Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 81
þessu broti um Þales er ekki „flatarmáls- fræði“ og ekki „fóm“ heldur „sönnun". Hann fann sönnun: það er að segja hann gerði uppgötvun og studdi hana rökum, og meira að segja traustum rökum ef við gef- um okkur að sönnunin hafi verið ströng. Þess má geta að Kirk og Raven efast um að Þales hafí fundið neinar sannanir, heldur hafi hann í mesta lagi gert einhverjar mæl- ingar. Rökin fyrir efasemdunum em þau að eftirmenn hans í Míletos, Anaxímandros og Anaxímenes, hafi ekki fengizt við stærð- fræði og þar með sé ekki trúlegt að hann hafi gert það heldur í neinni alvöm. Aðrir — eins og Guthrie í hinni miklu öndvegis- sögu grískrar heimspeki — velta vöngum yfir hvað „sönnurí* geti merkt margvíslega hluti í grískri stærðfræði á ýmsum tímum.14 Þessar efasemdir nákvæmnismanna em bersýnilega ekki vitund skárri en traustið á heimildinni um það sem máli skiptir: hann gerði uppgötvun og studdi hana rökum, hver svo sem þau rök voru og hvort sem þau vom ströng í skilningi síðari tíma stærð- fræði eða ekki. Hann fann sönnun. Hér stöndum við frammi fyrir einu af mestu afrekum hins fomgríska anda: það sem einkum greinir gríska stærðfræði frá allri annarri stærð- fræði em sannanir. Og þegar Pýþagóras kemur til sögunnar í kjölfarið á Míletos- mönnunum Þalesi, Anaxímandrosi og An- axímenesi verða stærðfræðilegar sannanir að háleitri köllun sem ekkert lát er á í vís- indum Vesturlanda til þessa dags þegar mörg þúsund setningar em sannaðar á ári hverju, og sumum þeirra fagnað í fjölmiðl- um ef ekki með blóðfómum. Það er fyrst og fremst vegna sannananna sem Hardy hefur eftir Littlewood — en þeir tveir em í hópi merkustu stærðfræðinga þessarar aldar — að fomgrískir stærðfræðingar séu ekki eins og „greindir skólastrákar" í fræðum sínum heldur eins og „kennarar við annan há- skóla“.15 En ég ætla ekki að dvelja neitt við stærðfræðilegar sannanir hér þótt gaman væri að því. Það sem máli skiptir er að Þales fann sönnun, og jafnvel sannanir sam- kvæmt sumum heimildum, og frá mínu sjónarmiði þessa stundina skiptir það mestu um sannanir að sannanir eru rök hvers eðlis svo sem þær em í einstökum tæknilegum atriðum. Við spyrjum af hverju við eigum að trúa Pýþagórasareglu, og þá fáum við svar í formi raka fyrir því að reglan sé rétt, og raunar að hún geti ekki verið annað en rétt. Og nú vil ég ganga að því vísu að kenn- ingar bæði Þalesar og Anaxímandrosar um önnur efni en hreina stærðfræði hafi verið eins og stærðfræðin að því leyti að þær hafi verið rökstuddar kenningar. Því miður vit- um við ekki nóg um vatnskenningu Þalesar til að geta getið okkur til um rökin fyrir henni. Við vitum til dæmis ekki hvort hann veitti því athygli að vatn sem við vökvum jurt með hlýtur að breytast í blóm. En þótt við vitum líka lítið um Anaxímandros held ég að við vitum nóg til þess að geta að minnsta kosti skemmt okkur við að geta okkur til um rök hans fyrir sumum kenning- um sínum. Byrjum á hugmyndinni um að jörðin svífi óstudd í geimnum. Áður hafði Þales kennt að jörðin flyti á vatni. Aristóteles tengdi þessa kenningu við kenninguna um vatnið sem afl eða efni allra hluta, hvemig í ósköp- unum sem það er nú hugsað hjá honum.16 En Aristóteles gerir aðra athugasemd um það að jörðin fljóti á vatni. „Eins og vatnið þurfi þá ekki aðra undirstöðu!" segir hann. Með öðrum orðum: kenning Þales- TMM 1991:4 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.