Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 BAKSVIÐ Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það hefur verið talað um að fyr- irlestur Bríetar hafi verið upphafið að kvenréttindabaráttu á Íslandi,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, framkvæmdastjóri afmæl- isnefndar 100 ára afmælis kosn- ingaréttar kvenna. Þriðjudaginn 30. desember verður fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „fyrir- lestur um hagi og réttindi kvenna“, leiklesinn í Iðnó. Bríet flutti fyr- irlesturinn hinn 30. desember árið 1887 í Góðtemplarahúsinu og var það fyrsti opinberi fyrirlestur konu á Íslandi. Leiklesturinn markar jafnframt upphafið að afmælisári kosningaréttar og kjörgengis kvenna til Alþingis en ýmsir við- burðir verða haldnir af því tilefni árið 2015. „Það voru mikil hátíðahöld, þar á meðal á Austurvelli, þegar konur fengu þennan rétt þrátt fyrir að hann hafi nú verið takmarkaður. Þann dag var íslenska fánanum líka í fyrsta skiptið flaggað op- inberlega. Það voru ungar stúlkur sem voru að fagna kosningarétt- inum sem báru íslenska fánann. Það má því segja að þetta sé líka hundrað ára afmælið hans,“ segir Ásta Ragnheiður. Átta leikarar lesa upp Að sögn Ástu kom sú hugmynd upp á milli Auðar Styrkársdóttur, sem er formaður afmælisnefnd- arinnar og forstöðumaður kvenna- sögusafnsins, og Ásdísar Skúla- dóttur, sem leikstýrir leiklestrinum, að það væri kjörið að hefja afmælisárið með þessum hætti. Afmælisnefndin tók heils- hugar undir það. Leiklesturinn ber heitið „… frá vöggunni til grafar- innar settar á kné karlmönnum …“ sem er einmitt tekið úr fyrirlestr- inum. Alls taka átta leikarar þátt í leiklestrinum; Hera Hilmarsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Saga Garð- arsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jór- unn Sigurðardóttir, Sólveig Páls- dóttir og Jakob Þór Einarsson. Þá sér Jóhanna Halldórsdóttir meðal annars um samsöng barna, leik- mynd og búningar eru í höndum Hlínar Gunnarsdóttur, Kristín B. Thors sér um hár og förðun og leikstjóri verksins er eins og áður segir Ásdís Skúladóttir. Skálað fyrir Bríeti „Það þótti mjög djarft af þessari ungu konu að halda þennan fyr- irlestur á sínum tíma og það voru margir sem sögðu að þetta myndi alls ekki heppnast hjá henni. Það sést í bréfum frá þeim tíma að menn héldu að hún myndi ann- aðhvort hiksta eða falla í ómegin,“ segir Ásdís en bætir við að það hafi verið einróma skoðun manna að hún hafi staðið sig prýðilega. „Það voru margir karlmenn í þjóðfélaginu á þessum tíma sem studdu hennar málstað. Þess má einnig geta að Hannes Hafstein ráðherra átti heima í nágrenni við hana og var hann sá eini sem fékk að lesa fyrirlesturinn yfir samdæg- urs. Hannes var svo hrifinn að hann gerði ekki eina einustu at- hugasemd. Þau tvö voru miklir vinir og það er sagt að hún hafi staðið á bak við ýmsar af hans til- lögum varðandi kvenfrelsis- og mannréttindamál,“ segir hún. „Þess má einnig geta að það vildi svo til að 30. desember árið 1887 var landshöfðinginn með nýársveislu eins og kallað var. Þar var að sjálfsögðu skálað fyrir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur,“ segir Ásdís að lokum og samþykkir það sposk að skál Bríetar verði einnig drukkin 30. desember árið 2014. Skál Bríetar drukkin í annað sinn  Fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur „um hagi og réttindi kvenna“ verður leiklesinn 30. desem- ber næstkomandi  Markar jafnframt upphaf að afmælisári kosningaréttar og kjörgengis kvenna Morgunblaðið/Þórður Mæt Bríet var kosin bæjarfulltrúi í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908 og bauð sig fram til Alþingis fyrst kvenna. Hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928. Leiklestur Átta einstaklingar munu skipta með sér leiklestri í Iðnó á fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún flutti í Góðtemplarahúsinu 30. desember árið 1887. Ásdís Skúladóttir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist 27. september 1856 á Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, dóttir Kolfinnu Snæbjörnsdóttur og Sæmundar Bjarnhéðinssonar. Nokkrum árum síðar fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni að Böðvars- hólum í Vesturhópi og ólst þar upp elst fjögurra systkina sem upp komust. „Jón Ólafsson ritstjóri leiddi Bríeti upp á sviðið áður en hún hóf fyrirlesturinn. Bríet hefur sagt það sjálf að hún hafi verið afskaplega feimin og stressuð þar til Jón skildi hana eina eftir uppi á svið- inu. Þegar hún sá að allt væri undir henni komið þá fann hún styrk sinn eins og stórmenni gera og sló í gegn. Öll blöðin á þessum tíma voru sammála um það að hún hefði staðið sig glæsilega með erf- itt viðfangsefni fyrir höndum sem ekki allir voru hrifnir af,“ segir Ás- dís Skúladóttir sem leikstýrir við- burðinum. „Margt af því sem Bríet taldi til meginatriða í fyrirlestrinum er enn til umræðu í dag. Þar má nefna launamisréttið. Bríet var sjálf kennari á sínum tíma á Norður- landi og henni var boðið upp á helmingi lægri laun en karlkyns kennaranum sem var á undan henni auk þess sem hún þurfti einnig að hjálpa til við heimalestur barnanna og taka þátt í heimilis- störfum. Þess má einnig geta að Matthías Jochumsson var við- staddur fyrirlestur Bríetar og var afskaplega hrifnn af honum,“ seg- ir hún. Bríet var kosin bæjarfulltrúi í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908 og bauð sig fram til Alþingis fyrst kvenna. Hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928. Hún var fyrsta nafngreinda konan á frímerki á Ís- landi árið 1978. Hún fann styrk sinn eins og stórmenni gera og sló í gegn BAUÐ SIG FRAM TIL ALÞINGIS FYRST KVENNA Heiður Bríet hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.