Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 8
ur eiginlega til strax eftir hans fyrstu bók, Sögur og kvœði 1897. Og það er dæmigert fyrir afstöðu manna til skáldskapar Einars, að menn taka stórt upp í sig á báða bóga. Sá ágæti gáfumaður, Jón Ólafsson, ritstjóri og skáld, taldi til að mynda að tæplega hefði verið betur ort á íslensku en í Hvarfí séra Odds frá Miklabæ, en sagðist hins vegar ekki geta lesið kvæðið Skútahraun vegna þess að hann fengi höfuðverk í hvert skipti sem hann reyndi að komast í gegnum þetta ■7 moldviðri, sem hann kallar svo." Þessi höf- uðverkur Jóns Ólafssonar hefur eiginlega fylgt Einari Ben. fram á þennan dag og orðið mælikvarði á hversu tyrfinn og myrk- ur hugmyndaheimur kvæðanna væri. En um leið hefur líka orðið til önnur goðsögn: Þeir sem hafa talið sig skilja kveðskap hans hafa fengið orð á sig fyrir gáfur. Þannig segir Jónas Guðlaugsson, síðar skáld en þá vartaf unglingsaldri, árið 1906 í ritdómi um Hafblik: Það getur verið að þeir séu ekki jafnmargir sem þráð hafa ljóðmæli Einars Benedikts- sonar og ýmsra annarra, sem talin eru góð- skáld vor, en óhætt er að fullyrða að sá hópur sem dáist að Einari og þráir komu ljóða hans, er glæsilegri en fíestra annarra skálda.4 Að mínu mati er leitun á skáldi sem hefur jafn skýr höfundareinkenni og Einar. Auk þeirra hluta sem vikið var að í upphafi mætti nefna að kveðskapur hans einkennist jafnan af útleitni og orðagleði, t.d. eru í kvæðum hans sjaldan færri en 5 bragliðir í vísuorði. Ég held að ná mætti breiðri sam- stöðu um þá fullyrðingu að hann hafi verið eitt mælskasta skáld vort og aforismar eða spakmæli hans taka af allan vafa um hversu orðhagur hann var. Myndmál hans er líka fremur fastmótað, ber oft vott um frumlega og skarpa sýn þótt stundum hlaði hann upp myndum sem vilja verða nokkuð samþjapp- aðar, enda má minna á að hann segir ein- hvers staðar um annað skáld að það beri að stefna að því að segja hlutina „með fleiri hugsunum, færri orðum“ sem á ótrúlega vel við um ákveðinn hluta hans eigin skáldskap- ar. Annar hluti er svo nánast andhverfa þessa. Einar byggir líka kvæði sín oftast upp á keimlíkan hátt, sem minnir í grunnatriðum dálítið á aðferð Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum: Fyrst bregður hann upp almennri yfirlitsmynd, síðan sértækari lýs- ingu og loks kemur heimspekileg útlegging. Sem klassísk dæmi um þetta má t.d. nefna þekkt kvæði eins og Hafísinn og Fáka. Reyndar held ég að um þessi ytri ein- kenni kveðskapar Einars verði tæpast deilt, þótt auðvitað falli þau mönnum misjafnlega í geð. Skrúðmikill stíll hans og áðurnefnd orðagleði hefur t.d. verið ýmsum þymir í augum, en mörg neikvæð ummæli í þá veru má hins vegar oft rekja til tískubundinna þumalputtakenninga, sem alltaf koma upp annað slagið í skáldskaparumræðu og skáldskaparfræðum; að allt einfalt sé gott og andstæða þess, skraut og íburður, hljóti þá að vera vont. Þótt vitanlega megi vel fallast á að einfaldleikinn sé mikils virði, þá er ástæða til þess að mótmæla slíkum kenn- ingum, eins og öllum allsherjarreglum, og minna á að skáldskapur snýst ekki hvað síst um orð. Skáld, sem ætla sér að standa undir því nafni, hljóta að reyna fyrir sér með orð, og skrúðmikill stíll getur aldrei orðið nei- kvæður í sjálfu sér, fyrirfram, nema auðvit- að hann gangi ekki upp, sé illa gerður og innantómur íburður. Mér hefur reyndar stundum sýnst hin síðari ár að krafan um einfaldleika hafi einmitt leitt ýmis yngri 6 TMM 1991:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.