Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 38
Það væri voða erfitt að lesa bókina í sundur eins og Eiríkur Jónsson hefur lesið íslandsklukkuna. Menn leita oft langt yfir skammt þegar þeir fara að finna föng höfundar. Ef einhverjir Stasisérfræðingar í sjúkraskjölum fengju aðgang að arkívinu á Kleppi þá myndu þeir ekki fmna allt nákvæmlega eins og það er í bókinni. Samt er sagan sönn. Allt sem byggist inn í heim af þessu tagi verður satt í þeim heimi. Það má líka minna á að flestir eiga minningar sem þeir vita ekki hvort eru sannar eða hvernig eru komnar til. Ég myndi segja að svona vandamál væru þekkingarfræðilegs eðlis. Þó að það geti svalað forvitni og hnýsni þá held ég að það sé mjög erfitt að lesa sögur út frá veruleikanum eins og hann birtist hjá hagstofunni eða í síma- skránni. En sérhver íslenskur rithöfundur sem skrifar sagnaskáldskap þarf að lifa með því að það eru allir að leita að fyrirmyndum hjá honum. Ef hann sættir sig ekki við það þá getur hann fengið sér annað starf. Þetta er nánast þjóðaríþrótt, og maður ber fulla virðingu fyrir henni. íslendingar lesa skáld- skap ekki sem skáldskap heldur sem sannleika og það er í rauninni alveg rétt að gera það. Maður hefur heyrt söguna af því þegar Halldór Laxness var kallaður niður á lögreglustöð eftir að Atómstöðin kom út af því að lögreglu- stjóri vildi vita hver læknirinn væri sem framkvæmdi fóstureyðinguna á dóttur Búa Árlands! Þarna sér maður hversu bókstaflega menn taka bók- menntirnar. Og ég þekki það í sambandi við Riddara hringstigans að þeir sem eru úr því umhverfi hafa margir viljað staðsetja söguna alveg nákvæm- lega. Þú ert að tala um þetta hús þarna, segja þeir, en engir tveir nefna sama húsið. Sem sýnir að fólk sviðsetur söguna í huganum um leið og trúir sinni sviðsetningu.“ Hvað segir þú þá? Eitt regnþungt síödegi, á skipi úr víðförlum draumi, kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur. Hann gekk frá hafnarbakkanum og tók leigubíl sem ók með hann eftir regngráum götum þar sem dapurleg hús liðu hjá. Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer sér að bílstjóranum og sagði: „Hvernig er hægt að ímynda sér að hér í þessu regngráa tilbreytingarleysi búi söguþjóð?" „Það er einmitt ástæðan," svaraði bílstjórinn, „aldrei langar mann jafnmikið að heyra góða sögu og þegar droparnir lemja rúðurnar." Ur „Sagnaþulurinn Hómer“ (Klettur í hafi, 1991) „Ég leyfi fólki að hafa sína trú. Ég á engan einka- rétt á réttri sviðsetningu þegar ég hef látið verkið fara frá mér með þessum hætti. Svo koma líka ein- hverjir og segja: „Þetta er ég, en ég var ekki svona!“ Eða öfugt: „Þú ert með þetta atvik þarna en það vantar mig!“ Mér finnst öll þessi flóra, viðtökurn- ar, sem sé hvernig fólk nemur bókmenntirnar, hvernig það lifir með þeim 32 TMM 1995:2 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.