Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 17
Adrepur með röksemdafærslu, þá er ekki þar með sagt að fundin sé frumgerð og því síð- ur einn höfundur að baki hennar. Vandi textafræðingsins eykst og við það hve lítið er vitað um hugmyndir fornra sagnaritara um byggingu verka og stíl. End- urgerð stofnrits á grundvelli handritarannsókna getur því reynst torveld og stundum hæpin. Hún er raunar einkennileg þessi dýrkun hins upprunalega, þeirrar frumgerðar sem nú er löngu týnd, og hún gengur þvert á hugmyndir miðaldamanna um vinnulag og sköpun; þeir ágætu rithöfundar sóttust ekki eft- ir frumleika og fléttuðu ekki frásögn sína á sama hátt og margir nútímahöfund- ar. Textarnir breyttust því í eftirritum, lengdust eða styttust, og „hinn fyrsti texti“ vék fyrir nýjum texta á nýjum tíma. Við útgáfu okkar á íslendinga sögum og þáttum höfum við fært okkur í nyt nýjustu útgáfur textafræðinga, rit og ritgerðir um þessar bókmenntir, leitað ráða hjá sérfræðingum og borið vafasama staði saman við handrit. Við reynd- um þó að forðast að prenta endurgerðan „frumtexta" eins og víða er gert, t.d. í IF, af því að við erum þeirrar skoðunar að ekki sé unnt að endurgera hann heldur verði að sætta sig við þann texta sem varðveittur er í svokölluðum eftir- ritum. Við prentum stundum margar textagerðir sömu sögu eða þáttar og að því leyti er útgáfan frábrugðin flestum öðrum lestrarútgáfum. Og þótt traustar textaútgáfur séu vissulega undirstaða allrar túlkunar má ekki gleyma því að ný bókmenntatúlkun getur breytt afstöðunni til textans: þá verður nauðsynlegt að gefa hann út að nýju. Það er því ekki alls kostar rétt hjá EGP að útgáfa Sáh sé „endurprentun texta, sem hafa verið gefnir út eða unnir áður“ (406) og vonandi ofmælt hjá GN að útgáfa okkar á Sturlungu og fleiri textum bæti „engu við fyrri útgáfur sögunnar“ (414) hvað varðar þann texta sem við prentum. Hún er þeirrar skoð- unar að ný útgáfa bæti litlu við fyrri útgáfur „nema gerðar séu nákvæmar rann- sóknir á handritumsögunnar.“ (412) Því er til að svara að sá texti sem við prent- um er mjög víða annar en texti þeirra sem áður hafa gefið safnið út vegna þess að við bárum vafasama staði og raunar marga kafla þess við handrit eins og frá er greint í formála útgáfunnar. Okkur er fullljóst að textarannsókn á eftirritum Reykjarfjarðarbókar hefði orðið okkur til mikils gagns, en slík rannsókn er margra ára starf. Aftur á móti erum við ekki viss um að texti Reykjarfjarðar- bókar breytti hugmyndum manna um Sturlungusafnið og útgáfu þess í lestrar- útgáfu. Og við erum sannfærð um að útgáfa okkar á Sturlungu opnar mörgum lesendum leið að þessu margslungna og heillandi verki. Svo virðist sem EMJ hafi lesið sér til um rannsóknir fræðimanna á handritum Njálu, einkum þó ritgerðir Einars Ól. Sveinssonar (EÓS) um efnið. Þetta er lofsvert framtak og gætu samviskusamir ritdómarar tekið hann sér til fyrir- myndar. Gallinn er bara sá að endursögn EMJ villir lesandann af réttri leið, þar sem hann rekur ekki þær röksemdir sem textafræðin byggist á og drepið var á hér að ofan. Hann segir með réttu að Konráð Gíslason (KG) hafi rómantískan 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.