Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2014 Þessar innhverfu fiðluhugleiðingar Unu búa nefnilega yfir vand- skilgreinanlegum og nærri dáleið- andi töframætti sem fáir myndu vænta frá ósérmenntuðu tónskáldi er fæst mest við að leika nótur eftir aðra. Kannski ber þó til öryggis að viðhafa sígilda fyrirvarann um ,já- kvæða blekkingu‘ afburða spila- mennsku, því mótun, tækni og inntónun eru undantekningalaust í innblásnum sérflokki – og ekki dregur heldur úr dáfalleg akústík Ísafjarðarkirkju. Framsækin fornöld Kammersinfónía bbbmn Verk eftir Áskel Másson. Elja fyrir kammersveit (10:05), Ymni f. flautu, klarínett, píanó, háa söng- rödd, fiðlu, selló og kontrabassa (13:15), Maes Howe, konsert f. túbu og kammersveit (22:41) og Kamm- ersinfónía (22:41). Jens Bjørn- Larsen túba, Guðrún Ólafsdóttir sópran og CAPUT sveitin. Stjórn- andi: Joel Sachs. Upptökur fóru fram í Salnum, Kópavogi í júní 2005. Naxos, 2014. 60:59 mín. Áskell Más- son (f. 1953) hóf feril sinn sem hús- kompónisti Ís- lenzka dans- flokksins snemma á 8. áratug og er að mestu leyti sjálf- menntaður. Slíkt er þó fráleitt ný- lunda og á við fjölda tónskálda fyrr og síðar. Enda hafa margir er vit á hafa, þ.á m. Bartók, efazt um að kenna megi tónsmíðafagið sem slíkt, nema þá í hæsta lagi hlið- argreinar eins og útsetningar og orkestrun. Frumsköpun kemur að innan! Málið snýst s.s. um að vera ið- inn við kolann, og varla er hægt að væna Áskel um annað. Hann telst þegar meðal afkastamestu núlifandi íslenzkra tónskálda – og þeirra mest fluttu erlendis, ef skoðuð er atburðaskrá hans á netinu. Þótt höfundur hafi í önd- verðu haslað sér völl á slag- verkssviði, ná síðari verk hans til flestallra annarra tóngreina. Það má og heyra á þessum diski, er telur þrjú fyrir kammerhljóm- sveit og eitt fyrir kammerhóp. Síðustu þrjú verkin hljóta hér heimsfrumflutning í hljóðriti. Má því segja að undir merkjum engu óþekktara plötumerkis en Naxos, að viðbættum firnagóðum flutningi undir Joel Sachs, sé at- hygliverðum áfanga náð. Verkin koma fljótt sínu bezta til skila, enda laus við helztu drag- bíta framsæknustu nútíma- tónsmíða á við púlslausan rytma og laglaust stefjaefni. Stíllinn er víðfeðmur og tjaldar jafnframt, þótt misáberandi sé, tilvitnunum í íslenzk þjóðlög eins og Kvölda tekur (rák 2) – þó að Ebbe Skammelsøn (í Elju) sé mér vit- andi perudanskt. Caput-hópurinn er í fruntafínu formi, og einnig Guðrún Ólafsdóttir messósópran í Ymni; angurværu verki við hæfi íslenzka aftansöngsins fyrrnefnda. Túbukonsertinn Maes Howe heitir í höfuðið á merkustu stein- aldarbyggingum Norður-Evrópu, þ.e.a.s. í Orkneyjum. Blæs þar Jens Bjørn-Larsen tónvíðan jörm- unlúður sinn af þjálli færni, líkt og vekja skyldi upp 5.000 ára gamalt ástardrama staðarins þegar snifs- um af þjóðlaginu Stóðum tvö í túni bregður fyrir við sáran grát hár- fagurs hauklegs kvendis. Sömu- leiðis er ekki laust við að votti fyr- ir forsögulegum hjaðningavígum í lengsta og herskásta þætti Kamm- ersinfóníu nr. 2 (I.) – jafnvel þótt þar og síðar sé vitnað í Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði(!). En slíkt ertir vitanlega aðeins pervisnustu smásmygli. Fyrir mestu er hvað þróttmikil tjábrigð- in eru litrík. Persónulega stenzt ég sjaldan sögulega tilhöfðun, og hvað túlkun snertir má óhikað ætla höfund sáttan við frammi- stöðu jafnt CAPUTs sem stjórn- anda hópsins. Morgunblaðið/Eggert Einlægni „En hvað sem því líður þá stendur látlaus en persónuleg túlk- un Halldórs vel fyrir sínu.“ Víðfeðmur „Verkin koma fljótt sínu bezta til skila,“ segir m.a. um tón- smíðar Áskels Mássonar á nýútkomnum diski sem nefnist Kammersinfónía. Trommuleikari AC/DC, Phil Rudd, vill fá aft- ur starf sitt við trommusett sveitarinnar. Þeir félagar voru að senda frá sér nýja plötu en Rudd er bundinn í Nýja-Sjálandi, þar sem hann var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni mikið af fíkniefn- um, og fyrir að vilja annan mann feigan. Angus Young, gítarleikari AC/DC, segir erfitt fyrir þá að full- yrða hvort Rudd nái að slást aftur í hópinn. Hann á aftur að koma fyrir rétt 9. febrúar. Phil Rudd vill fá starfið sitt aftur Phil Rudd Einn kunnasti portrettljós- myndari Evrópu, Jane Bown, er látinn 89 ára að aldri. Bown starfaði fyrir breska blaðið The Observer allan sinn starfs- aldur og naut ómældrar virð- ingar kollega sem fyrirsætna en á ferli sem spannaði um sex áratugi myndaði hún marga helstu lista- og stjórnmálamenn sinnar tíðar, auk mannlífs og fréttnæmra viðburða. Meðal kunnustu verka hennar nefna fjölmiðlar ljósmyndir af Samuel Beckett, Björk Guðmunds- dóttur, Elísabetu drottningu en Bown myndaði hana síðast þegar báðar voru áttræðar, og Bítlunum. Bown þótti ímynd hógværð- arinnar enda var hún þeirrar skoð- unar að fréttamenn ættu ekki að láta fara neitt fyrir sér heldur vera vakandi fyrir umhverfinu og fylgj- ast með. Hún myndaði alla tíð á 35 mm myndavél og tók fáa ramma af hverri fyrirsætu; reyndi að fanga hið afgerandi augnablik. Portrettljósmyndarinn Jane Bown látin Sjálfsmynd Jane Bown árið 1949. Eftir að hafa verið í níu ár í staðfestri samvist gengu tónlistarmaðurinn heims- kunni Elton John og kvikmyndagerð- armaðurinn David Furnish í hjónaband um helgina, nákvæmlega níu árum eftir að þeir staðfestu samvistir sínar þegar það var fyrst leyft í Bretlandi. Um fimmtíu gestir voru viðstaddir at- höfnina á heimili Johns og Furnish í Windson nærri London, þar á meðal David og Victoria Beckham. Synir þeirra nýgiftu, Elijah og Zachary, færðu þeim hringana og allir fjórir klæddust, að sögn The Guardian, samskonar bláum jakkafötum. Elton John og David Furnish í hjónaband AFP Turtildúfur David Furnish og Elton John nutu aðstoðar sona sinna við giftinguna. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Hundur í óskilum snúa aftur með nýja sýningu Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Jesús litli (Litla sviðið) Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 100.sýning Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 26/12 kl. 14:00 aukas. Aukasýning 26.des vegna mikillar eftirspurnar. Miðasala og nánari upplýsingar á midi.is og í Gamla bíói 2 klst. fyrir sýningar s: 563 4000 Skötuveisla með Andreu Gylfa » Þorláksmessa - 23. des kl. 11.30 Jólaball með Bó&Co » Fös. 26. des kl. 23.00 Veistu hver ég var, diskóball » Lau. 27. des kl. 23.00 Síðasti séns, tónleikar » Þri. 30. des kl. 21.45 Nýárs gala kvöld í Gamla bíó » Fim. 1. jan 2015 kl. 18.00 Gæði og þægindi síðan 1926 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 D U X® ,D U XI AN A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n AB 20 12 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.