Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 27.12.2014, Síða 4

Barnablaðið - 27.12.2014, Síða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvað er að frétta af ykkur bræðr- um úr Esjunni? Kertasníkir: Jú, það er bara allt rosa fínt að frétta. Við erum búnir að bíða spenntir eftir jólunum í heilt ár. Það þurfti reyndar að vekja Stekkjarstaur þarna í byrjun desember. Hann var næstum búinn að sofa yfir sig. Stúfur: Desember er búinn að vera ansi anna- samur. Færðin hefur ekki verið okkur hliðholl. Þetta tekur allt sinn tíma. Það er ekkert alltaf búið að ryðja allar götur þegar við erum á ferli. En ég held að við höfum staðið okkur ágætlega þetta árið. Hafið þið þurft að gefa í marga skó? Kertasníkir: Já, þeir eru orðnir þó nokkrir skal ég segja þér. Stúfur: Þeim fjölgar á hverju ári. Þetta eru alls konar skór, striga- skór, bomsur, spariskór og fleira. Eru margir sem fá kartöflu í skóinn? Kertasníkir: Það er alltaf einn og einn. Stúfur: Já, því miður eru alltaf ein- hverjir sem hafa ekki verið nógu þægir. Helst eru það tölvurnar sem orsaka þetta en þær eru orðnar ansi vinsælar á þessari öld. Eru þið ekkert þreyttir eftir svona vertíð? Kertasníkir: Jú, það er ekki laust við það. Fæturnir eru orðnir óttalega lúnir svona undir lok árs. En þá tekur líka við kærkomið frí. Stúfur: Ég er nú svo léttur á mér að ég finn lítið fyrir þessu. Ég er líka duglegur í ræktinni og reyni að að halda mér í góðu formi allan ársins hring. Bræður mínir eru misdugleg- ir að hugsa um heilsuna. Hvernig ferðist þið á milli staða? Kertasníkir: Við höfum notað vélsleðann talsvert núna í ár. Annars höfum við verið á ýmsum farartækjum í gegnum tíðina. Stúfur: Mér fannst nú skemmti- legast þegar við gátum notað golfbílinn sem Leppalúði á. Þá var færðin góð og við vorum tímanlega á ferðinni. Annars þurfti að sækja Giljageir á þyrlu um daginn, hann var að verða of seinn á jólaball og veðrið var alveg snarbrjálað. Hann rétt náði á ballið í tæka tíð. Kertasníkir: Við erum eiginlega al- veg búnir að leggja hreindýrunum. Þau eru orðin ansi slöpp. Við erum farnir að þurfa fleiri hestöfl enda ansi löng leið sem við förum. Hafið þið lent í einhverjum óhöpp- um um hátíðarnar? Kertasníkir: Ég var nú frekar hepp- inn í minni ferð á aðfangadag. Það munaði þó mjóu í einni blokkinni, þegar ég var að klifra á milli svala. Stúfur: Hurðaskellir fótbrotnaði á einhverri jólaskemmtun um daginn og þurfti að fá einhverja aðstoð. Mig minnir að Gluggagægir hafi aðstoðað hann með Vestfjarða- kjálkann. Annars slapp þetta fyrir horn. Þeir töluðu um að blaðber- arnir hefðu verið komnir á ferðina þarna undir morgun. „Reynd- ar hefur Bjúgnakræ kir eitt- hvað verið að þreifa fyrir sér á S napchat. Ég skil það apparat reyndar ek ki.“ Búnir að bíða spenntir í heilt ár Bræðurnir Stúfur og Kertasníkir höfðu í nógu að snúast á aðfanga- dag. Þeir ferðuðust um á vélsleða enda þurfa þeir að komast hratt yfir í öllum snjónum. Emilía og Anton fengu skemmti- lega heimsókn á aðfangadag. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. STÚFUR

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.