Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 54
Tímarit Máls og menningar Hvernig á að koma þessu há-klassíska ljóði heim og saman við róttækar, stóryrtar yfirlýsingar Jónasar í ritdómnum um Sigurð Breiðfjörð?19 Hvað er „nýtt“ í því að hverfa til fornaldar frá nútímanum? Svarið við því fæst með því að skoða málið á ljóðinu. I fyrstu tveimur vísuorðunum er landið ávarpað þrisvar: Fyrst með nafni sínu: Island, síðan í tvenns konar ljóðrænum umritunum. I „farsælda-frón“ er tvöföld umritun notuð: nafnskipti (metonym) þar sem hið gamla heiti „frón“ er notað sem stofnliður og kenniliðurinn „farsælda-“ vísar til þess að landið sé gæfuríkt í sjálfu sér. Seinni umritunin er enn skrautlegri: „hag- sælda hrímhvíta móðir!“. A meðan „farsælda“ vísar til yfirskilvitlegrar blessunar eða gæfu, vísar „hagsælda“ til efnahagslegrar velgengni sem til- heyrir hinni öldnu, „hrímhvítu“ móður. Eftir þetta skrautlega, hátíðlega upphaf er ekki ein einasta umritun í Ijóð- inu, ekkert heiti, engin kenning, engin viðlíking. Lengra var ekki hægt að komast frá rímunum. Málið á Islandi er eins nálægt talmáli og verið getur og með því móti hvílir hið ljóðræna, það sem gerir þennan texta að ljóði en ekki ræðu, full- komlega á hljómlist tungumálsins. I Islandi bjó Jónas til ljóðmál sem var nýtt í bókmenntum samtíma hans. í áðurnefndri ritgerð talar Turið Sigurðardóttir Joensen um hinn sér- kennilega tvískinnung sem einkenndi upphaf þjóðernisstefnu og ættjarðar- ljóða hjá færeysku stúdentunum í Kaupmannahöfn undir lok nítjándu ald- ar.20 Svo sannarlega elskuðu þeir heimaland sitt og vildu efla þess hag á alla lund, efnahagslega og menningarlega, en saknaðarljóð þeirra til ættjarðar- innar búa samt yfir merkilegri tvöfeldni. Hin elskaða ættjörð er fjarri og þess vegna sakna skáldin hennar og yrkja um fegurð hennar og ágæti. Þráin verður til um leið og aðskilnaðurinn er viðurkenndur eins og komist er að orði í sálgreiningunni um tilurð dulvitundarinnar og þar með vitundarinn- ar. Hins vegar hafði enginn beðið þessa stúdenta að yfirgefa landið sitt fagra. Þeir fóru af fúsum og frjálsum vilja til Kaupmannahafnar til að sækja þekkingu sem heimalandið hafði ekki yfir að ráða. Landið sem þeir sakna vantar þannig eitthvað, það er fagurt og elskað en samtímis fáfrótt, frum- stætt, ófullnægjandi. Þeir sem heima sitja yrkja ekki um ættjörðina, þeir eru í henni og hún í þeim. Þeir sem fóru missa land sitt en fá í staðinn sekt- arkenndina, tvöfeldnina - og skáldskapinn. I ættjarðarljóðunum er alltaf þagað um það hvers vegna „móðurlandið" er fjarri, tapað, segir Turið, það bara er það - og eftir stendur tómleika- tilfinningin sem menn fela í ástarjátningunum. 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.