Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Side 99
Dxmd til að hrekjast tímanum. Þegar Anton horfir sínum bláu augum í græn augu Oldu eru augu hans „ekki lengur úr föstum hafís heldur fljótandi vatni“ (35): „Eg geng á vatninu í augunum á þér“ (87). Þegar hann fer segir hún og tengir flæðið frelsinu: Þessar þrjár vikur verða fljótar að líða. Segir þú. Eg hefði aldrei sagt það. Veistu ekki að tíminn er fljótandi hjá þeim sem fer. Hjá hinum sem eftir situr er tíminn úr föstu efni. (55) Skýrast kemur flæðið fram í aðalmynd sögunnar: öldumyndinni. Alda er aldan persónugerð, og um leið mynd hins villta, ringulreiðarinnar, kórunn- ar sem ekki er bundin í neitt kerfi. I Sviss sogast hún upp á fjöll í lóðréttum lestum" (135) í leit að sjálfri sér og samastað sínum í tilverunni: Svissland er úthafslaust land og Alda er landlaus alda. Utlæg Alda í ofríki ástar. Það ríki er að sönnu sjálfstætt og fullvalda en liggur áreiðanlega ekki að sjó. Sigling útilokuð. (135) Hún þráir þennan stað, leitar og sækir sífellt á, en án þess að finna: Oldum úthafsins er strandlengjan langþráð Uthaf án strandlengju = alheimslaust úthaf. Öldur á því falla að engu. Falla aldrei frá. Eg er óferjandi Alda. Landlaus Alda. Á siglingu jafnhá um úthaf. Án snertingar við ströndina. Vonlaus um eðlilegt aðfall. Alda. Dæmd til að hrekjast. (81) Flæði öldunnar kallast á við flæði stílsins, þar sem samfélagslegum veru- leika er í sífellu storkað af villtri orðræðu tilfinninga sem brýtur gegn hinu almenna rökvísa máli.29 Alda/n er dæmd til að hrekjast, vegna þess að í karlveldinu hafa konur engan stað að fara á. Um leið er saga hennar sár og jafnframt grótesk saga um konu sem leitar að sjálfri sér í ástinni en ferst vegna þess að sá karlmað- ur sem hún festir ást á er í raun hlutgerving, ef ekki steingervingur, karl- veldisins sjálfs. Og karlveldið endurgeldur ekki ást kvenna. Jafnframt má í bókinni sjá vísbendingu um þau öfl sem gætu unnið á þessu veldi: nei- kvæðið, gróteskuna og hláturinn, og ekki síst flæðið, ölduna sem brýtur á steininum, sverfir hann og mýkir. Og að lokum molar. NEÐANMÁLSGREINAR: 1 Steinunn Sigurðardóttir, Tímaþjófurinn, Iðunn, Reykjavík 1986, bls. 157. Hér eftir verður vitnað til blaðsíðutals bókarinnar innan sviga á eftir hverri tilvitnun. 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.