Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 71
Damd til að hrekjast yfirleitt ætluð til lestrar. Enda svarar hann hvergi ákalli hennar og særing- um, orðræðunni sjálfri sem á þennan þversagnarkennda hátt er þrátt fyrir allt beint til hans. Söngurinn samasem ósögð orð þín I Tímaþjófnum er oft vikið að sambandsleysi í tungumáli, þvingun þess í mannlegum samskiptum og erfiðleikunum við að tala og tjá sig á hinu almenna máli. Um leið er sýnt fram á hvernig það getur bælt ástina og heft útrás tilfinninga. „Eg orðaði aldrei vonir rnínar," (104) segir Alda á einum stað í eintali sínu við Anton. En þetta kemur einnig fram í sjálfum frásagn- arhætti bókarinnar, þeim mikla mun sem þar er gerður á töluðum orðum og hugsuðum. Með þessu sýnir textinn sífellt í tvo heima samtímis, annars vegar hinn ytri veruleika samfélagsins og karlmannsins, og hins vegar innri veruleika ástarinnar og konunnar sem tungumálið afskræmir og bælir. Þeg- ar Anton er á förum á ráðstefnuna í Mexíkó með eiginkonu sinni reynir Alda að leika það hlutverk sem samfélagið ætlar konu í hennar stöðu, gerist „göfuglynd“ (55) og biður hann að nota tímann í útlöndum til að hugsa sig um. Hún hlustar á sig segja orð sem samfélagið leggur henni í munn, þvældar klifanir sem mæla gegn hennar eigin tilfinningum. Samtímis talar hún beinlínis í hljóði við sjálfa sig, þar sem hún ávítar sig fyrir það sem hún heyrir sig segja: Notaðu tímann í útlöndum tilað hugsa þig um segi ég tilað átta þig tilað athuga málið. Alda göfuglynda. Alda api, hvað veistu nema maðurinn taki þig á orðinu og átti sig svo rækilega að hann hverfur frá þér. Svo bít ég höfuðið af skömminni með nokkrum meitluðum setningum: líklega sé hann betur kominn með konunni sinni en mér, það sé á okkur viss aldursmunur og þaraðauki dragi ég ekki í efa að samband hans og frúarinnar sé bara prýðilegt. Heimsmet í ofraunstei, Alda þó. (55)10 Hann skilur ekki svona tvíbent tal, að hún meinar allt annað en það sem orðin segja til um, og er með þessu í raun að prófa hann, knýja fram einhverja tilfinningu hjá honum, huggun eða fyrirheit. En eins og hún óttaðist tekur hann hana á orðinu og svarar með því sem hún vildi síst heyra, segist enda „aldrei hafa sagt annað en hjónabandið sé takk bærilegt." (55) Þegar hann kemur aftur forðast hann hana og þegir. Hún gengur á hann og hann svarar með þeirri klifun að samband þeirra geti ekki „haldið áfram einsog það var“ (68): Eg reyni að spyrja hann hvernig hann hafi þá hugsað sér „samband okkar“ 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.