Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 BÆKUR Við upptök Njálu. Þormóðsbók – AM 162 B ä fol. Njála er frægust Íslendingasagna — fáir myndu nenna að þrátta um það. Hún er líka lengst. Hún hefur tignarstöðu í huga Ís- lendinga og hún er þekkt um allan heim sem einn glæstasti tindur evr- ópskra miðaldabókmennta. Njála er kennileiti – mónúment. En hún á það sammerkt með kennileitum í landslagi, Heklu svo dæmi sé tekið, að hún er ekki eins frá öllum hliðum. Texti hennar er varðveittur á mörgum handritum, sem hvert og eitt hefur sín sérkenni. Þeim má reyna að raða upp í eins konar ættkvíslir, því sum eru skyldari en önnur, en í hverju handriti koma þó fram einstaklings- auðkenni sem greina það frá öðrum. Segja má að öll þessi handrit samanlögð myndi Njálu- textann, sem er býsna marg- breytilegt fjall. Þú, lesandi góður, hefur líkast til einhvern tíma lesið Njálu – kannski oft. Bókin er til á flestum heimilum í einhverri útgáfu og víða lesin í framhaldsskólum. En sú Njála sem mætir almenningi í al- gengum útgáfum er að sumu leyti eins og fótósjoppuð Heklumynd. Út- gefendur textans hafa sjaldnast fylgt texta eins handrits – sýnt eina birtingarmynd Njálu – heldur hafa þeir skeytt textann saman úr ýms- um handritum í samræmi við sitt eigið fegurðarskyn; þeir hafa sýnt okkur Njálu eins og þeim fannst að hún ætti að vera, eða hlyti að hafa verið áður en veðrun tímans svarf af henni tinda, þ.e.a.s. áður en misjafn- lega vandvirkir skrifarar lýttu text- ann með afskriftarvillum eða breyttu á annan hátt til hins verra. Vandinn við þessa nálgun Njálu- textans er að það er ekki alltaf augljóst hvaða breytingar lýta textann og hverjar gera hann betri og sömu- leiðis duga aðferðir handrita- og textafræði ekki alltaf til þess að skera úr um hvaða handrit sé elst né heldur hvort elsta handritið varðveiti endilega upprunalegri texta en önnur. Forsenda allra dóma um þetta er þó rækileg könn- un allra handrita og einnig mætti segja að þegar jafn frægt verk og Njála á í hlut ætti sú könnun ekki að vera einkamál fræðimanna held- ur þyrfti annað áhugafólk að fá að- gang að þeim margbreytilega vitn- isburði um söguna sem handritin geyma. Útgáfur og textar Handrit Njáls sögu eru um 60, þau elstu frá um 1300 en það yngsta frá síðari hluta nítjándu aldar, og til þess að hægt sé að skoða fjallið Njálu í krók og kring þarf að opna leið að texta þeirra allra. En það er ekkert áhlaupaverk og hefur ekki enn verið unnið þótt gerðar hafi verið að því atlögur um það bil einu sinni á öld: Ólafur Ólafsson (Olav- ius) gaf söguna út fyrstur manna ár- ið 1772 og kannaði helstu handrit hennar af því tilefni. Á síðari hluta nítjándu aldar réðust Konráð Gísla- son og samverkamenn hans, Eiríkur Jónsson, Jón Þorkelsson og fleiri, til uppgöngu á fjallið og gáfu söguna út með orðamun úr fjölda handrita. Og á tuttugustu öld rannsakaði Ein- ar Ólafur Sveinsson texta Njálu- handrita til undirbúnings útgáfu sinni í ritröðinni Íslenzk fornrit árið 1954 og gerði grein fyrir athug- unum sínum í tímaritinu Skírni.1 Flestir lesendur sem nú eru á dögum þekkja Njálu annaðhvort í búningi Konráðs eða Einars Ólafs; skólaútgáfa Jóns Böðvarssonar frá 1968 var reist á útgáfu Einars Ólafs en Njála Konráðs var aftur á móti sá texti sem prentaður var í Íslend- ingasagnaútgáfu Svarts á hvítu sem fyrst kom út árið 1985, og síðar í skólaútgáfu Máls og menningar. Út- gáfur Konráðs og Einars Ólafs hafa báðar blandaðan texta: markmið út- gefendanna var að nálgast uppruna- legan texta Njálu, sem talið var að leyndist, ef svo má segja, að baki handritanna. Í lesbrigðaskrám sem fylgja þessum útgáfum geta les- endur fengið nokkra hugmynd um tilbrigði í texta handritanna en sam- anlagður vitnisburður allra handrit- anna liggur ekki enn á lausu og því er erfitt fyrir leika sem lærða að gera sér hugmyndir um það hvernig texti Njálu breyttist og þróaðist í aldanna rás. Til þess að ráða bót á þessu vinnur svolítill hópur fræði- manna að því á Árnastofnununum tveimur, í Reykjavík og í Kaup- mannahöfn, að skrifa upp texta Njáluhandrita, rannsaka þau og bera saman. Í sameiningu vonumst við til þess að geta með tímanum opnað aðgang að texta Njálu á öll- um öldum, en fyrst í stað einbeitum við okkur að elstu handritunum. Allra elst eru Gráskinna (GKS 2870 4to) og Reykjabók (AM 468 4to) en þær eru taldar vera frá því um 1300. Kálfalækjarbók (AM 133 fol.) hefur verið tímasett til fyrri hluta 14. ald- ar en Möðruvallabók (AM 132 fol.) er ef til vill ögn yngri, hún er talin skrifuð á bilinu 1330-70. Ekkert þessara handrita er alveg heilt og til viðbótar þeim eru varðveitt átta styttri brot frá tímabilinu 1300– 1375. Það er munur á Njálu í elstu handritunum; þau geyma til dæmis mismunandi margar vísur, eins og Guðrún Nordal hefur nýlega rakið, og það eru tilbrigði í stíl og orðfæri. 2 1280. Handritin bera með sér að á fyrstu áratugum lífs síns hafi hún fundið sér þrjá eilítið Fræðimenn hafa gert ráð fyrir að Njála hafi orðið til um mismunandi farvegi sem Einar Ólafur Sveinsson nefndi X, Y og Z. Gráskinna er helsti fulltrúi Z og Möðruvallabók er höf- uðhandrit Y-flokksins. Reykjabók og Kálfalækjarbók falla báðar undir X og þó ber texta þessara handrita ýmislegt í milli. Einar Ólafur reisti Njáluútgáfu sína að megni til á Möðruvallabók meðan Konráð hall- aðist að Reykjabók en tók þó margt upp úr öðrum handritum, til dæmis Gráskinnu. Texti Reykjabókar var loks gefinn út af Sveini Yngva Eg- ilssyni fyrir fáeinum árum og mark- aði sú útgáfa nokkur tímamót, því með henni öðlaðist almenningur að- gang að Njálutexta eins og hann er í einu tilteknu miðaldahandriti. Þeg- ar litið er á þessa útgáfusögu má segja að Reykjabók og Möðruvalla- bók séu best þekktu handrit Njálu og við í rannsóknarhópnum ætlum því fyrst um sinn að einbeita okkur að öðrum handritum, þar á meðal að skinnbrotunum, sem í Árnasafni eru varðveitt undir safnmarkinu AM 162 fol. B og síðan auðkennd hvert um sig með grískum bókstaf. Í þess- ari grein verður eitt þeirra í brenni- depli, það sem ber einkennisstafinn ä – delta. Deltabrotið [mynd 1] Deltabrotið er eiginlega fjögur brot úr einu handriti – alls 24 blöð. Á fyrsta brotinu (blöð 1-3) má lesa um húskarlavígin (sbr. kafla 36- 40), á því næsta (blöð 4-8) er fjallað um víg Sigmundar og þjófnaðinn í Kirkjubæ (sbr. 44.-51. kafli). Þriðja brotið (blöð 9–18, sbr. 56.-77. kafli) endar í aðförinni að Gunnari en á hinu fjórða er greint frá viðskiptum Þráins og Njálssona (sbr. 88.–98. kafla). Líkur benda til að eitt brot til viðbótar, það sem auðkennt er með safnmarkinu AM 162 fol. B ß (beta) og er ekki nema eitt blað, sé úr þessari sömu bók. Á því er texti úr fyrsta hluta sögunnar þar sem greint er frá endalokum og eft- irmálum hjónabands Unnar Marð- ardóttur og Hrúts Herjólfssonar (sbr. 7.-9. kafla). Með hliðsjón af þessum fimm brotum má reikna út að þegar bókin var heil hafi Njálu- textinn spannað u.þ.b. 100 blöð, en ómögulegt er að segja til um hvort fleiri sögur hafi verið í handritinu. Það hefur verið allglæsilegt. Blöðin eru um 25x17,5 cm að stærð og text- inn er hafður í tveimur dálkum, sem þótti veglegra. Upphafsstafir eru flúraðir og oftast dregið í þá með rauðu bleki. Þá eru rauðar fyrir- sagnir. Deltabrotið hefur verið talið til elstu handrita Njálu og hefur sú skoðun verið rökstudd með því að benda á stafsetningar- og mál- einkenni. Til dæmis um forn staf- setningareinkenni má taka að skrif- ari ritar oc en ekki ok og notar q í stað k á undan v í orðum eins og kvað, nakkvað, kvángaðr. Einar Ól. Sveinsson benti einnig á að skrifari deltabrotsins notar stundum fornu miðmyndarendinguna -mk (t.d. hræðumk ek) í stað -st (yfirleitt táknað með z í handritum á 14. öld).3 Þetta er þó ekki ótvíræður vitnisburður um mál skrifarans sjálfs (og þar með tímann þegar hann var uppi) vegna þess að mið- myndarendinguna -mk notar hann aðallega þar sem er bein ræða í textanum og í handritinu er líka finna dæmi um nýju endinguna. Það er því varla líklegt að skrifarinn hafi sjálfur notað endinguna -mk í dag- legu tali sínu. Önnur rök fyrir aldri deltabrotsins fást með samanburði rithanda en fræðimenn hafa skipað brotinu í hóp handrita sem eru lík- ast til skrifuð í sama umhverfi, þ.e. hugsanlega í sömu ritstofu. 4 Þau handrit hafa öll verið tímasett til upphafs 14. aldar og geyma flest texta af trúarlegu tagi (Barlaams sögu og Jósafats, Jóns sögu helga, Ágústínus sögu, Þorláks sögu helga, auk Heimskringlu og Kristinréttar Árna biskups Þorlákssonar). Sé það rétt að Njála hafi fyrst verið færð í letur um 1280 stendur deltabrotið upptökum hennar óneitanlega nærri. Það tilheyrir kvíslinni sem einnig gat af sér Reykjabók og Kálfalækjarbók (X-flokki) og texta þessara handrita ber því mjög víða saman. Samt má finna í deltabrot- inu, burtséð frá les- eða ritvillum, leshætti sem hvergi er að finna í hinum handritunum. Við upptök Njálu Nýverið kom út greinasafnið Góssið hans Árna þar sem fjallað er um valin íslensk handrit sem ljúka upp heillandi heimi minninga um menningu og sögu Ís- lands frá miðöldum til 19. aldar. Hér er gripið niður í greinina Við upphaf Njálu, eftir þau Svanhildi Ósk- arsdóttur og Ludger Zeevaert. Jóhanna Katrín Friðriksdóttir ritstýrir og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út. Saga Síða úr handriti í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar. Neðarlega í fyrra dálki má sjá upphafsstaf og kaflafyrirsögn með rauðu bleki: Víg Sigmundar. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 36 39 Demants skart -falleg jólagjöf jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.