Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 145
togstreitu milli eigin frumkvæðis og þess sem honum er ætlað, þó hvort tveggja beinist raunar í sömu átt. Hann gengur í lið með öflum ljóssins gegn makt myrkranna, sem hann þó lendir í slagtogi með og fréttir þar með af skuggalegum áformum þeirra afla. Hann mætir ekki í eigin brennu, stingur af úr líkamanum. Hann bjargar jörðinni undan Hell's angels sem ætla að sprengja hana, en uppsker fyrirlitningu fólksins fyrir að þora ekki að kveikja í sér, því enginn veit neitt um viðskipti hans við engla vítis, og hann deyr svo misskilin fyllibytta og fer til guðs. En hann bjargaði jörðinni samt. Þetta er kosmískt skrípó. Söguþræð- inum verður ekki með orðum lýst, enda er hann á fleygiferð í allar áttir; höf- undur vindur upp á hann þegar honum sýnist svo, virðist nánast gera það sem honum dettur í hug, furðulegar auka- persónur koma og fara, allt hringsnýst á köflum, hinn meitlaði stíll tveggja næstu bóka á undan er nú víðs fjarri. Ólafur hefur samið bók sem að formi til minnir bæði á gamlar neðanmálssögur dagblaðanna og teiknimyndasyrpur nú- tímans. Kaflar eru afar stuttir og hlaðnir ótrúlegum viðburðum. Mannlýsingar eru ættaðar úr teiknimyndaveröldinni, staðlaðar týpur, hlaðnar rosa. Allt er lit- að stórum dráttum og hraðinn á frá- sögninni er slíkur að sjaldan er staldrað við, höfundur nánast bruðlar með efni- við sinn. Hetja sögunnar, Össur-Mamma, er náskyldur fyrri karakterum úr bókum Ólafs. Hann er dellumaður og draum- óramaður, fyllibytta og landeyða sem afgreiðir í hannyrðaverslun móður sinnar, eða lætur öllu heldur sambýlis- konu sína gera það á meðan hann hímir bakatil í bæli sínu og þykist vera að finna upp eilífðarvél. Eitt er samt sem gerir hann frábrugðinn söguhetjum Ljóstolls og Gaga sem báðir voru á valdi eigin draumaheims - það er bjartara yfir honum, hann er glaðlegri, hinir voru báðir fullir af myrkri. Össur varpar af sér hversdagshamnum, verður sá út- valdi. Þetta er í stíl við teiknimynda- syrpurnar sem á var minnst: Clark Kent er venjuleg blók alla daga, en breytist við sérstakar kringumstæður í Súper- mann, og enginn veit að ofurmennið sem sífellt er að bjarga jörðinni úr klóm brjálaðra vísindamanna er í rauninni hinn hægláti Clark. Þannig leysir Ólafur að þessu sinni vanda þess rithöfundar sem vill skrifa lífinu og ljósinu: hann sprellar. Hann hæðist miskunnarlaust að persónu sinni, en samt fer ekki milli mála að hér á að vera á ferðinni okkar maður. Kannski er tvískinnungur í þessu, vegna þess að skop er þegar öllu er á botninn hvolft niðurrífstæki, samt lánast bland- an ansi vel á köflum, til dæmis í kostu- legu lesendabréfi sem Össur skrifar blöðunum, þar sem hann boðar eigin íkveikju og rekur orsakir hennar: íslendingar! Eg hef ákveðið að segja atómsprengjunni stríð á hend- ur fyrst enginn annar hér virðist þora það, reit hann rauður og þrút- inn. Satt best að segja nefndi ég aldna, hélt hann áfram, því vitað er að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Og er ég hér að tala um virð- ingarleysi okkar fyrir jörðinni. Mér svíður í dag og mér kemur til með að svíða vegna gróðafíkni minnar og sjálfselsku og þeirra vonbrigða sem ég hef valdið mömmu og Fúttí með 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.