Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 110
Tímarit Máls og menningar sér fyrir augnaráði annarra; og um leið og hann opnaði augun fann hann hvernig fingurnir þrýstust að andlitinu: neðst á þumalfingrinum, undir strekktu hörundinu, sá hann hvar blóðið rann eftir bláleitri æð; hann þrýsti fingri þar á og fylgdist síðan með því hvernig ljós blettur- inn varð bleikur þegar hann sleppti. Hann fylltist viðbjóðslegri vissu; það sem hann hafði reynt að berja niður í sjálfum sér undir því yfirskini að hann ætlaði að sameinast heiminum, var lífið sjálft, hvorki meira né minna. Og þær þokukenndu sýnir sem höfðu heillað hann voru aðeins lævísleg brögð þreytts líkama sem þráði hvíld. Líkami hans hafði svikið hann, vélað hann, og með vissum hryllingi hugsaði hann með sér að nú þyrfti hann að umbera þennan uppgjafa líkama, rétt eins og fangi sem verður að dragnast með líkið af félaga sínum hlekkjað við sig. Hann leit aftur á fölar hendur sínar sem smátt og smátt tóku á sig eðlilegan lit: hafði hann ekki alla tíð verið að láta undan á einn eða annan hátt? Var þessi seigfljótandi vökvi sem þandi út æðar hans ekki sífellt að reyna að sleppa út, drjúpa, blandast ónefndri hamingju jarðarinnar? Nú voru fáir á ferli í borginni; skýin voru að taka á sig lit sólarlagsins; allt tæki brátt enda, ekkert var við því að gera. Þegar upp yrði staðið að lokum, yrði allt komið í bland, menn og dýr, fúnar trjágreinar og ryðgaðir járnbútar, allt myndi skolast út í farveg fljóts- ins mikla. Honum hafði kólnað um stund, en það var aðeins undanfari fimbulkulda heimsins alls. Skyndilega umvafði hann vindsveipur: hann hresstist heldur og stóð á fætur. Þegar hann var staðinn upp og gekk meðal vegfarend- anna, fékk hann aðra hugdettu: öll héldu þau sína leið, nema hann, hann einn myndi deyja, hin myndu öll lifa hann. Fljótið myndi kastast áfram í boðaföllum: hann myndi standa einn eftir á fljótsbakkanum. Hugmyndin hvarf úr huga hans, hann gekk nokkur skref upp götuna og þar sem aftur var farið að rigna skaust hann undir skýli á blaðavagni og keypti sér dagblað. A heimleiðinni horfði hann hugsi á fingur sína sem höfðu litast prentsvertu. Annað skipti hann ekki máli þá stundina. (Úr smásagnasafninu Kalsavor. Útg. í París 1983) Friðrik Rafnsson þýddi 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.