Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 75
Dnemd til ab hrekjast hún er ekki, en alls ekki hvað hún er. Þetta tóm vill hún fylla, og það leitast hún við að gera í ást sinni til Antons. Hann er áfangastaðurinn eftir langt og strangt ferðalag. Þannig sér hún hann fyrir sér í frímínútum á kennara- stofunni, reykjandi pípu sína í myrkasta skammdeginu: Það rýkur úr maíspípunni einsog innsta bænum í lygna dalnum á hásumar- morgni þangað sem vegmóður er kominn að fá kaffi og hvíla lúin bein eftir sólarhringsgöngu í grjótinu, margsinnis tvisvar feginn. (39) Hann á að taka á móti henni þegar hún kemur úr ferðum sínum, í senn endalok þeirra og markmið. Þetta skrifar hún honum í bréfi frá Dublin: Þú þyrftir helst að sækja mig út á flugvöll til að hjálpa mér með allan farang- urinn. Það er ómögulegt fyrir mig að taka alltaf rútuna. . . Ég bíð þá eftir að þú birtist bak við glerið þegar ég er komin á jörðina þótt ég viti manna best að það er auðvitað aldrei neinn að ná í mig og síst af öllum þú (106-107). Sá samastaður sem hún gerir hann að felst í líkamlegri snertingu, hlýju og samruna, eða J>eirri „symbíósu" sem Julia Kristeva talar um sem tak- mark ástarinnar. I snertingunni leitar Alda ekki aðeins að samastað, öryggi og vernd, heldur einnig og fyrst og fremst að sinni eigin sjálfsmynd, eða því sem hún kallar kjarnann í sjálfri sér: Þegar þú snertir hafði sérhver snerting merkingu. Ef þú straukst mér handarbakið varstu að segja mér leyndarmálið: hvernig þér fannst ég vera. Ef þú hélst um hárið á mér varstu að vernda mig og safna englum guðs að höfði mínu. (179) Þú snertir mig ekki heldur kjarnann sem enginn veit úr hverju er gerður. Ég vissi ekki að kjarninn var til, en þú kallaðir hann fram. Það var fallega gert. Svo léstu kjarnann úr mér lausan. Nú hringlar hann stakur í tómi. (185) Symbíósunni við Anton er oftast lýst með trúarlegum myndum eða myndum úr náttúrunni, eins og hún sé ekki möguleg annars staðar en þar. Og hún kemur alltaf fram sem þrá, draumsýn eða skortur: Ég óska eftir þér ennþá. Gerðu það: Vertu snjórinn í brekkunni Ég snjórinn á túninu TMMV 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.