Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 70
Tímarit Máls og menningar þankagang í rómantísku stefnunni tæpri öld fyrr, enda kallaði einn af hug- myndafræðingum aldamótanýstefnunnar hana „taugaveiklaða rómantík" (Hermann Bahr, sbr. LL bls. 22). Það er því eðlilegt að margt í tíðaranda síðustu aldamóta sé kennt við síðrómantík. En bókmenntalega er Sultur nútímalegra verk en flestar sögur rómantísku skáldanna. Það stafar einmitt af því að í sögu Hamsuns tengist ofangreint þema (firring sjálfs frá um- heimi) efanum um mátt orðanna, taugaspenntri leit að einhverju nýju, og hvergi þó einsog í senunni í fangaklefanum: Allt í einu læt ég smella í fingrunum hvað eftir annað og flissa. Mikill þó andskoti! Ha! - Eg þóttist hafa fundið nýtt orð. Eg rís upp í rúminu og segi: Það er ekki til í málinu, ég hef fundið það upp, kúbúá. Það eru í því bókstaf- ir eins og orði, guð almáttugur, maður, þú hefur fundið upp orð . . . kúbúá . . . stórmerkilegt málfræðilega. Eg sá orðið greinilega fyrir mér í myrkrinu.6 Þannig verður hvort tveggja einkenni á aldamótamódernismanum, þemað um firringu sjálfs frá umheimi og efinn um mátt orða og hefðbundið form. Þemað eitt dugir okkur ekki til að lýsa einkennum þessarar nýstefnu í bók- menntum, en efinn um orðin ekki heldur; Rabelais gat líka séð þau fyrir sér í myrkrinu, marglit og glitrandi. Módernismi og saga Módernismi aldamótaáranna er öðru fremur uppreisn gegn realisma og natúralisma, þetta eru taugaveiklaðar stórborgarbókmenntir skrifaðar af skáldum sem töldu sig utangarðs, og í því bókmenntasögulega samhengi verður að skoða hann: I stað atburða milli persóna verður samband sjálfs við umheim að þungamiðju skáldsagna, þráin án veruleikabundins mark- miðs stef þeirra, og efinn um orðin gegnsýrir þær. Verk þessa tíma sem hvað mest áhrif hafa á Vefarann eru auk þess öðru fremur huglæg og sjálf- hverf, einkennast af linnulítilli sjálfsköfun og stöðugri glímu við allt að því goðsögulegar hugmyndir um konuna. En þar var ekki bara róið á sálar- djúpin í bókmenntunum, í höfuðborg þessarar stefnu, Vínarborg, sat líka Freud og reyndi að kortleggja dulvitundina. Þarna fæddist nútímamaður- inn, hinn sálfræðilegi maður.7 „Hvers konar kvikindi er nútímamaður?" spyr Sveinn Skorri Höskulds- son í nýlegri grein um Gunnar Gunnarsson.8 Og bendir réttilega á að nú- tímaleg viðhorf megi finna í gervallri bókmenntasögunni. Sá mannskiln- ingur sem birtist okkur í Medeu Evripídesar er ótrúlega nútímalegur. Okk- ur virðist Hamlet líka nútímalegur, en kannski enn frekar Falstaff, sé litið í persónusafn Shakespeare: Heigull á mælikvarða hetjusagnanna, útsmoginn 196
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.