Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 68
um í blús- og dægurhljómsveitum. Árið 1975 kom hann út úr skugganum sem mót- aður laga- og textahöfundur. Hann gerði (og gerir) fallega blúsa og lipur dægurlög, og lífsháski nútímalífs birtist hvarvetna í persónulegum og vönduðum textum hans, en íslenskir textar og tónlist af erlendum toga mynda jafnan áreynslulausa heild. Stuðmenn, Magnús Eiríksson og sam- verkamennimir Gunnar Þórðarson og Þor- steinn Eggertsson fundu á sama tíma upp á þrem mismunandi aðferðum til að skapa íslenskt rokk, en fjórði höfundur þess var reyndar löngu byrjaður. Þar er átt við Meg- as, en hann náði ekki til íslenskrar æsku fyrr en sama ár og hinir komu fram á sjónarsvið- ið, árið 1975. Þá var textagerð hans löngu mótuð í aðalatriðum. Megas hefur sjálfur lýst því hvernig hann var alinn upp í anda ungmennafélagshyggju og þjóðemisvit- undar, og í textagerð hans fer fram stöðug glíma milli menningararfsins og hugarfars rokksins. Stundum skýtur hann stráksleg- um skotum á heilagar kýr íslandssögu og íslenskrar menningar, stundum beitir hann minnum og aðferðum bókmenntahefðar- innar til að lýsa hráslagalegu utangarðslífi í samtímanum. Stefnumót menningararfs- ins og nútímans í verkum Megasar er efni í margar bækur, og framlag hans til að fella rokkið inn í íslenska þjóðmenningu og auðga hana um leið er meira en nokkurs annars einstaklings. Eg vil þó benda á að Jón Sigurðsson hafði mtt fyrsta spölinn í íslenskri rokktextagerð, og nýsköpun Megasar tengdist annarri tónlist á ýmsan hátt. Á meðan rokk-, bítla- og hippatónlist hafði gert íslenska æsku að heimsborgur- um, höfðu módernistar eins og Guðbergur Bergsson og Steinar Sigurjónsson opnað leið út úr staðnaðri bókmenntahefð. Á póli- tíska sviðinu hafði ungt fólk túlkað baráttu gegn NATO og her í landi upp á nýtt, þannig að hún var ekki lengur varnarbarátta fyrir íslandi gamla tímans, heldur sóknarbarátta fyrir nýjum og friðsælli heimi. Þessi þrenns konar endumýjun rann saman í róttækari geira æskulýðsmenningarinnar á öndverð- um 8. áratugnum, og Megas varð persónu- gervingur hennar. Hann virtist þó vera of sérstakur til að aðrir gætu fetað í fótspor hans, en Magnús Eiríksson, Stuðmenn og Þorsteinn Eggertsson höfðu samstundis rík áhrif á íslenska dægurtónlist og mótuðu hana síðari hluta 8. áratugarins. Áður er vikið að þeirri kaldhæðni sög- unnar, að íslensk æska var rétt að ná tökum á rokki og róli, bítlatónlist og hippatónlist, þegar nýjar bylgjur höfðu tekið við í alþjóð- legri dægurtónlist. Þegar loks hafði tekist að búa til íslenskt rokk, tók ekki betra við, því að starfsvettvangur íslenskrar dægur- tónlistar þrengdist meira en um langt skeið. Diskótónlist ruddi lifandi tónlist út úr skemmtistöðum, og ógerlegt var að fram- fley ta sér á skapandi dægurtónlist. Atvinnu- tónlistarmenn sprengdu sig hreinlega á því að elta duttlunga markaðarins úr einni lág- kúrunni í aðra, en skapandi starf varð að frístundaiðkun eða leið til fátæktar. Gmndvöllur íslenska rokksins var þegar tekinn að molna við tilurð þess um árið 1975. Sá grundvöllur hafði myndast í æsku- menningu bítla- og hippaáranna, en þá hafði æska af ólíkum stéttamppmna bland- ast, unnið úr erlendum áhrifum og fitjað upp á menningarlegum nýjungum. Á átt- unda áratugnum myndaðist vaxandi gjá milli menntaæskunnar og annars ungs fólks. Með hinni miklu fjölgun mennta- manna og gerbreyttri þjóðfélagsstöðu 66 TMM 1991:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.