Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haldi verðlag áfram að lækka er ekki hægt að útiloka að tímabundið skapist ástand verðhjöðnunar á Ís- landi. Slíkt gæti haft jákvæðar og neikvæðar afleiðingar. Verðbólga mælist nú aðeins 0,8% en var til sam- anburðar 4,2% í desember í fyrra. Með verðhjöðnun er átt við ástand sem skapast þegar verð á vörum fer lækkandi og árleg verðbólga er und- ir 0% á ári. Verðbólgan nú er ekki langt frá því marki. Sveinn Agnarsson, dósent í við- skiptafræði við Háskóla Íslands, segir verðhjöðnun geta haft tvenns konar neikvæðar afleiðingar. „Í fyrsta lagi er hætta á því að fjárfestar og neytendur haldi að sér höndum vegna þess að hlutir verða ódýrari á morgun. Það er ekki æski- legt og getur leitt til þess að fyrir- tæki sem ætla að framleiða vöru eru hikandi vegna þess að verðlag er fall- andi. Það getur haft töluverð áhrif á umsvif í hagkerfinu og komið niður á hagvexti. Það getur farið af stað víta- hringur, þegar verðlækkun leiðir til þess að minna er framleitt, með þeim afleiðingum að það myndast pressa á að lækka laun. Þegar laun lækka minnkar eftirspurn enn frekar. Það getur komið niður á atvinnustiginu. Fyrir vikið lækkar verð enn frekar. Lánin hækka í verðhjöðnun Í öðru lagi hækka til dæmis raun- vextir af verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum ef verðlag fer lækk- andi. Raunvirði lána getur þannig hækkað í verðhjöðnun,“ segir Sveinn og nefnir fleiri dæmi um áhrif verð- hjöðnunar. „Ef verðlag lækkar og laun haldast óbreytt þýðir það meiri kaupmátt. Verðtryggð lán lækka þá frekar en hitt, enda vega verðbæt- urnar þungt.“ Sveinn á ekki von á því að hverf- andi lítil verðbólga um þessar mund- ir muni hafa neikvæð áhrif á hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi 2015. „Þetta tekur tíma og gerist ekki einn, tveir og þrír. Ég held að í okkar umhverfi á Íslandi þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af verðhjöðnun.“ Regína Bjarnadóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Arion banka, segir að nú sé verðhjöðnun ef húsnæðisliðurinn í vísitölu neyslu- verðs er undanskilinn. Spurð hvort greiningardeildin geri ráð fyrir því að verðbólgan fari undir núllið á fyrstu mánuðum næsta árs segir Regína að svo sé ekki. „Við gerum ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mjög lítil á næsta ársfjórð- ungi, eða um og undir 1%.“ Regína segir aðspurð að það muni vega á móti ýmsum verðlækkunum um áramótin að virðisaukaskattur á matvæli hækkar úr 7% í 11% og að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka. „Það hefur mjög lítið verið byggt af húsnæði á höfuðborgar- svæðinu og eftirspurnin er alltaf að vaxa. Það er enn eftirspurnarþrýst- ingur á markaðnum.“ Regína segir það jákvætt að kaup- máttur aukist í svo lágri verðbólgu sem sé jákvætt fyrir hagkerfið. Það ásamt leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána geti stutt við vöxt einka- neyslu. Minnkar líkur á vanskilum Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að lítil verð- bólga síðustu mánuði geti haft þau áhrif að það dragi úr nýjum vanskil- um hjá sjóðnum. Þ.e. minnki líkurn- ar á að það verði ný vanskil. Hann segir litla verðbólgu líka hafa jákvæð áhrif á efnahagsreikning sjóðsins, með því að draga úr misvægi milli verðtryggðra eigna og skulda. „Þetta hefur styrkjandi áhrif á af- komuna. Sjóðurinn er með meira af verðtryggðum skuldbindingum en verðtryggðum eignum. Það hefur því jákvæð áhrif að það sé lítil verð- bólga. Ef verðbólgan er mikil vaxa skuldirnar lítillega umfram eignir. Lágt verðbólgustig hefur að jafnaði þau jákvæðu áhrif að hífa upp vaxta- mun sjóðsins,“ segir Sigurður sem kvaðst ekki hafa tölur við höndina um ávinning ÍLS vegna þessa. Verðþróun nálgast verðhjöðnun  Verðbólgan er 0,8% og á mörkum verðhjöðnunar  Dósent segir verðhjöðnun hafa kosti og galla  Forstöðumaður greiningar Arion banka segir að nú væri verðhjöðnun án húsnæðisliðar í vísitölu Morgunblaðið/Ómar Gámar í Sundahöfn Verðlag á Íslandi er á niðurleið. Íbúðalánasjóður hagnast á því að verðbólga er lítil. Hluti eigna Íbúðalána- sjóðs er óverðtryggður » Með vaxtamun er vísað til vaxtatekna umfram vaxtagjöld. » Hluti af lausafjáreignum ÍLS er óverðtryggður. » Ef verðbólga er há mun að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra ÍLS, að jafnaði ekki nást góð ávöxtun af óverð- tryggðum eignum. » Ávöxtun af óverðtryggðum eignum er því nú hagstæð mið- að við fjármögnunarkostnað. Vilhjálmur Egilsson, rektor Há- skólans á Bifröst og doktor í hag- fræði, telur að hagvöxtur muni mælast umtalsvert meiri þegar árið er gert upp en á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísar hann þar til þess að Hagstofan áætlaði að hagvöxtur á tímabilinu frá 1. jan- úar til 30. september hefði að- eins verið 0,5%. „Ég held að þegar árið í heild verður skoðað muni koma meira upp úr kössunum en Hagstofan áætlar núna. Ég held að hagvöxt- urinn verði yfir 3%. Ef horft er á verðlagstölur og tekjutölur, launavísitöluna, gengur þetta ekki upp,“ segir hann. Vilhjálmur segir þetta tímabil lágrar verðbólgu minna dálítið á tímabilið þegar gengi krónu var stöðugt eftir þjóðarsáttarsamn- ingana 1990. Tekjuaukningin sé nú hins vegar meiri en þá. Vilhjálmur vísar hér meðal ann- ars til þess að í september 1992 fór verðbólga í 2,5% og var hún undir því marki fram í mars 1993. Telur hagvöxtinn vanmetinn DOKTOR Í HAGFRÆÐI BENDIR Á LAUNAVÍSITÖLU „Við erum búin að ryðja allar helstu leiðir. Það er líka góð spá um jólin þannig að við teljum ástandið nokkuð gott. Við erum hins vegar með hliðarstíga sem enn eru óruddir en það gerir ekkert til því fólk hefur nú gott af því að ganga aðeins,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Fannfergið hefur víða áhrif og svo er einnig hjá kirkjugörðum. Þótt Þórsteinn gæti eins verið að tala um ástand vega í Reykjavík þá er hann að ræða um kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins. Þúsundir bíla munu streyma í kirkjugarðana um jól- in og tugir þúsunda gesta. Segir Þórsteinn að þol- inmæði verði að vera í farteskinu. „Áður en komið er í kirkjugarðana er gott að huga að nokkrum grunn- atriðum. Það er til dæmis hentugt að vera með litla skóflu með sér ef þarf að hreinsa af leiðum. Einnig er gott að hafa skreytingar sem vistvænastar því það munar miklu þegar þeim er fargað. Einnig þarf að vera vænn skammtur af þolinmæði því hingað koma þús- undir bíla og enn meira af fólki.“ Þórsteinn bendir á að Íslendingar séu duglegir að vitja leiða og þegar erlendir kollegar hans koma í heimsókn fallast þeim oft hendur yfir hversu mikil um- ferð sé um garðana. „Skylduræknin að heimsækja þá sem eru farnir er mikil meðal Íslendinga yfir hátíð- arnar.“ Morgunblaðið/Eggert Við leiði Skófla, vistvænar skreytingar og þolinmæði er lykillinn að góðri stund við leiði látinna ástvina. Illfært í hliðargötum kirkjugarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.