Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 112
geir Tryggvason. Tvö gamanleikrit, eitt sögulegt leikrit og eitt persónudrama. Þá íylgdi Ólafur Haukur Símonarson leikriti sínu Haftnu — hefðbundnu fjölskyldudrama með sterkum þjóðfélagslegum undirtón — eftir með leik- gerð, söngleikgerð, á skáldsögum sínum Gauragangi og Meiri gauragangi. Ólafur er tvímælalaust afkastameta leikskáld okkar um þessar mundir og Hafið sýndi að hann hefur orðið ágætt vald á því að spinna söguþráð þótt stundum finnist manni hann skemmta sér um of yfir orðaleikjum. Þetta stíleinkenni Ólafs þykir mér minnka trúverðugleika persóna hans en trú- verðugleiki er mikilvægur í þeirri hefð sem Ólafur heldur sig innan. Þá hefur aðalleikstjóri verka Ólafs síðustu árin, Þórhallur Sigurðsson, einnig undir- strikað þetta skemmtigildi leikritanna. Nú væri spennandi að sjá aðra leik- stjóra takast á við verk Ólafs. 13. krossferðin effir Odd Björnsson hlýtur að teljast eitt metnaðarfýllsta verk höfundarins. Sýning Þórhildar Þorleifsdóttur var einnig mjög metnaðarfull og umhverfið sem Sigurjón Jóhannsson skapaði var stórkostlegt. Hið full- komna listaverk? Nei, sem betur fer ekki. Og því miður var samspil texta, hreyfinga og myndar ekki nægilega sannfærandi til að fólk streymdi í leik- húsið og sýningar urðu fáar. Árni Ibsen sýndi sig atkvæðamikinn í leikhúslífinu á síðasta leikári. Ég skemmti mér prýðilega á sýningu Andrésar Sigurvinssonar á verki Árna, Fiskar á þurru landi. Léttur og leikandi textinn sýndi að það er alveg hægt að að setja upp nýjan íslenskan gamanleik með takmörkuðu innihaldi svo áhorfendum sé ágæt skemmtun af. Og ég furða mig á því að fólk skyldi ekki flykkjast á Fiska á þurru landi frekar en Spanskflugutia eða Gleðigjafana. Það hefur kannski eitthvað með félagslega kækinn að gera, sem áður var minnst á. Hitt leikritið sem Árni Ibsen átti á fjölunum á síðasta leikári, Elín Helena, var af allt öðrum toga. Þar var Árni að fjalla um háalvarlega hluti, uppruna manneskjunnar, rætur hennar, ábyrgð gagnvart sjálfri sér og öðrum, en þó fyrst og fremst um sannleikann. Hvenær er rétt að þegja og hvenær að segja? Getur sannleikurinn verið óæskilegur? í viðtölum sagði Árni að verkið Elín Helena hefði verið lengi í smíðum, mörg ár og verkið ber það svolítið með sér. Það er svo þaulhugsað og niðurnjörfað að erfitt er fyrir leikara og leikstjóra að smjúga inn í það og skapa sér svigrúm. Leikstjórinn Ingunn Ásdísardóttir sýndi að hún er starfi leikstjóra vaxin en hún hefur ekki verið áberandi í leikhúslífinu fram til þessa. Það er þó svo að flest gangvirki ganga betur ef þau eru í jafnri notkun og á það við um alla listamenn í leikhúsinu. Þá er bara eftir að minnast á Ferðfl/o/cSteinunnar Jóhannesdóttur. Það er mikil vogun að gera listaskáldið góða að grundvelli og uppistöðu lítils leikrits með jafn einhlítri skírskotun til fýrirmyndanna sem nöfn persónanna bera í sér: parið sem ekki nær saman Jónas og Þóra, kennarinn og lærifaðirinn 110 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.