Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 70
Tímarit Máls og menningar
þankagang í rómantísku stefnunni tæpri öld fyrr, enda kallaði einn af hug-
myndafræðingum aldamótanýstefnunnar hana „taugaveiklaða rómantík"
(Hermann Bahr, sbr. LL bls. 22). Það er því eðlilegt að margt í tíðaranda
síðustu aldamóta sé kennt við síðrómantík. En bókmenntalega er Sultur
nútímalegra verk en flestar sögur rómantísku skáldanna. Það stafar einmitt
af því að í sögu Hamsuns tengist ofangreint þema (firring sjálfs frá um-
heimi) efanum um mátt orðanna, taugaspenntri leit að einhverju nýju, og
hvergi þó einsog í senunni í fangaklefanum:
Allt í einu læt ég smella í fingrunum hvað eftir annað og flissa. Mikill þó
andskoti! Ha! - Eg þóttist hafa fundið nýtt orð. Eg rís upp í rúminu og segi:
Það er ekki til í málinu, ég hef fundið það upp, kúbúá. Það eru í því bókstaf-
ir eins og orði, guð almáttugur, maður, þú hefur fundið upp orð . . .
kúbúá . . . stórmerkilegt málfræðilega.
Eg sá orðið greinilega fyrir mér í myrkrinu.6
Þannig verður hvort tveggja einkenni á aldamótamódernismanum, þemað
um firringu sjálfs frá umheimi og efinn um mátt orða og hefðbundið form.
Þemað eitt dugir okkur ekki til að lýsa einkennum þessarar nýstefnu í bók-
menntum, en efinn um orðin ekki heldur; Rabelais gat líka séð þau fyrir sér
í myrkrinu, marglit og glitrandi.
Módernismi og saga
Módernismi aldamótaáranna er öðru fremur uppreisn gegn realisma og
natúralisma, þetta eru taugaveiklaðar stórborgarbókmenntir skrifaðar af
skáldum sem töldu sig utangarðs, og í því bókmenntasögulega samhengi
verður að skoða hann: I stað atburða milli persóna verður samband sjálfs
við umheim að þungamiðju skáldsagna, þráin án veruleikabundins mark-
miðs stef þeirra, og efinn um orðin gegnsýrir þær. Verk þessa tíma sem
hvað mest áhrif hafa á Vefarann eru auk þess öðru fremur huglæg og sjálf-
hverf, einkennast af linnulítilli sjálfsköfun og stöðugri glímu við allt að því
goðsögulegar hugmyndir um konuna. En þar var ekki bara róið á sálar-
djúpin í bókmenntunum, í höfuðborg þessarar stefnu, Vínarborg, sat líka
Freud og reyndi að kortleggja dulvitundina. Þarna fæddist nútímamaður-
inn, hinn sálfræðilegi maður.7
„Hvers konar kvikindi er nútímamaður?" spyr Sveinn Skorri Höskulds-
son í nýlegri grein um Gunnar Gunnarsson.8 Og bendir réttilega á að nú-
tímaleg viðhorf megi finna í gervallri bókmenntasögunni. Sá mannskiln-
ingur sem birtist okkur í Medeu Evripídesar er ótrúlega nútímalegur. Okk-
ur virðist Hamlet líka nútímalegur, en kannski enn frekar Falstaff, sé litið í
persónusafn Shakespeare: Heigull á mælikvarða hetjusagnanna, útsmoginn
196