Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Eigið þið kærustur? Kertasníkir: Ég á nokkrar fyrr- verandi, annars er Gluggagægir duglegastur af okkur bræðrunum. Stúfur: Nei, ég má ekkert vera að þessu, það er nóg að gera. Hvað langar ykkur í í jólagjöf? Kertasníkir: Mig er farið að vanta kertastjaka, ég á svo mörg kerti. Væri til í að prófa einn finnskan Iittala-kertastjaka. Stúfur: Mig langar í gott teppi. Helst svona ekta Álafossteppi. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gefa börnunum? Kertasníkir: Ég hef mest gaman af mandarínun- um. Það er líka svo góð lykt af þeim. Stúfur: Ég elska að gefa Prins Póló. Það er mitt uppáhald. Hver er uppáhalds jólasveinninn ykkar? Kertasníkir: Nú, ég sjálfur hef nú oft verið talinn vinsælastur enda síðastur og skemmtilegastur. Stúfur: Tja, ég veit nú ekki alveg með það. En Askasleik- ir er allavega sá fyndnasti. Hann reytir svoleiðis af sér brandarana að við liggjum oft í gólfinu af hlátri. Pabbi er líka alltaf að trekkja hann í gang, hann kann ótrúlegar sögur. Eru þið á Facebook? Kertasníkir: Nei, ertu frá þér? Það ætti að banna þetta Face- book-bull. Þetta tekur allan frítíma frá fólki. Stúfur: Ég skal nú alveg játa það að ég stelst nú stundum þarna inn. Netsambandið í Esjunni er nú ekkert upp á marga fiska þannig að sambandið er oft slæmt. Reyndar hefur Bjúgnakrækir eitthvað verið að þreifa fyrir sér á Snapchat. Ég skil það apparat reyndar ekki. Hvernig eru jólin hjá ykkur? Kertasníkir: Þau eru nú alltaf voða svipuð. Á aðfangadags- kvöld gera pabbi og mamma voða góðan mat og við eigum hátíðlega stund. Skemmtilegast er að kveikja á öllum kertunum í hellinum. Svo spilum við oftast eitthvert skemmtilegt spil fram eftir kvöldi. Stúfur: Mér finnst skemmtileg- ast á gamlárskvöld þegar allir flugeldarnir springa. Það er svo gott útsýni héðan úr fjallinu. Svo hafa björgunarsveitirnar stundum komið með einn fjölskyldupakka til okkar í fjallið. Ef þið lítið upp í Esju klukkan tólf á gamlárskvöld gæti verið að þið sæjuð okkur þegar við sprengjum. Myndir/Ruth Örnólfs Merking jólanna Það er 12. desember og öll hús eru skreytt með jólaskrauti eða ljósum. En eitt pínulítið hús stendur við enda bæjarins. Það er ekki skreytt og ef nær er komið sést blika í litla ryðgaða jólakúlu hangandi á veggnum. Í húsinu býr strákur sem heitir Aron. Aron er 10 ára og á engin systkini en á tvo foreldra. Hann hafði búið í stærra húsi en eftir að foreldrar hans misstu vinnuna á síðasta ári fluttu þau í minna hús. Eitt kvöld þegar Aron sat fyrir utan og lék sér með bein sem hann hafði fundið á götunni heyrði hann foreldra sína öskra um að þau hefðu ekki efni á því að halda jól. Þá varð Aron skelkaður. „Engin jól,“ sagði hann við sjálfan sig, „Það þýðir enginn bakstur, ekkert tré og verst af öllu engir pakkar.“ Hann vissi að foreldrar sínir væru fátækir eftir að hafa misst vinnuna á síðasta ári. En hann vissi ekki að staðan væri svona slæm. Aron hélt að foreldrar hans hefðu allavega efni á því að halda jól. En svo virtist ekki vera. Aron var hræddur, hræddur um að hann myndi ekki geta haldið nein jól þetta ár. Þegar hann var búinn að hugsa málið til enda komst hann að niðurstöðu. Hann myndi fá sér vinnu og safna pen- ing svo að hann og fjölskyldan hans myndu geta haldið jól. Þannig að Aron ákvað að gerast bréfberi. Hann fór daginn eftir og sótti um starfið. Þegar Aron frétti að hann hafði fengið starfið varð hann glaður. Hann hafði aðeins meiri trú um að það myndu vera jól hjá honum þetta ár. Þegar Aron kom heim til sín hljóp hann strax inn í herbergið sitt og las yfir bréfberabæklinginn sinn sem yfirmaðurinn hans lét hann fá þegar hann fékk starfið. „Regla eitt“ las hann lágt upphátt af því að hann vildi ekki að foreldrar hans fréttu af þessu. „Allir bréfberar eiga að vera komnir á fætur kl. 6.00 og vera búnir að dreifa póstinum kl. 7.00,“ hélt Aron áfram „Þeir sem klára þetta ekki á réttum tíma verða tafarlaust reknir,“ las Aron. Það var kominn 21. desember og það var fyrsti vinnudagurinn hjá honum. Þegar hann vaknaði hljóp hann út og leit á sólina. „Æ nei,“ sagði Aron. „Sólin er hátt á lofti“, það þýðir að það er komið hádegi. Ég hafði eitt tækifæri en ég klúðraði því,“ sagði Aron við sjálfan sig. Hann var farinn að öskra, „eitt tækifæri, ég hafði eitt tækifæri til að bjarga jólunum en ég klúðraði því“. Skömmu síðar fékk hann bréf. Hann hafði verið rekinn. Þegar það var komið Þor- láksmessukvöld var engin smákökulykt, ekkert tré og engir pakkar. Daginn eftir var aðfangadagur en Aron var í engu jólaskapi. Satt að segja var hann bara svolítið pirraður. Pirraður yfir því að hann gat ekki bjargað jólunum fyrir sig og fjölskyldu sína. Þegar það var að bresta á aðfangadagskvöld komu foreldrar Arons að tala við hann. Þeir sögðu honum að þeir hefðu ekki nóg af pening- um til að geta haldið jólin. Svo sagði Aron þeim hvað hann hefði gert til að reyna að bjarga jólunum. Um kvöldmatarleytið borðuðu þau súpu úr jurtum sem að mamma Arons hafði fundið úti. Þegar þau voru búin að borða sátu þau í hring á gólfinu og fóru í flösku- stút. Þá fattaði Aron að jólin snúast ekki bara um bakstur, tré, pakka og fínan mat. Þau snúast um að vera með fjölskyldunni og þeim sem maður elskar. Aron hefur aldrei upplifað betri jól. Af því að á þessum jólum komst Aron að því hver raunveruleg merking jólanna er. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, 11 ára. JÓLASAGA Cecelía Rán Stúfur og Kertasníkir voru á vélsleða þetta árið. Benedikt og Júlíanna og bræðurnir úr Esjunni. Þrettándi var Kertasníkir, -þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín. KERTASNÍKIR „Mér finnst skemmtilegast á gamlárskvöld þeg- ar allir flugeldarn- ir springa.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.