Eg skrifaði þeim aftur á móti kurteislega orðuð bréf, þar sem ég sagðist skilja vel sjónarmið þeirra, enda væru þau sjónarmið vald- hafanna, en að sennilega skjátlaðist þeim, því þessi sjónarmið ættu ekki við það sem að mínu mati eru hinar einu sönnu bókmenntir tuttugustu aldar, t.d. verk Joyce og Borges. Oft voru gagnrýnendur snortnir af þessum skrifum mínum og smátt og smátt fór sú hugmynd að skjóta rótum hjá þeim að e.t.v. væru til annars konar bókmenntir en þær sem þeir höfðu gert sér í hugarlund. Tvenns konar bókmenntir Nú ætla ég í stuttu máli að draga upp mynd af tvenns konar bókmenntum, en þessar tvær tegundir af bókmenntum eru enn til. Það er sláandi að flestir nýsöguhöfundanna höfðu hlotið menntun á öðru sviði en bókmenntum. Sarraute var lögfræðingur, Pinget málari. Claude Simon var vínbóndi og vínkaupmaður. Sjálfur er ég landbúnaðarverkfræð- ingur og hafði sérhæft mig í bananarækt. Eg er kominn af fátæku fólki og var búinn að koma mér vel fyrir í lífinu, átti hús, tvo bíla og naut virðingar. Allt í einu ákveð ég að yfirgefa þetta allt saman til að skrifa skáldsögur. Svipaða sögu má segja af Claude Simon. Hann seldi smám saman vínekrur sínar til að geta haldið áfram að skrifa. „Hvað er það sem fær fólk til að skrifa skáldsögur?" spurði ég sjálfan mig. Eg kom auga á tvær öndverðar ástæður fyrir því. Eg ætla nú að sýna 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.