Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 84
eru blautir og þurrir, heitir og kaldir, og svo
breytast þeir jafnt og þétt með þeim hætti
að einn andstæður eiginleiki víkur fyrir öðr-
um: þeir blotna og þoma, hitna og kólna. En
það sem hitnar og kólnar eins og sverð þarf
ekki að geta blotnað og þomað eins og
svampur. Og ef það á eitthvað að vera sem
geti heitið upptök alls þessa þá getur það
ekki verið efnislegur hlutur af sama tæi og
allir hinir. Því það má þá ekki hafa neina
eiginleika sem útiloka aðra eiginleika eins
og efnislegir hlutir hafa. Ef það hefði slíka
eiginleika þá gæti það ekki tekið við öllum
andstæðum eiginleikum, og þar með gæti
það ekki orðið að öllum hlutum eins og því
er ætlað að verða. Anaxímandros kallaði
þessi upptök án eiginleika ómælið, „to
apeiron“.
Ein aðferðin til að geta sér til um rökvísi
frumherjanna er að hyggja að því hvemig
yngri höfundar sem við höfum fyllri heim-
ildir um hugsuðu um sömu efni. Þess vegna
held ég að það væri þarft verk að rýna í
hugmynd Aristótelesar um ómælið sem
óendanleika. Þetta er einmitt það sem við
gerðum þegar við hugðum að hugmyndinni
um stoðir jarðarinnar. Við sáum að Arist-
óteles afgreiðir hugmynd Þalesar um að
jörðin fljóti á sjónum með vítarunurökum,
og létum okkur þá detta í hug að Anaxím-
andros hefði gert það líka og sáum að með
þeirri einföldu tilgátu má sjá fullt vit í því
hvemig hans eigin kenning verður til á rúst-
um hinnar. Og eins má kannski hafa stuðn-
ing af brotum Herakleitosar um afstæði og
algildi — þau eru dálítið fyllri en allt sem
við vitum um Mfletosmenn — við að reyna
að átta sig á hvað Anaxímandros hefði get-
að hugsað um upp og niður. Það má jafnvel
hafa stuðning af eindakenningu Demókrít-
osar, til dæmis þeirri kenningu hans að
fmmeindimar hafí enga annarlega eigin-
leika eins og lit eða lykt heldur aðeins fmm-
lega eiginleika eins og lögun og hraða, í því
skyni að átta sig á ómæliskenningu Anaxí-
mandrosar.24 Með þessu á ég auðvitað ekki
við að við eigum að reyna að eigna elztu
heimspekingunum sem mest af því sem
yngra er, heldur einungis að við höfum
hinar yngri og fyllri heimildir til leiðsagnar
í getgátum okkar um hvemig til dæmis
Mfletosmenn hefðu getað hugsað það sem
þeir em taldir hafa sagt.
Platón er ásamt Aristótelesi fyllsta heim-
ild sem við höfum um foma heimspeki þó
svo að hann hirði næstum aldrei um að
fræða okkur um hana sérstaklega — þessi
sagði þetta og hinn sagði hitt — eins og
Aristóteles gerir jafnt og þétt. Stundum er
deginum ljósara að Platón er að segja frá
gamalli kenningu án þess hann láti nokkurs
höfundar getið, hvað þá heimildar. Þannig
virðist Faídón eftir Platón vera barmafullur
af stefjum úr heimspeki fmmherjanna: til
dæmis úr Pýþagórasarfræðum, án þess að
Pýþagóras sé nefndur á nafn, eða þá úr
Anaxagórasi sem er endursagður þar með
nafni og gagnrýndur í alllöngu máli. Og þar
er Sókrates látinn lýsa sinni eigin kenningu
um jörðina og stöðu hennar með þessum
orðum:
ég tel, að sé jörðin hnöttur í miðju himn-
anna, þurfi hún hvorki loft né neina sam-
bærilega stoð til að verjast falli. Hún þarf
þess eins við, að himnamir séu sömu lög-
unar til allra átta og hún sjálf í jafnvægi. Því
hlutur í jafnvægi í miðjum einslaga geymi
getur með engu móti hneigzt meira til einn-
ar áttar fremur en annarrar; hann mun hald-
25
ast í kyrrstöðu og hallast hvergi.
Þetta er auðvitað ekkert annað en hin gamla
82
TMM 1991:4