Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Síða 109
Kalsavor sig hægt og rólega. Yfir hann færðist einkennileg værð. Hann lokaði augunum, nístandi kuldinn vaggaði honum, dró tilfinningu úr kinnum hans, vafði hann inn í mjúkan verndarhjúp. Tíminn rann saman í ljúfa kvoðu. Hann fann að hann var að sofna. Líkami hans íþyngdi honum ekki lengur; hann brotnaði milt upp; þessar hendur sem hefðu getað snert hendur hans héldu sig fjarri, allt var í sóma, hann gat notið hvíldar. Hann vaknaði með hálfum huga, fann aftur hvernig hjartað barðist í brjósti hans og hvernig hann varð slappur á ný. Hann settist upp, strauk höndunum eftir holdlitlum lærum sínum, kvið, brjósti, handleggjum og dró frakkalöfin yfir ísköld hnén á sér. Enn fannst honum hann vera óendanlega innantómur. Hann horfði á berangurs- leg trén sem rétt voru að komast undan vetri, á endum svartra greina ljóst brumið sem brátt myndi ljúkast upp í sólskini, og enn fann hann fyrir hræðslu, beyg. Líkami hans varð að fara frá honum úr því hann dró hann út úr þessum heimi; hann varð að vera hljóður svo að hinn smái eldur sem logaði innra með honum næði að sameinast því mikla báli sem hann tilheyrði. En ekkert var við því að gera: heimurinn tók aftur á sig lit; þróttur færðist í hann á ný því hann hafði dottað og hann fann hvernig það líf sem hann hafði hafnað rétt áður færðist í hann aftur. Allt umhverfis leitaði á hann og hann langaði til að draga undir sig fæturna sér til verndar, en skammaðist sín fyrir það. En nú var allt komið á hreyfingu aftur: líkami hans var fullur af sundurleitu hvískri á ný, hvískri sem var sársaukafullt bergmál hins endurfundna skarkala heimsins. Hinn ljúfi möguleiki til samkomulags milli hans og leyndar- dóma heimsins var nú ekki lengur fyrir hendi. Hvað hafði eiginlega gerst? Hvers vegna hvarf sú hamingja sem hann hafði höndlað? Or- skömmu áður hafði honum fundist svo einfalt að ganga á vit hinnar óbreytanlegu þróunar: hvað hafði haldið í hann? Hann lokaði augun- um og reyndi að komast aftur í algleymið sem svefninn hafði fært honum skömmu áður og losað hann undan fáránleika hins daglega amsturs. Umhverfis hann dró smám saman úr umferðarhávaðanum og hann var rétt að sofna þegar hann fékk hugdettu sem hristi af honum slenið. Það sem hann hafði skynjað sem örugga leið til að öðlast hamingju, löngunin til að hverfa á vit ljóssins, var hreinn og hroðaleg- ur misskilningur: þetta var merki um það að líkami hans væri að svíkja hann, að hann væri hættur að berjast, búinn að gefast upp fyrir dauðanum. Hann bar hönd upp að andlitinu, líkt og hann vildi skýla 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.