Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Gjafakort Argentínu steikhúss fyrir starfsfólkið eða ástvinina JÓLAGJÖF sem bragð er afBarónsstíg 11 101 Reykjavík Upplýsingar á argentina.is eða í síma 551 9555 Auglýst er eftir umsóknum í Veiðikortasjóð Umsóknum skal skilað til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir 19. janúar 2015. Sjá nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, www.uar.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í endurheimt votlendis í aust- anverðum Úlfarsárdal. Það verði gert með því að moka ofan í fram- ræsluskurði. „Þessi aðgerð hefur fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Á Íslandi hafa verið grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum og er verulegur hluti þessa lands ekki nýttur. Þetta inngrip hef- ur víðtæk áhrif og er þetta verkefni því aðkallandi umhverfismál. Hugmyndin ekki ný Einnig er lagt til að unnið verði að kortlagningu á öðrum svæðum í eigu borgarinnar með það fyrir augum að þróa þetta verkefni áfram,“ segir í greinargerð ráðsins sem var lögð fram á fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs 17. desember sl. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu umhverf- isgæða hjá borginni, sagði málið vera á byrjunarstigi þótt hugmyndin væri ekki ný. Endurheimt votlendis á þessu svæði kemur m.a. fram í að- alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í fyrra. Það er einnig mikilvæg aðgerð í loftslags- stefnu borgarinnar og eins í nýrri stefnu um líffræðilega fjölbreytni sem er í vinnslu um þessar mundir. Mikið náttúruverndargildi felst í endurheimt votlendis. Nú er undirbúningur að hefjast og átti Snorri von á að málið yrði skoðað vandlega strax eftir áramótin. Síðan þarf að skoða svæðið sjálft þegar hlánar og athuga aðstæður, gróður og fleira. „Þetta er stórt svæði í Úlfars- árdal. Það er að miklu leyti borg- arland og því ýmsir möguleikar í boði,“ sagði Snorri. Svæðið sem er til skoðunar er að mestu nokkuð langt austan við skipulagt byggingarsvæði í Úlfarsárdal. Það er upp með Úlf- arsá og innan við skógræktarreit í dalnum. Landið var framræst á sín- um tíma og nýtt til landbúnaðar. Gömlu túnin liggja meðfram ánni og voru grafnir þar töluvert margir skurðir. Skoða þarf vandlega hvern- ig best verður að standa að end- urheimt votlendisins. „Úlfarsárdalur er stærsta og ef til vill áhugaverðasta svæðið í borginni til að endurheimta votlendi. Þarna er heilmikið tækifæri. Það stendur ekki til að gera neitt annað við þetta svæði enda er það að hluta til innan hverfisverndarsvæðis samkvæmt að- alskipulagi,“ sagði Snorri. Hvað varðar kortlagningu á öðrum svæð- um innan borgarlandsins með end- urheimt votlendis í huga sagði Snorri að eftir væri að vinna þá vinnu. Fljótt á litið væru ekki mjög mörg svæði sem kæmu til greina. Hann nefndi t.d. að mögulega gætu slík svæði verið á Kjalarnesi og á Álfsnesi, en eftir væri að skoða það betur. Líklega verður því Úlfars- árdalur fyrstur á dagskrá. Votlendi verði endur- heimt í Úlfarsárdal Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsárdalur Votlendið sem á að endurheimta er í austanverðum Úlfarsárdal og innan við skógræktarreit.  Tillögur komnar frá umhverfis- og skipulagsráði Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Samkvæmt tölum frá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa rúmlega tvö þúsund félagsmenn misst starf sitt frá byrjun árs 2008. Það jafngildir um þriðjungi fé- lagsmanna sam- takanna í dag, sem eru um 6.000 talsins. Friðbert Traustason, for- maður samtak- anna, segir að útibúum banka hafi fækkað úr 150 í um það bil 90. „Það var náttúrlega búið að byggja mikið upp á árunum 2004- 2008 og þá var miklu meira um að vera á fjármálamörkuðum. Svo á þessum tíma töldu menn rétt að þjónusta alla landsbyggðina líka, þannig að hér á landi voru um 150 útibú og afgreiðslustöðvar. En núna eru þær um 90 talsins. Mjög stór hópur missti vinnuna meðal annars vegna þess,“ segir Friðbert. Þá útskýrir hann nánar hverjir komu verst út meðal félagsmanna. „Það má segja að þetta hafi verið tveir hópar sem hafi orðið verst úti. Þetta voru mikið menntaðir sérfræð- ingar á sviði fjármála, lögfræði og áhættustýringar, auk verkfræðinga og stærðfræðinga. Síðan voru þetta almennir starfsmenn sem voru í þjónustuhlutverkum í útibúum.“ Lækkuðu um 20-40% í launum „Ljóst er að fyrst eftir hrun voru kjörin verulega keyrð niður. Ég kannast ekki við neina bónusa eða eitthvað slíkt sem er verið að tala um í fjölmiðlun. Þeir eru ekki hjá al- mennum starfsmönnum bankanna. Ég hef heyrt að þeir séu hjá ein- hverjum yfirmannahópi í Arion banka og Íslandsbanka. Mjög al- gengt var að góðir sérfræðingar væru lækkaðir um 20-40% í launum. Þetta hefur aðeins skánað. Núna er aftur orðin þó nokkur samkeppni um sérfræðinga,“ segir Friðbert. Hann kveðst bjartsýnn á að betri tímar séu framundan, en gjaldeyr- ishöftin eru heftandi að hans mati. „Gjaldeyrishöftin eru mikið heftandi á þessum markaði vegna lítilla möguleika á fjárfestingum. Bank- arnir voru mikið að þjónusta fyrir fjárfestingar erlendis, bæði fyrir ein- staklinga sem og lítil og stór fyrir- tæki. Það kemur aftur þegar gjald- eyrishöftunum verður aflétt.“ Fækkun um tvö þúsund eftir hrun  Mikil fækkun starfsmanna fjármála- fyrirtækja  Útibúum fækkað um 50 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bankar Starfsmenn SPRON á Skólavörðustíg á útleið 2009. Friðbert Traustason Starfsmaður og viðskiptavinur herrafataverslunarinnar Karl- manna á Laugavegi hlupu uppi þjóf sem stal buxum úr versluninni í fyrradag. Þeir höfðu hönd í hári hans á Hótel Klöpp þar sem hann hafði meðal annars svikið út veit- ingar síðustu daga. „Það var full búð. Hann var að skoða buxur, skellti einum inn á sig og rauk út,“ segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi verslunarinnar. Maðurinn játaði brot sitt við yfirheyrslu hjá lög- reglu í fyrradag. Honum var sleppt í kjölfarið og má eiga von á ákæru vegna búðarhnupls. Samkvæmt upplýsingum Hótels Klappar hafði maðurinn komið reglulega á hótelið síðustu daga og fengið sér kaffi. Hafði hann jafnvel spjallað við starfsfólk sem taldi hann vera gest þar. „Ég vil bara vara fólk við. Nú er hann kominn aftur á götuna og fer ábyggilega í sama leikinn aftur í jólatraffík- inni,“ sagði Sigurþór við mbl.is. Hlupu uppi þjóf og svikahrapp sem hafði stolið buxum í herrafataverslun í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Laugavegur Maðurinn var gripinn við búð- arhnupl í herrafataverslun á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.