Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 94
Antti Tuuri
Heimsóknin
i
Maturinn átti að vera til um tólfleytið. Ladogin kom með borgarstjór-
anum, þeir höfðu rúntað um á borgarstjórabílnum. Við heilsuðumst.
Ladogin hafði túlk með sér, háa konu og grannvaxna sem Malmberg
hafði hitt í Moskvu. Þegar Malmberg frétti hvaða túlkur væri með
Ladogin, sagði hann okkur að þetta væri viðkunnanleg kona og snjöll að
þýða. í Moskvu höfðu þeir stundum fengið túlka sem voru rétt færir um
að þýða samtöl íshokkíleikara og allt fór í baklás þegar útskýra átti
viðskiptin sem fundað var um.Malmberg hélt því fram, að um leið og
túlkur í Moskvu opnaði munninn, mætti finna hvort samningamenn
nágrannans legðu nokkuð upp úr viðræðunum, nema því aðeins að
túlkurinn væri finnskur. Malmberg sagði þetta einnig núna, túlkurinn
þýddi það fyrir Ladogin, sem starði á Malmberg en stökk ekki bros.
Ég spurði hvaða drykk Ladogin vildi fyrir matinn. Ég sá að hann hafði
þörf fyrir einn gráan; hann hafði verið með borgarfulltrúunum um skeið.
Ladogin skildi spuminguna óþýdda, sagði: — Viskí, sóda. Síðan fór hann
að útskýra eitthvað fyrir túlknum og túlkurinn þýddi.
— Félagi Ladogin er þeirrar skoðunar að mörg finnsk fyrirtæki
ímyndi sér, að enn í dag geti þau selt gamalt dót og úrelt tæki til
Sovétríkjanna. Losnað þangað við allt, sem aðrir geta ekki notað.
Við kinkuðum allir kolli við þessa yfirlýsingu. Þjónn kom inn og bar
í okkur drykki. Ladogin þreif glas, lyfti því þegjandi í augnhæð, hneigði
sig stutt til okkar og drakk vænan sopa. Við drukkum líka. Ég hafði pantað
máltíðina fyrir fram og yfirþjónninn kom til að spyrja hvort bera mætti
fram forréttinn. Ég játti því, við settumst.
92
TMM 1991:4