Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 20.12.2014, Blaðsíða 5
Hvert er uppáhaldsjólalagið ykkar? Mitt uppáhaldsjólalag er Það á að gefa börnum brauð en það minnir mig alltaf svo mikið á laufabrauð sem er mitt aðaluppáhald. Ég man nú ekki alveg hvaða lög eru í uppáhaldi hjá hinum bræðrum mínum, nema Hurðaskellir er allt árið að raula Ég sá mömmu kyssa jólasvein. Hlakkið þið til jólanna? Já, alveg óskaplega mikið. Við byrj- um að hlakka til strax í janúar og svo eykst tilhlökkunin stig af stigi allt árið og nær hámarki í nóvem- ber. Þá erum við orðnir svo órólegir að við getum ekki setið á okkur og förum að kíkja hvort það séu ekki komnir einhverjir krakkar og fólk á Hallarflöt í Dimmuborgum. Svo finnst okkur miklu skemmtilegra að hlakka til, heldur en að, laga til, til dæmis. Hvernig eyðið þið aðfangadagskvöldi? Það má alls ekki eyða aðfanga- dagskvöldi og við gerum það aldrei. Dettur það bara ekki í hug. Ef maður eyðir því verður það ekki lengur til. Þegar Kertasník- ir er vaknaður eftir að hafa gefið í skóinn um nóttina greiðum við á okkur skeggið og hárið, skreytum jólatré og syngjum og dönsum í kringum það. Svo förum við að hjálpast að við að útbúa matinn. Við erum alltaf með jólasveinagimsumgams í matinn á aðfangadag. Það búum við til úr sínu litlu af hverju, hrærum út í þetta sínu miklu af hverju og spyrjum okkur svo alla af hverju og þá er þessi indælisréttur tilbúin og við hámum þetta í okkur í hvelli svo við getum farið að opna jólapakkana sem við gefum hver öðrum. Um kvöldið sitjum við svo saman fyrir framan eldinn og segjum hver öðrum sögur af því hvernig gekk að fara til byggða og gefa í skóinn. Kertasníkir les svo fyrir okkur sögu áður en við förum í bælin okkar að sofa. „Það má alls ekki eyða aðfanga- dagskvöldi og við gerum það aldrei. Dettur það bara ekki í hug.“ M yn di r/ B ir ki r Fa nn da l BARNABLAÐIÐ 5 Þau eru mörg sem þekkja jólasveinana. Jólabaðið er misvin- sælt hjá bræðrunum. Bræður í desember. Í Dimmuborgum er oft líf og fjör.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.