Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 113
Gnitaheiði, Mér dvaldist of lengi, ádeiluljóð (175), jafnvel þótt það orð sé þarmeð skilgreint upp á nýtt. Yfirleitt hefði Páll mátt gera frekari skil ekki aðeins samfellunni heldur því sem á milli ber og fylgir nýjum yrkisefnum á síðari hluta skáldskaparferils Snorra Hjartarsonar. Efni og form Bók Páls Valssonar skiptist í fjóra meginkafla. Fyrsti kafli fjallar um æskuverk Snorra, einkum skáldsöguna H0it flyver ravnen sem reynist bera í sér ýmsar hugmyndir og einkenni sem síðar birtast fullmótuð í ljóðunum. Þá er í af- mörkuðum köflum fjallað um þróun forms, þró- un myndmáls og stíls og hugmyndalega þætti og jafnan fikrar höfundur sig frá einni bók Snorra til annarrar. Þannig eru /orwtilraunir hans raktar í átt til meiri hnitunar og miðleitni, fárra, drátthreinna mynda sem nái fullkomnun með Laufi og stjörnum. Niðurstaða höfundar er sú að með þeirri bók virðist sem Snorri Hjartarson hafí fundið sér form sem rúmaði flesta kosti hans sem ljóð- skálds, og mikilvæg leit hans og tilraunir með form höfðu beinst að. (54) Af sjálfu leiðir að þróun myndmáls og stíls hlýtur að vera samstfga slíkri þróun í bragarhátt- um og byggingu, enda er ekki laust við endur- tekningar og skaranir milli þessara tveggja kafla (fremur en annarra). Myndmálskaflinn hefst annars á prýðilegri umfjöllun um það sem nefnt er „hlutlæg samsvörun tilfinninga", þ.e. nánast hvemig skáldið notar náttúruna til að endurspegla tilfinningalíf ljóðmælanda. I þess- um kafla rekur maður sig hins vegar á óná- kvæma hugtakanotkun. Hugtakið hluti í stað heildar (pars pro toto) hefur ákveðna merkingu í stílfræði og bókmenntarýni. Dæmi slíks eru hvítir vœngir í samnefndu kvæði og vísuorðin: „Þau nálgast seglin blá sem blóm í hlíð“ í Nú greiðist þokan sundur. Páll notar þetta hugtak um það þegar „skáldið beinir á táknrænan hátt sjónum að einhverju tilteknu fyrirbæri, oft „smávinum fögrum““ (66). Til dæmis um þetta nefnir hann síðari hluta ljóðsins Þjófadalir og á þá væntanlega við eftirfarandi upptalningu: þar gárar lindir gola rök og þýð, þar gróa fjólur, murur, klukkublóm við sólrautt grjót í sumargrænni hlíð. Við sama stílbragð kennir hann fuglinn í sonn- ettunni Varþá kallað (71). Almennt virðist höf- undur skilgreina hugtakið þannig að það sé sýn hins stóra í hinu smáa (68), og fer það þá að taka yfir allvítt svið í öllum skáldskap. Aðeins drep- ur höfundur á það stflbragð sem kalla mætti samskynjun (synaesthesi), þ.e.a.s. þegar leikið er á mörg skynsvið samtímis. Forvitnilegt hefði verið að rekja „þróun“ þessa stílbragðs sem birtist víðar en maður heldur, t.d. má greina það í ljóðlínunni sem myndar heiti bókarinnar. Höf- undur tilfærir aðeins hið alkunna dæmi: „Ég teyga hljómdýrð þína þyrstum augum“ (67). Orðrétt tilvitnun í Hannes Pétursson á eftir er hálfklaufaleg, því orð hans (um Jónas) eru ekk- ert annað en endurómur af þessari ljóðlínu Snorra. Höfundur fylgir eftir athugun Sverris Hólm- arssonar á Kvœðum með því að telja litarorð í síðari bókum Snorra, og er gott svo langt sem það nær. Þar saknar maður þó frekari úttektar. Hvemig blandar Snorri litum saman á mismun- andi tímaskeiðum? Má greina eitthvert mynstur í því hvemig hann notar litarorð í óeiginlegri merkingu, o.s.frv. Aldrei hefur verið gerð nein heildarúttekt á orðasamsetningum Snorra og Páll Valsson lætur nægja að nefna nokkur dæmi um þær (85). Sama er að segja þegarrætt er um „þau smekklegu blæbrigði tungunnar sem Snorri leikur svo fimlega á og telja verður að- alsmerki ljóðstíls hans“. Þar er enga umfjöllun að finna heldur aðeins tilnefnd strjál dæmi, af alls konar tagi: myndhverfingar (tumklukkur kurla líf okkar, fuglar hranna loftið stefjum), samsetningar (hrotgjörn sprek, angrátt hjarta), orð sem geta ekki talist sérlega sjaldgæf, en vel valin í samhengi sínu (les saman sprek, hemað TMM 1991:4 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.