Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Side 108
íslenzku þjóðarinnar, hins almenna manns.“4 Njörður segir að sagan sé „blátt áfram dæmisaga“ og að það vaki „greinilega fyrir höfundi að draga fram í dæmi sínu skýra og einfalda mynd af afstöðu íslands gagnvart umheiminum. Þessi hugmynd grundvallast á hersetunni en gerir að auki skil afstöðu til erlends íjármagns á íslandi og viðhorfinu til vanþróaðra landa, hins svokallaða þriðja heims“.5 Og lesandinn getur ekki verið í nokkrum vafa um það, segir Njörður, hver leigjandinn er: hann er bandarískur hermaður. Njörður túlkar megintákn sögunnar þannig: „Hjónin eru íslendingar. Leiguíbúðin táknar ísland fyrir lýðveldistökuna. Leigjandinn táknar her- námið í stríðsbyrjun. Húsið táknar lýðveldið. Þegar til fjárhagsaðstoðarinnar kemur táknar leigjandinn jafnframt það sem hinum framandi áhrifum fylgdi í formi tekna ffá hernum og nú á síðari árum erlent fjármagn. Höfundur vill greinilega sýna fram á að hin erlendu áhrif á íslandi hvort heldur er í formi hersetu eða erlends fjármagns séu bein ógnun við sjálfstæða tilveru íslenzku þjóðarinnar. Að við höfum flækt okkur í það net sem erfitt verði að losna úr á ný. Ég held varla að nokkur lesandi Leigjandans geti lesið annað úr sögunni en það sem hér hefur verið tilfært."6 Hann segir síðan að önnur tákn sögunnar séu torræðari en hér er sumsé verið að lýsa hernámi íslensku þjóðarinnar. Ég minnist þess hins vegar líka að Njörður sagði við okkur nemendur sína í inngangsnámskeiði í íslensku í Háskólanum undir lok níunda áratugarins að tékkneskir lesendur sæju vitaskuld annað út úr sögunni, þar væri leigjandinn ekki bandarískur hermaður heldur sovéskur. (Hvernig skyldu þeir túlka söguna nú?) Það sem er áhugaverðast við þessa túlkun á skáldsögu Svövu er hversu paranoíd hún er, hvað hún einkennist af mikilli ofsóknarkennd. Túlkunin er svo föst í ofsóknarkenndu andrúmslofti kalda stríðsins að hún sér ekki ádeilu sögunnar á það. Leigjandinn er ádeila á þá andstæðuhugsun sem einkennir þessa ofsóknarkenndu heimsmynd en í túlkun Njarðar snýst ádeilan upp í vörn fyrir hana. í Leigjandanum er vissulega vísað til deilnanna um herinn á Miðnesheiði en með því að lesa þessa margræðu skáldsögu sem hefðbunda dæmisögu eða allegoríu — „einfalda mynd“ — er litið framhjá merkilegri greiningu verks- ins á hinu „óskynsama“ við hinn „skynsama“ hugsunarhátt, á sálfr æðilegum grundvelli vestrænnar þjóðernisstefnu og hernaðarhyggju. Þegar allir fylgjast með manni „Maður er svo öryggislaus“, (7) segir konan í upphafi Leigjandans. Þessi orð eru að mínu viti lykillinn að sögunni og þar með túlkun sögunnar. Konan 106 TMM 1995:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.