Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hver eru þín helstu áhugamál? Leiklist, söngur, fótbolti með 5. flokki Breiðabliks. Segðu okkur aðeins frá Jólastjörnuævintýrinu. Það voru sem sagt prufur, maður átti að senda inn myndband til dómnefndarinnar. Söng Someday at Christmas og komst í topp 10. Þá voru teknir upp þættir sem voru sýndir í Íslandi í dag. Svo komu þeir bara í skólann til mín. Þá varð allt vitlaust en tilfinningin var góð. Við vorum reyndar tvö úr Salaskóla í topp 10 þannig að ég var ekki alveg viss fyrst hvort það hefði verið ég sem hefði unnið. Svo sagði Björgvin nafnið mitt og þá varð ég svo glaður að það er ekki eðlilegt. Vissirðu hver Björgvin Halldórsson var? Jájá, ég veit sko alveg hver hann er. Pabbi hefur líka sungið með honum. Varstu ekkert stress- aður í tökunum? Jú, ég titraði alveg þegar ég kom inn en svo var þetta ekkert mál. Í dómnefnd voru, Jóhanna Guðrún, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Björgvin Halldórsson. Hvenær eru tónleikarnir? Tvennir tónleikar í Laugardalshöll laugardaginn 13. desember. Og ertu búinn að velja lag? Já, ég ætla að syngja lagið Gleðileg jól eða Feliz Navidad eins og það heitir á frummálinu. Það verður rosalegt að syngja með svona stórri og flottri hljómsveit. Svo koma hinir krakkarnir úr topp 10 og syngja með. Þetta verður rosa gaman. Heldur þú að það verði ekkert erfitt að koma fram á stóra sviðinu í Laugardalshöll? Það verður alltaf erfitt. Ég er náttúrulega bara stressaður og verð það örugglega en ég get gert gott úr stressinu. Hverjir verða fleiri að syngja á tónleikunum? Björgvin Halldórs auðvitað, Jón Jónsson, Gissur Páll, Eyþór Ingi, Jóhanna Guðrún og margir fleiri. Einhver uppáhalds? Það er náttúrulega heiður að fá að syngja með öllum þessum listamönnum. Ef ég ætti að nefna einhvern einn þá er það Jón Jónsson, hann er virkilega flottur. „Við erum allir d áld- ið ofvirkir. Ég er líka stundu m svolítill nammigrís eins og Siggi og pr akkari eins og Óli .“ Geri bara gott úr stressinu Það er nóg að gera hjá Gunn- ari Hrafni Kristjánssyni, 11 ára gömlum dreng í Salaskóla í Kópavogi. Hann leikur, syng- ur og talsetur teiknimyndir. Hann lék Óla í sjónvarpsþátt- unum Fólkinu í blokkinni og er Siggi sæti í Latarbæjarupp- setningu Þjóðleikhússins. Á dögunum var hann valinn úr hópi 300 keppenda sem Jóla- stjarnan 2014 og verður þar að leiðandi einn af Jólagest- um Björgvins Halldórssonar á tónleikunum 13. desember.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.