Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 49
mannabyggð. Sumir setjast þar jafnvel að og þá helst kvenfólk og ekki ævinlega af ffjálsum vilja. Stundum dveljast byggðamennirnir aðeins stuttan tíma og oft halda þeir þaðan eftir vetrarlanga dvöl ásamt álitlegum útilegumannadætrum sem höfðu fengið í heimanmund vænar hj arðir lagðprúðs fjár sennilega af sama kyni og mórauða féð með mikinn lagð mænandi yfir sauðafans í haustréttum. Á þessum öldum þegar sauðaeign manna skildi milli feigs og ófeigs var hver sá bóndi sæll sem ekki þurfti að fá leigðan búsmala. í þjóðsagnasafni Páls Pálssonar eru fáeinar ævintýrasögur úr útilegu- mannaheiminum. Vart má gera ráð fyrir því að þær og aðrar óskasögur um mannsæmandi líf í landinu hafi höfðað til hans á líkan hátt og stjúpusög- urnar kynjaþrungnu hafa gert til barna og unglinga allt fram á okkar daga. Jafnframt er því ósvarað hvers vegna sögusvið stjúpusagnanna hefur ekki færst nær áheyrendunum í munnmælum um aldaraðir. Ekki er vitað hverrar ættar persónurnar eiga að hafa verið í stjúpmæðrasögunum í formála Odds Snorrasonar munks að Ólafs sögu Tryggvasonar. En í Sverris sögu Karls Jónssonar ábóta er þess getið að „konungabörn urðu fyrir stjúpmæðra sköpum,“ og vísar til fornra sagna; mjög sjaldgæft er að stjúpmóðir leggi hatur á stjúpdóttur sína af eintómri öfund vegna fegurðar hennar og vinni henni mein eins og stendur í Viðfinnu sögu og afbrigðum hennar, en af Frankakróníkunni eftir biskupinn Gregor frá Tours, uppi 540-594, sést að stjúpmæðurnar svifust einskis til að ryðja stjúpsonum sínum úr vegi í valdabaráttunni í Merovingaættinni, elstu konungsætt Frakka. I Hrólfs sögu kraka og Bjarka rímum, þar sem stjúpmóðursagan kemur fyrir í þeirri mynd sem orðið hefur ríkjandi í íslensku munnmælunum, nokkrum fornaldar- sögum, yngri ævintýrasögunum og rímum, sést að íslendingum hefur þótt valdabaráttan miklu sögulegri en hversdagsleg öfund og því er líklegast að rithefðin hafi þarna mótað munnmælin að miklu leyti; þeir vissu sem var úr Heimskringlu að deilur um völd gátu brugðið sér í flestra kykvenda líki. Af ævintýrahefðinni má sjá hve þanþol hennar er mikið; þar er eins og hin fjölbreyttustu efni komist fyrir, en formfestan sem sagnamennirnir verða að treysta á til að halda áhuga áheyrendanna vakandi styður að því að gamall fróðleikur og skemmtun mótast í orðasambönd eins og málmur í mynt. Um aldaraðir hafa börnin krafist þess að helst sé öllu haldið í svipuðum skorðum, og rekja má ótrúlega langt affur hvernig svipuð atriði hafa varðveist án þess að orðalagið hafi breyst til muna. Jafnframt hlýtur rithefðin að hafa blandast sjálfum munnmælastílnum og þekking sagnamanna á bóksögunum hefur sett sérstakan blæ á búning ævintýranna eins og annarra þjóðsagna í skrán- ingunni. En einnig er það vitað að fullorðna fólkið skemmti sér við það í sínum hópi allt fram á síðustu öld að segja ævintýrin og þess vegna hefur raunveruleikinn haldist eins furðanlega í ævintýraforminu og raun ber vitni. TMM 1995:3 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.