Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 06.12.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn Hvar er best að grafa eftir gulli? VÍSINDAVEFURINN Gull (Au) er frumefni. Eins og á við um önnur frumefni þyngri en járn, verður það aðeins til í mik lum hamförum sprengistjarna. Meðalstyrkur gulls í jarðsk orpunni er um 0,005 grömm í hver ju tonni af grjóti. Til þess að þ að svari kostnaði að vinna gu ll er talið að lágmarksstyrkur þ ess þurfi að vera um 1000 sin num meiri eða 5 g í hverju tonn i. Vegna jarðfræðilegra ferla getur orðið þúsundföld auðgun g ulls í bergi. Þetta gerist til dæm is í fellingafjöllum. Í svari Sigu rðar Steinþórssonar við spurnin gunni Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt ? er fjallað um þetta ferli og þa r segir meðal annars: Þetta öfluga jarðhitakerfi l eysir gull og önnur efni úr bergin u og fellir út aftur á kaldari stöð um. Með tímanum rofna fjallga rðarnir niður en gullið situr eftir - þ annig urðu til auðugar gullnámu r And- esfjalla, Klettafjalla, Alpaf jalla, Harzfjalla og svo framvegi s. Í sama svari segir einnig a ð „auðunnar“ gullnámur séu nánast uppurnar. Í framtíð inni gætu menn leitað að gulli í fornum sprungum. Við ben dum spyrjanda þessarar spurni ngar, og þeim sem hafa áhuga á gullgreftri, að leita frekari upplýsinga í svari Sigurðar . Frá sjónarhóli hagfræðinn ar er hins vegar lítil þörf fyrir me ira gull. Um það er fjallað sérs tak- lega í svari við spurningun ni Væri hægt að bjarga efnahag h eims- byggðarinnar með því að fl ytja loftstein úr gulli til jarðarin nar? - Myndband Meira en nóg er til af gulli á jörðinni og megnið af því sem hefur verið grafið úr jö rðu er gagnslaust. Svarið af Vísindavefnum er birt með góðfúslegu leyfi Vísindavefs ins. Pennavinir Hæ, ég heiti Dagbjört Nótt Jónsdóttir og ég er 10 ára. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 9-11 ára. Ég hef mikinn áhuga á köttum. Mér finnst gaman á hestbaki og teikna, mála og lita. Dagbjört Nótt Jónsdóttir Meiðarvellir, Kelduhverfi 671 Kópasker Skín í rauðar skotthúfur Getur þú fundið út hvaða orð vantar í lagið? Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, __________ sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, út í frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum ______ jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru ___________, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, út í frost og snjó, því að brátt koma björtu ____, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum ________. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í _________ þó að feyki snjó þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin. TRÖLLASTRÁKURINN EIGNAST VINI Halldór Kári: Mér fannst svo spennandi að lesa um þegar kofinn var byggður og langar að byggja kofa út í garði með pabba. Tinna María: Já, mér fannst það líka mjög spennandi og ég vil líka byggja kofa. Það var svo gott að sjá í sögunni að allir urðu vinir að lokum. Kristófer Óli: Það var svo gaman að lesa um tröllaskúffukökuna. Og við erum að flytja í nýtt hús og getum svo bakað tröllaskúffukökuna seinna. Það væri gaman. Tinna María Kjartansdóttir, 9 ára, Halldór Kári Kjartansson, 7 ára, og Kristófer Óli Kjartansson, 5 ára. Bókarýni LAUSN AFTAST LAUSN AFTAST Finndu 3 villur Í fyrstu virðast tígrisdýrin alveg eins. En ef vel er að gáð má finna þrjár villur.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.