Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn Af hverju gefur fólk gjafir um jólin? VÍSINDAVEFURINN Jólahald var ekki með sam a sniði um alla Evrópu á fyrri öldu m. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkj uskip- an. Jólagjafir virðast að su mu leyti sprottnar frá hinum fo rnu rómversku skammdegishá tíðum, en þær voru í eðli sínu alþ ýðlegar nýársgjafir. Meðal almennings þekktu st jólagjafir í nútímaskilningi ekki í neinum mæli fyrr en kom fram á 19. öld. Hinn eiginlegi gj afa- dagur til barna á miðöldum og lengi síðan meðal katólskr a var messudagur heilags Nikul ásar, 6. desember. Á 18. og 19. öl d koma upp jólamarkaðir í evrópsk um borgum þar sem bæði er t il sölu jólaskraut og hlutir til jólag jafa. Með vaxandi þéttbýli á 19 . og 20. öld spruttu upp kvenfé lög, ungmennafélög og sérstök góðgerðafélög sem mörg h ver leituðust við að veita bágs tödd- um einhvern jólaglaðning. Víðast hvar sinntu kvenfélög þess u starfi af mestri alúð. Á Íslandi verður ekki vart v ið einstaklingsbundnar jólag jafir í nútímaskilningi fyrr en se int á 19. öld. Sumargjafir voru miklu eldri, enda lítur út fy rir að í gamla íslenska tímata linu sé gert ráð fyrir að árið byr ji á sumardaginn fyrsta. Annar einfaldur og algeng ur jólaglaðningur var kerti ha nda hverjum manni. Kertin vor u reyndar allmikils virði því þ au voru gerð úr sauðatólg og í rauninni alldýr, enda helst notuð í kirkjum og að jafna ði ekki meðal almúgans. Þar varð hversdagslega að láta lýsi skol- una nægja, sem bar mjög daufa birtu. Kertaljósið var langt um bjartara. Svarið af Vísindavefnum er birt með góðfúslegu leyfi Vísindavefs ins. GUMMI FER Í FJALLGÖNGU Ég las söguna um Gumma i fjallgöngu. Gummi er strákur á aldur við mig. Hann er í sveit hjá ömmu og afa. Hann fer í fjallgöngu með ömmu sinni, hún ætlar að tína ber en Gummi að veiða silung með nýja spúninum frá afa. Þegar Gummi er að veiða sér hann tvo dverga sem skellihlæja af því að þeir voru að stríða trölla- strák. Það fannst Gumma nú ekki réttlátt svo hann fór langt upp í fjall til að reyna að finna tröllastrákinn og gleðja hann. Tröllastrákurinn hét Bjálfi og mamma hans var hundleiðinleg við hann. Mamma Bjálfa minnir mig eiginlega á Grýlu. Gummi gaf Bjálfa silung og þeir urðu vinir. Mamma Bjálfa kom og tók Gumma til fanga og setti hann í holu með rimlum en Bjálfi náði að bjarga Gumma sem komst á endanum til ömmu sinnar. Mér finnst þessi saga sú skemmtilegasta af öllum Gummabókunum, hún er spenn- andi, snýst um stríðni og hvað manni líður þá illa, að vera góður vinur og hvað Gummi er heppinn eins og ég að eiga góðar ömmur og afa. Allir krakkar á Íslandi ættu að lesa allar Gummabækurnar. Örn Ingvarsson, 7 ára ÞRAUTABÓK KARÓLÍNU Þrautabók Karólínu er ótrúlega skemmtileg. Ég lærði mikið af henni og þrautirnar eru ekki of erfiðar. Uppáhaldsþrautin mín er þraut þar sem maður á að skoða tvær næstum því alveg eins myndir, en finna 6 villur á annarri þeirra. Bókin er ótrúlega flott. Hún er svo litrík, en mér finnst litirnir og þraut- irnar vera það besta við þrautabókina. Það er gaman að eiga svona bók þegar það er vont veður og ekki hægt að vera úti að leika. Ég kláraði næstum alla þrautabókina, ég gat ekki hætt að leysa þrautirnar. Karólína könguló er líka svo falleg og skemmtileg. Mér finnst best við hana hvað hún er góð og hjálpsöm við vini sína í lestrarbókunum. Jóhann, 6 ára ÞEGAR LITIRNIR FENGU NÓG Systurnar Saga og Ragna Sif segja bókina henta vel fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Bókin er mjög skemmtileg og litrík. Myndirnar eru flottar. Gaman að vita hvernig litunum getur liðið, ég hafði aldrei hugsað um það, erfitt að ímynda sér það. Mér fannst bókin fyndin og skrýtið fannst mér að appelsínu- gulur ætti að vera litur sólarinnar, mér finnst að gulur eigi að vera litur sólarinnar en appelsínuguli var að rífast um þetta. Ég er alveg sam- mála bleika litnum um að hann eigi ekki bara að vera stelpulitur heldur bæði stelpu- og strákalitur. Saga, 7 ára Mér fannst hugmynd- in að bókinni mjög sniðug. Myndirnar eru líka mjög flottar og flott að textinn sé eins og skrifaður á blöð í bókinni. Litirnir segja margt fyndið sem gaman er að lesa og ég hefði aldrei getað látið mér detta í hug að skrifa bók um það hvernig litum líður. Deilurnar á milli gula og appelsínugula eru alveg óþarfar því að maður getur alveg notað báða litina til að lita sólina. Síðast myndin í bókinni er rosalega flott og hugmyndarík. Röndótti liturinn aftast er líka mjög flottur. Ragna Sif, 10 ára Bókarýni krakkanna

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.