Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 69
þeirra, þurfti ný kynslóð þeirra að móta nýja sjálfsvitund. Leitin bar liðsmenn hennar víða, inn í kreddubundinn lenínisma, bó- hemalifnað og endumýjun gamalla húsa, svo að nokkur dæmi séu nefnd, en flest afbrigðin af lífsstíl nýju menntaæskunnar bám hana burt frá öðm ungu fólki, sem tók alla fáanlega yfirvinnu og vildi slaka á og skemmta sér í frístundum. Skapandi rokk Megasar og fleiri varð snar þáttur í sjálfsvitund ungra róttækra menntamanna, sem vildu skilgreina ís- lenska þjóðmenningu upp á nýtt. íslensk dægurtónlist Lónlí Blú Bojs, Brimklóar og Bmnaliðsins varð engu minni þáttur í menningarheimi annars æskufólks. Ég vil hins vegar halda því fram að dregið hafí úr sköpunarmætti æskumenningarinnar, þeg- ar æskan greindist á þennan hátt í tvo hópa, og það sé meginástæða þess að dægurtón- listinni hnignaði í lok 8. áratugarins. Pönkiö flytur íslenskt rokk inn í nútímann Tekið hefur mislangan tíma fyrir alþjóðlega strauma í rokki og æskumenningu að nema land á Islandi, og þeir hafa ekki allir fest hér rætur. Rokk og ról og bítlatónlistin fór að kalla má „beint í æð“ á íslenskri æsku, hippamenningin þurfti lengri gerjunartíma, og þegar pönkið bar hæst í Englandi frá og með 1976, bjuggust margir við að íslend- ingar myndu leiða það hjá sér. Það var nátengt vaxandi atvinnuleysi, en hér á landi höfðu menn meiri aukavinnu en nokkm sinni fyrr. íslensk æska var sífellt að upp- götva nýja neyslumöguleika og fann engan samhljóm með frösum á borð við „no fut- ure“. Allt fram til 1980 gat hver og einn íslenskur pönkari talið innlenda samherja sína á tám og fíngmm. Smám saman varð fleiri íslenskum æsku- mönnum ljóst, að pönkið var ekki einungis tengt sérstökum aðstæðum í evrópskum stórborgum, heldur túlkaði það miklu al- mennari tilfinningar, og smám saman var hægt að „þýða“ pönkið inn í íslenskan menningarheim. I fyrstu varð mörgum star- sýnt á að pönkið gaf skít í fyrirrennara sína í rokki, en þegar á leið, kom betur í ljós að pönkið vildi gæða frumeigindir rokksins nýju lífi og að árásir pönkaranna á væm- kæra hippa voru gagnrýni á „svik við mál- staðinn“. Pönkaramir litu svo á að eina leiðin til að blása nýju lífi í rokkið, væri sú að gera það enn róttækara, og það átti við um bæði hinn félagslega boðskap, tónlist- ina og samband tónlistarmanna og áheyr- enda. Á sama hátt og á 7. áratugnum hafði stór hluti æskunnar engan veginn gleymt sér í velferðarævintýrinu, heldur var hann mót- tækilegur fyrir róttækri gagnrýni á sam- tímamenningu sína. Þetta hefði reyndar hver og einn getað gert sér grein fyrir, sem tók sér göngutúr um Hallærisplanið á föstu- dags- eða laugardagskvöldi árin 1978 og 1979. Bubbi Morthens og Utangarðsmenn leystu þessa orku úr læðingi öðrum fremur. Bubbi hefur reyndar lengst af flutt svipaða samfélagsgagnrýni og fjölmargir aðrir trúbadúrar, en hún fékk allt aðra vídd þegar hún var flutt af sultar- og tötralegum Utan- garðsmönnum, og sú aðferð þeirra að gefa óþekktum hljómsveitum jafnan tækifæri til að hita upp, gerði þá jafnskjótt að hluta þess umhverfis sem reiðir unglingarnir í áhorf- endahópnum hrærðust í. Með Bubba tóku áhrifin frá Megasi loks fyrir alvöru að breiðast út til yngstu tónlist- TMM 1991:4 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.