Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2015, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.08.2015, Qupperneq 46
11. ágúst 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Það eru aðeins nokkrir dagar síðan nýjasta plata hljómsveitarinnar Agent Fresco, Destrier, kom út en hún hefur nú þegar fengið frábær viðbrögð. Margir erlendir miðlar hafa dæmt plötuna og hafa flestall- ir dómarnir verið frábærir. Hljóm- sveitin stefnir á að fara á tónleika- ferðalag um Evrópu í lok árs og er í viðræðum um að vera upphitunar- band fyrir erlenda hljómsveit. „Þetta er búið að vera klikkaðs- lega næs og viðbrögðin hafa verið fáránlega góð. Þetta er önnur plat- an okkar en sú fyrsta kom út 2010 svo það er orðið langt síðan síðast. Við vorum með útgáfupartí í sein- ustu viku sem heppnaðist mjög vel,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleik- ari sveitarinnar. Útgáfupartí vegna plötunnar var haldið í Bíói Paradís fyrir helgi og var það vel heppnað. Það fór þannig fram að vinir og velunnarar sátu í sal eitt og hlustuðu á plötuna í gegn. „Við sýndum tónlistarmyndböndin þegar það átti við en annars vorum við með smá myndrænar skreyt- ingar með lögunum. Þetta var svo- lítið öðruvísi og gaman að upplifa plötuna með öllum þar sem allir hlustuðu á hana en hún var ekki í bakgrunninum á einhverjum bar.“ Hljómsveitarmeðlimir hafa verið á fullu fyrir útgáfu plötunnar og því ákveðinn léttir að viðbrögðin hafi verið góð. „Það er allur fókus- inn okkar búinn að vera á þessu. Við erum að ná okkur niður eftir síðustu daga, þetta er búið að vera alveg magnað. Ég er taka til í fyrsta skiptið í viku.“ Platan er komin í búðir og einnig er hægt að hlusta hana á tónlistar- veitunni Spotify. - gj Nýja platan fær frábærar viðtökur erlendis Agent Fresco hélt öðruvísi útgáfupartí í Bíói Paradís. Stefnan er sett á Evróputúr í lok ársins. NÓG AÐ GERA Hljómsveitin kom fram í gleðigöngunni um helgina og spilaði lög af nýju plötunni. MYND/AGENT FRESCO Verð að segja nautasteik með bernaise. Klassískt og fínt. Sigríður María Egilsdóttir lögfræðinemi UPPÁHALDSMATURINN HÁSKÓLABÍÓ 15. ÁGÚST 2015 ROKKABILLÝBANDIÐ TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MIÐI.IS HEIÐURSTÓNLEIKAR Segja má að Maggarnir tveir, þeir Magnús Valur Böðvarsson og Magnús Guðmundsson, hafi skot- ist upp á stjörnuhimininn í gegn- um snjallsímaforritið Snapchat í sumar. Sá fyrrnefndi er yfirleitt kallaður Maggi Bö eða Bö-maskín- an, en sá síðarnefndi gengur undir nafninu Maggi Peran. Félagarnir slógu báðir eftirminnilega í gegn þegar þeir tóku yfir Snapchat- reikning vefsíðunnar Fótbolti.net og segir ritstjóri hennar að þeir hafi fengið fólk sem hafði ekki endilega áhuga á knattspyrnu til að fylgjast með Snapchat-reikn- ingi síðunnar. Peran með ádeilu Maggi Peran er Breiðhyltingur í húð og hár, grjótharður stuðnings- maður Leiknis og annálaður stuð- bolti. „Þetta er búið að vera mjög fyndið að fylgjast með þessari öldu viðbragða. Maður gerði sér ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif,“ segir hann íhug- ull og bætir því við að viðbrögðin hafi komið sér á óvart. Peran seg- ist hreinlega hafa suðað í aðstand- endum Fótbolti.net og beðið þá um að leyfa sér að stýra Snapchat- reikningi síðunnar. „Vinur minn, Friðgeir Bergsteinsson, sem er grjótharður KR-ingur, fékk þann heiður að stýra reikningum. Ég hafði samband við þá á Fótbolti. net og vældi mig inn.“ Peran hreinlega sló í gegn eftir að hafa stýrt reikningi síðunnar í einn sólarhring. Fjölmiðlar fjölluðu um hann og var mikil umræða um Breiðhyltinginn glaðbeitta á sam- félagsmiðlum. „Upphaflega ætl- aði ég bara að svara Friðgeiri vini mínum. En þegar ég tók eftir við- brögðunum hélt ég áfram. Ég hef svolítið verið að vinna með það að vera á grensunni, þetta „siðlausa“ ef svo má segja.“ Snöppin hans Magga eru ádeila að hans sögn. „Þetta er klár ádeila á þessa stað- alímynd sem fólk hefur um Breið- hyltinga, en við sem erum í Breið- holtinu vitum að er ekki sönn.“ Hundruð vinabeiðna Maggi Bö ólst upp á Álftanesi en hefur lengi verið tengdur knatt- spyrnuliði HK. Hann er vallar- stjóri á Kópavogsvelli og þekktur fyrir að vera ávallt léttur í lundu. Hann stýrði Snapchat-reikningi Fótbolti.net í einn sólarhring yfir Þjóðhátíð. Þar kruði Bö-mask- ínan málin á sinn hátt og lýsti stemningunni á hátíðinni vel og vandlega. Í kjölfarið rigndi inn vinabeiðnum á hans eigin Snap- chat-reikning. „Vinafjöldinn í for- ritinu hefur tvö- eða þrefaldast. Vinabeiðnirnar eru taldar í hund- ruðum,“ útskýrir Magnús Valur og heldur áfram: „Aðstandendur Fót- bolti.net höfðu samband við mig á föstudagskvöldinu. Ég þekki þessa stráka og þeir höfðu verið að fylgj- ast með mér á mínum eigin Snap- chat-reikningi. Þeir vildu endilega að ég tæki yfir reikning síðunnar, sem ég og gerði.“ Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Nei, þetta var svolít- ið fyndið. Það var fullt af fólki á Þjóðhátíð sem var greinilega að fylgjast með og kom upp að mér á meðan hátíðinni stóð. Ýmist til að hrósa mér eða til að vera með í ein- hverjum snöppum.“ Vinnufélagar Magga Bö hafa einnig nýtt skopskyn hans á sínum Snapchat-reikningum. „Einn vinnufélagi minn er með sérstakan lið sem heitir „Bö dags- ins“. Þá birtir hann snapp af mér, sem er nú yfirleitt leikið. En vinir hans eru mjög hrifnir af þessu og kvarta í honum ef við hittumst ekki í vinnunni til að taka upp eitt- hvað skemmtilegt.“ Hafa húmor fyrir sjálfum sér Nafnarnir hafa báðir mikinn húmor fyrir sjálfum sér; í raun segja þeir það lykilinn að því að vera skemmtilegur á Snapchat. „Maður verður að vera léttur og má ekki taka sig of alvarlega,“ útskýrir Peran. Bö-maskínan segir þó mikilvægt að ganga ekki of langt í gríninu. „Maður þarf að hafa allt innan skynsamlegra marka, en auðvitað þarf að hafa gaman.“ Peran er nú á leið til Hollands og mun fylgja knattspyrnulands- liði Íslands eftir í einum mikil- vægasta leik í manna minnum. Til- gangur ferðarinnar er einfaldur: Hann mun birta myndir og mynd- bönd af henni í gegnum Snapchat. „Ég kallaði eftir því að fá að fara í þessa ferð til þess að snappa úr henni og nokkur fyrirtæki höfðu samband við mig. Ég ákvað að taka boði Nova, enda er það líklega stærsti Snapchat-reikningur lands- ins.“ Hann er nú þegar farinn að undirbúa sig og reyna að sjá fyrir sér skemmtileg snöpp. „Já, það er nefnilega komin svolítil pressa á mann, því ég er ekki fyndinn að eðlisfari,“ segir Peran og hlær. Hægt er að finna þá félaga á Snap- chat, Maggi Bö er með reikninginn Magnusvalue og Maggi Peran kall- ar sig einfaldlega Maggiperan í for- ritinu. Þeir setja þó þann fyrirvara að þeir samþykkja ekki allar vina- beiðnir. kjartanatli@365.is Upp á stjörnuhimin í gegnum Snapchat Þeir Magnús Valur Böðvarsson og Magnús Guðmundsson eru vinsælir á Snap- chat. Þeir segja leyndarmálið felast í léttleika og að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Hafa aukið vinsældir snappsins og fært það víðar HÚMORISTAR Magnús Valur Böðvarsson og Magnús Guðmundsson taka sjálfa sig ekkert of alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elvar Geir Magnússon er ritstjóri vefsíðunnar Fótbolti.net. Eins og á við um mörg önnur fyrirtæki, var ákveðið að stofna Snapchat-reikning í nafni síðunnar. „Maggi Peran og Maggi Bö hafa klárlega aukið vinsældir snappsins okkar. Við finnum fyrir meiri áhuga þeirra sem eru kannski ekki endilega annálaðir knattspyrnuáhugamenn. Við finnum fyrir mikilli umræðu um þessa tvo snillinga og fólk þrýstir á okkur að fá meira af þeim,“ útskýrir Elvar Geir og bætir við: „Þeir hafa komið með alveg nýja hlið á snappið hjá okkur. Áður var mikið bara verið að birta myndir og myndbönd af undirbúningi fyrir knattspyrnuleiki og þess háttar. En þeir hafa sýnt frá öðrum kimum lífsins. Maður tekur líka eftir því að fólk er að taka myndir af þeim félögum þegar það hittir þá á förnum vegi, enda eftirminnilegir og skemmtilegir menn.“ 1 0 -0 8 -2 0 1 5 2 2 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 B 1 -F B C 8 1 5 B 1 -F A 8 C 1 5 B 1 -F 9 5 0 1 5 B 1 -F 8 1 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.