Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 33
hæðir, mynduðu randbyggð með- fram götum með inngörðum. Víða var byggt mjög þétt þannig að garðrýmið var lítið og birta því takmörkuð í mörgum íbúðum. Þótt þetta húsnæði væri nokkuð betra en verkafólkið hafði búið við innan borgarmúranna var það iðulega ekki með hreinlætisaðstöðu eins og vatnssalerni og baði inni í íbúð- unum. Kamrar voru enn í mörgum inngörðum fram yfir miðja 20. öld. Þar sem byggðin var þéttust mynduðust smám saman fátækra- hverfi þegar verkafólk og iðn- aðarmenn tóku að flytja í ný út- hverfi á fyrri hluta 20. aldar og inn fluttu innflytjendur, fátæklingar og námsmenn. Samtök lækna höfðu mikinn áhuga á betra og heilnæmara hús- næði fyrir alþýðu eftir kólerufar- aldurinn 1853. Þau fengu arkitekt- inn Bindesböll til að skipuleggja og teikna tveggja hæða raðhúsahverfi, Brumleby, í Austurbrúarhverfinu. Þetta hverfi hefur alltaf verið vin- sælt og fyrirmynd margra raðhúsa- hverfa í Danmörku og víðar. Hverf- ið var friðað 1959 og endurnýjað 1996. Frá því um 1870 fram að fyrri heimsstyrjöld óx íbúafjöldi Kaup- mannahafnar gríðarlega. Árið 1870 voru borgarbúar um 230 þúsund en um 1916 voru Kaupmannhafn- arbúar hálf milljón. Við vélvæðingu landbúnaðarins á þessu tímabili var ekki lengur þörf fyrir eins margt starfsfólk við landbúnaðarstörf og áður en aftur á móti þurfti sífellt fleira fólk til að vinna við nýju verksmiðjurnar. Ungt fólk flykktist til Kaup- mannhafnar í leit að vinnu og verk- smiðjuhverfi spruttu upp utan við gömlu borgarbyggðina í Kaup- mannahöfn. Skorsteinar verksmiðj- anna tóku að keppa við kirkjuturna um mótun á yfirbragði borg- arinnar. Hlutur gömlu borgarinnar af heildarfjölda íbúa minnkaði smám saman. Þannig bjó um þriðj- ungur borgarbúa í gömlu borginni um 1910, tæplega 15% 1938 og um 10% síðustu áratugi. Við það að jafna borgarveggi við jörðu og ryðja jarðefnunum í borg- arsíkin umhverfis og til landfyllinga á Brimarhólmi fékkst yfir 100 ha landsvæði umhverfis gömlu borg- arbyggðina. Við blasti fyrsta stóra skipulagsverkefni lýðræðskjörinna borgaryfirvalda. Leitað var er- lendra fyrirmynda um hvernig landið skyldi nýtt, því evrópskar stórborgir eins og Vínarborg og París höfðu um miðja 19. öld geng- ið í gegnum svipað ferli og jafnað út borgarveggina. Helsta fyr- irmynd fyrstu tillagna var Vín- arborg þar sem nýtt glæsilegt hringsvæði með lystigörðum, breið- götum og menningarstofnunum hafði verið skipulagt umhverfis gömlu miðaldaborgina. Arkitektinn Ferdinand Meldahl, sem sá um endalegar teikningar fyrir Marmarakirkjuna í Friðriks- stað og teiknaði Alþingishúsið í Reykjavík, lagði árið 1866 fram skipulagsteikningu fyrir fyll- ingasvæðið umhverfis miðborg Kaupmannahafnar sem farið var eftir í meginatriðum. Stærsti hluti svæðisins var upphaflega lagður undir lystigarða, t.d. grasagarðinn, og nýjar menningarstofnanir svo sem listasafn ríkisins, Glyptotekið, borgarsjúkrahús og nýtt ráðhús skömmu eftir aldamótin 1900. Í ár- anna rás var aukinn hluti svæðisins tekinn undir mannvirki, m.a. hrað- brautir. Þetta skipulag féll vel að hugarheimi hinna efnameiri borg- ara sem bjuggu í nýjum villuhverf- um rétt utan vatnanna og gátu því farið í lystigöngur um garða og heimsótt menningarstofnanir. Á tímabilinu 1870 til 1900 sóttu danskir arkitektar mest til klass- ískra evrópskra fyrirmynda við hönnun stærri bygginga, en þær voru flestar í nýendurreisnarstíl, svo sem Konunglega leikhúsið og Ríkislistasafnið. Undir lok 19. aldar leituðu arkitektar á ný mið, bæði til hefðbundinnar danskrar og nor- rænnar húsagerðar og einnig var „art nouveau“ eða jugendstíllinn vinsæll um aldamótin 1900. Þannig er Palace hótelið við Ráðhústorgið í jugendstíl. Eftir samkeppni 1892 var byggt nýtt ráðhús á fyll- ingasvæðinu þar sem borgarhliðið Vesturport stóð áður. Arkitektinn Martin Nyrop vann samkeppnina og tók hann mið af dönskum hefð- um og eigin stíl við hönnun húss- ins, en það var vígt árið 1905. Þar með fékk Kaupmannahöfn nýtt ráðhústorg og nýjan miðpunkt. Menning Bjarni Reynarsson höfundur bókarinar skrifar m.a. „Umhverfis Friðriksbergskastala sunnan borgarinnar og norðan borgarinnar, þar sem efnaðir borgarar og aðall áttu sumarhús, byggðu nýríkir villur sínar.“ 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Gaurar sem sjá til þess að ekki sjóði upp úr. 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790 Lid Sid (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Sumo eggjabikar 2 í pakkan Kr. 1.950 Karoto gulrótaryddar Til skreytinga - Kr. 1.690 Pönduklukka me› pendúl Mörg dýr, kafbátur, þyrla, robot o.fl. form Kr. 7.490 Salt og pipar uglur - Kr. 1.230 Söngelska eggi› Spilar tónlist og tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það - Kr. 5.500,- Mjólkurkanna Mjólkurkanna með spenum Kr. 3.400 Kr. 3.900 Lasso flöskustandur Linsukrús Kaffikrús sem lítur út eins og linsa Kr. 2.190 Salatáhöld Jumpin Jack‘s - 4 litir - Kr. 2.900 skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is Ugla og Kisa Bókastoðir Kr. 3.600 settið (2 stk.) Hágæða heyrnatól Tvær gerðir. margir litir. Verð frá kr. 9.700,- Urbanears Mr. tea tesía Kr. 1.790 Clip on Led Öflugt lesljós fyrir gleraugu Kr. 1.790 Jólagjöf gr i l lmeistarans Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Kjúklingastandur Hamborgarapressa FULLT VERÐ 5.500 4.500 Þráðlaus kjöthitamælir Ljós á grill Pítsusteinn FULLT VERÐ 8.990 5.99015” FULLT VERÐ 7.990 5.990 Spaði og skeri fylgja FULLT VERÐ 4.490 3.490 Einstökupplifun Stilltu á kjöttegund og steikingu. Mælirinn lætur vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna FULLT VERÐ 4.990 3.990 LED Stillanlegþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.