Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 85
og þar sem við sjáum ekki glöggt hvar við eigum heima. Sundrung vitund- arinnar stafar af því að okkur finnst við eiga að skynja okkur sem „heims- borgara“ og jafnframt haga okkur sem slíkir án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. Þessi krafa hvílir ekki síst á okkur háskólamönnum sem erum öðrum þræði virkir þátttakendur í alþjóðasamfélagi vísinda- og fræðimanna um heim allan. En þessi sama krafa um „heimsvitund“ er líka borin fram af miskunnarlausri hörku í fjölmiðlum gagnvart landsmönnum öllum. Bóndi í afdal fær að vita af stórviðburðum heimsins jafnskjótt og þeir gerast, ef þeir gerast þá ekki beinlínis á skjánum sem hann horfir á þegar hann kemur frá verkum sínum. Og þá hverfur hann í vitund sinni frá veruleika eigin lífs- reynslu að veruleika sem hann hefur engin tök á og lítil eða engin skilyrði til að skilja. Gegn þessari innrás utanaðkomandi veruleika sem sundrar vitund okkur þurfum við að byggja markvisst upp betri og heilsteyptari mynd af eigin veruleika og eigin lífsbaráttu. Við þurfum að endurskapa í vitund okkar hinn íslenska veruleika, ef við ætlum ekki flosna upp úr okkar eigin íslenska heimi. Hér dugar ekki að hverfa á vit fortíðar og kynnast heimi bóndans eða sjómannsins eins og þeir voru, heldur þurfum við að veita þeim athygli eins og þeir eru núna. Vandinn er að skynja og skilja þann veruleika sem íslenska þjóðin er í snertingu við í daglegri lífsreynslu sinni og lífsbaráttu á okkar dögum. f vissum skilningi má segja að hver maður hrærist í sínum eigin heimi, en kraftaverk þjóðlífsins er einmitt samtenging og samhæfmg þessara ótal einstöku veralda sem hver maður ber með sér. Og sú samhæfing gerist ekki nema við einbeitum okkur að henni og sköpum okkur æ skýrari og fyllri myndir af okkar sameiginlega íslenska heimi og þar með okkur sjálfum. Skýrt dæmi um slíka viðleitni til raunhæfrar sjálfsmyndar er að frnna hjá mörgum starfsstéttum sem hafa verið að móta eða endurskoða stöðu sínu og verkefni í íslensku þjóðfélagi. Verkfræðingar, blaðamenn, prestar, sálfræð- ingar, sjúkraþjálfar og viðskiptafræðingar eru meðal þeirra sem unnið hafa slíkt starf í því skyni að styrkja fagvitund sína og skilning á sjálfum sér í tengslum við alla aðra þætti þjóðfélagsins. Starfsvitund og þjóðvitund eru raunar nátengdar því að öll störf eru unnin í þágu þjóðarinnar, og það er þjóðin sem þakkar og virðir störfin sem unnin eru. Og það er þjóðvitundin sem tengir saman hinar mörgu og ólíku starfsvitundir. Við verðum einfald- lega meiri og betri íslendingar af því að rækja störf okkar af meiri kunnáttu og heilindum. Hér kemur viljinn til sögunnar því að vitundin um það hver við erum kallar á viljann til að skapa saman þjóðfélagið sem við mótum hvert á sinn hátt með störfum okkar. Þær hugsjónir sem við leggjum áformum okkar til grundvallar skipta þá meginmáli. Hér birtist þjóðfélagið okkur sem flókin TMM 1994:4 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.