Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Mannréttindaskrifstofa Reykja-víkurborgar er silkihúfa sem fáir vita út á hvað gengur, þótt nafnið sé hátignarlegt. S.þ. höfðu fjölmenna mannréttindanefnd. Formaður hennar var um skeið sér- stakur fulltrúi Gaddafís einræðis- seggs. Einhverjum hefur þótt húmor í því. Sú nefnd úr- skurðaði íslenskan sjávarútveg eitt sinn mannréttindabrjót. Hér heima þótti góðkunningum bloggheima það vera mikil tímamót! Borg- arskrifstofunni tókst nýlega að vekja athygli á sér með því að agnúast út í þá sem eru veikir fyr- ir Kristi, ekki síst á aðventu. Páll Vilhjálmsson segir útvalda hópa njóta velþóknunar vinstrimeiri- hlutans í Reykjavík og séu van- trúarfólk, heiðnir og múslímar meðal þeirra sem fá gæðastimpil Dags og félaga:    Allur almenningur sem erhlynntur þjóðkirkjunni og ot- ar sér ekki fram með sérvisku, sér- hneigðir eða sértrú er fyrst og fremst hugsaður sem skattstofn vinstrimanna til að mylja undir þá útvöldu.    Helsta bakland vinstriflokkannaeru sérhópar af ýmsum sort- um. Það sameinar þessa hópa að vera á jaðrinum annars vegar og hins vegar að agnúast út í hvers- dagslega fólkið sem ekki sker sig úr, sinnir sínu og heldur í gamla siði.    Vinstrimönnum er illa við hefðirog venjur með breiða skír- skotun; hvort heldur þær kristnu eða þjóðlegu.    Þjóðkirkjan sameinar þessaþætti og verður þar með sér- stakur skotspónn vinstrimanna.“ Páll Vilhjálmsson Skrifstofa í verkefnaþröng STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 snjókoma Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 1 skýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló -2 þoka Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Helsinki -2 snjóél Lúxemborg 6 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 7 alskýjað London 12 skýjað París 8 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 10 skúrir Vín 9 skýjað Moskva -1 skýjað Algarve 17 skýjað Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 7 heiðskírt Winnipeg 0 snjókoma Montreal -7 snjókoma New York 3 alskýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 „American Bar verður opnaður í byrjun febrúar,“ segir Hermann Svendsen, annar af eigendum nýs staðar sem rísa mun í Austurstræt- inu þar sem áður var barinn Thor- valdsen. „Þemað er náttúrulega Ameríka og við munum keyra stað- inn á hamborgurum, rifjum og kjúklingavængjum. Þarna verður síðan að finna amerískt popp og rokk. Við verðum með sjónvörp á staðnum og leggjum áherslu á NFL-deildina, UFC og fleira í þeim dúr. Svo verður þetta bar á kvöldin þar sem við leggjum mikla áherslu á góða kokteila og gott úrval af vis- kíi,“ segir hann en þess má geta að eigendurnir fóru innblástursferð til Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Kristinn Amerískur blær í Aust- urstrætinu Flestar tegundir jólabjórs voru bún- ar eða við það að klárast í verslunum ÁTVR í gærkvöldi. „Þetta er allt að klárast. Oft er þetta búið vikuna fyrir jól en eins og er þá eru örfáar tegundir eft- ir og lítið eftir af sumum þeirra,“ segir Ólafur Björn Ásgeirsson, starfs- maður ÁTVR í Skeifunni. Upp- haflega voru 30 tegundir jólabjórs í boði í ríkinu. Hann býst við að það sem eftir er klárist í dag. „Það er eiginlega bara eftir jóla- bjór frá Viking, Tuborg, Kalda og Steðja,“ segir Einar. Hann segir að fyrir vikið hafi viðskiptavinir snúið sér að öðrum bjórtegundum. „Fólk er á síðasta snúningi og við búumst við því að það verði nóg að gera á morgun [í dag] enda verður opið til tíu,“ segir Ólafur Björn. vidar@mbl.is Jólabjórinn við það að klárast í verslunum ÁTVR Jólabjór Lítið er eftir af jólabjór. Allar starfsstöðvar ríkisskattstjóra verða opnar um jól og áramót sem hér segir: 23. desember er opið frá kl. 9:30-12:00* *sími leiðréttingarinnar 442 1900 er opinn til kl.15:30 Aðfangadagur 24. desember - LOKAÐ 29. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 30. desember er opið frá kl. 9:30 -15:30 Gamlársdagur 31. desember - LOKAÐ 2. janúar er opið frá kl. 9:30-15:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.