Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 110
Tímarit Máls og mertningar flytja ljóð hennar eru jafnvel sakaðir um kommúnistaáróður. Þegar lítur út fyrir að þriðju umsókinni verði hafnað leggur Nelly árar í bát. „Æ mínir kæru, úr því þið viljið ekki hafa mig skuluð þið bara láta það eiga sig. Þann skamma tíma sem ég á eftir get ég lifað án þess að vera þegn í einhverju ríki.“ Þá vill það til að efnaður iðnrekandi, sem dáði skáldgáfu Nellyar Sachs, býðst til að ganga í ábyrgð fyrir hana og fyrir vikið öðlast hún þegnrétt í Svíaríki árið 1952. Nelly hafði þá þegar getið sér orð fyrir þýðingar á sænskum ljóðum og hlotið opinberlega þakkir fyrir „framlag til menningar og lista“. Samt fást bækur hennar ekki gefnar út í Vestur-Þýskalandi. „Gyðingur sem yrkir á þýsku á sér ekki viðreisnar von“ segir hún ein- hverju sinni. „Bannfæringunni“ er fyrst aflétt 1957 en þá birtir rithöfundurinn Alfred Andersch fjögur Ijóð eftir hana í bókmenntatímaritinu „Texti og tákn“. Nýja skáldakynslóðin í Vestur-Þýskalandi uppgötvar þarna óþekkt skáld. Paul Celan skrifar bréf til hennar frá París. Hann er heillaður af ljóðum skáldkonunnar og birtir nokkur þeirra í alþjóðlega bókmenntatímaritinu „Bottege Oscure“ sem kom út í Róm. Meðal þeirra sem stóðu að þessu tímariti var skáldið Ingeborg Bachmann. Einnig hún hrífst af fágaðri ljóð- list Nellyar Sachs. En það er ekki fyrr en Hans Magnus Enzenberger tekur að kynna ljóð hennar að síðustu hindruninni er rutt úr vegi. Arið 1959 kemur út í Vestur- Þýskalandi ljóðabókin „Flótti og umbreyting". Og 1960 er henni boðið að koma til Meersburg að taka á móti Droste-bókmenntaverðlaununum. Þegar hér komið sögu er Nelly Sachs orðin 70 ára gömul og hefur lifað 20 ár í útlegð. Tuttugu ár í einsemd og sárri fátækt. Og nú þegar skáld- frægðin blasir við, með heiðurslaunum, heimsóknum og heillaskeytum, sækir fortíðin að henni. Þann 10. maí 1960, rétt áður en hún leggur af stað til Meersburg, skrifar hún full örvæntingar til vinkonu sinnar Ilse Perga- ment: „Ibúðin mín var símskeytamiðstöð með morssendingum og allskyns laumuspili. Eg hef lofað að þegja yfir þessu og ætla mér að gera það. En mér er farið að líða svo illa í þessari íbúð að ég get ekki búið þar stundinni lengur." Hún býr enn í húsi frá Warburgstofnuninni en nú í heldur stærri og bjartari íbúð. Hún er þess fullviss að nýnasistar hafi hreiðrað um sig á hæðinni fyrir ofan og að þeir leggi sig í einelti. Samt heldur hún til Meers- burg. Og það er í fyrsta sinn sem hún kemur til Þýskalands eftir flóttann. Þegar hún kemur aftur til Svíþjóðar er hún lögð inn á geðsjúkrahús og síðan flutt á taugalækningahælið Beckomberga þar sem hún þjáist af hrylli- legum ofskynjunum. Henni er haldið þar í tvö ár og er kvalin með raflost- um. Þetta var áður en hin gagnrýna geðlæknisfræði þeirra Laing og Coop- 372
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.