Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Hefur þú eitthvað lært að syngja og leika? Ég byrjaði held ég 4 ára í Söng- skóla Maríu Bjarkar. Svo var ég að læra söng- og leiklist í Borgarleik- húsinu. Hvar hefur þú verið að leika? Ég lék í Dýrunum í Hálsaskógi 2012, þar lék ég bangsa litla. Svo lék ég Óla í Fólkinu í blokkinni. Nú nýlega hef ég verið að leika Sigga sæta í Latabæ í Þjóðleikhúsinu. Ég hef líka verið að talsetja mjög mikið, það er líka virkilega gaman. Hef tekið þátt í að talsetja Rio 2, Danna tígur, Hvolpasveitina og alls konar. Kannast fólk við þig úr Fólkinu í blokkinni? Ég hélt að fólk myndi ekkert þekkja mig úti á götu þar sem ég var talsvert breyttur sem Óli en það eru margir sem kannst við mig. Það er bara gaman. Sumir kalla mig meira að segja ennþá Óla í skólanum. Hefur þú komið áður fram sem söngvari? litlum kór í Frostrósum 2010 sem kom fram á tónleik- unum. Hef líka tekið þátt í söngvakeppnum t.d. á Blönduósi. Búinn að vinna þá keppni einu sinni sem haldin er á Húnavöku. Hvort er skemmtilegra að syngja eða leika? Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Bara jafn skemmtilegt. Ætli sé ekki bara skemmtilegast að gera bæði í einu. Hvað hefur þér fundist skemmtilegast að leika? Mér hefur fundist rosalega gaman að leika Sigga sæta í Latabæ. Næstu sýningar verða á milli jóla og nýárs og svo kemur framhaldið í ljós. Er eitthvað söngfólk í fjölskyldunni? Já, litli bróðir minn var í söngskóla, pabbi er söngvari og mamma var í kór þannig að það er mikið sungið. Spilar þú á einhver hljóðfæri? Eitthvað smá á píanó og glamra líka á gítar. Hvernig kom til að þú hrepptir hlutverk Sigga sæta? Ég var boðaður í prufur og mætti sama dag. Það gekk bara vel og hlutirnir gerðust mjög hratt. Hvað gerir Siggi í Latabæ? Hann er dáldið ofvirkur, alltaf á tánum. Hann syngur og dansar og slekkur á vélhundi. Fæ að síga niður úr loftinu, það er mjög gaman. Hann borðar líka dáldið af nammi. Er eitthvað líkt með þessum karakter- um. Óla, Sigga og Gunnari? Við erum allir dáldið ofvirkir. Ég er líka stundum svolítill nammigrís eins og Siggi og prakkari eins og Óli. Áttu þér einhverja uppáhalds hljómsveit? Fyrirmyndin mín er Michael Jackson, þ.e.a.s. þegar hann var á sínum yngri árum með Jackson 5. Hann er svo hrikalega góður söngvari. En í leiklistinni? Það er svo margir, t.d. Laddi, Jóhannes Haukur, Örn Árnason. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég stefni að því að verða leikari og söngvari. Það væri gaman að fara erlendis í leiklistarnám en það kemur allt saman í ljós. Ert þú farinn að hlakka til jólanna? Já, ég er farinn að hlakka mikið til jólanna og er mikið jólabarn. Ég er eiginlega jólabarnið 2014, segir Gunnar Hrafn að lokum og hlær. Var í M yn di r/ Þ ór ðu r „Mér hefur fundistrosalega gamanað leika Sigga sæta íLatabæ. Næstu sýningarverða á milli jóla ognýárs og svo kemurframhaldið í ljós.“ Gunnar Hrafn í hlut- verki Sigga sæta. Tveir sætir Siggar. Ungur og efnilegur listamaður.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.