Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 49
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM! minni sem, vel að merkja, er aftur austanmegin, kom hún skyndilega yfir mig: þessi tilfmning íyrir gáskafullum stöðugleika, sviflétt og samhljóma, allt virtist orðið einfalt, já meira að segja skiljanlegt. Spennan milli skauta þeirra afla sem hafa, hvort sem mér líkaði betur eða verr, ríkt yfir mér lengst af ævinnar og stundum nær slitið mig sundur, var horfin. Þrúgandi ok Framkvæmdanefndarvaldsins, sem var andstætt allri skaphöfn minni, var á braut. Sem og ógleðin við að fara þessa tvöhundruð metra frá Kochstrasse til Zimmerstrasse sem eitt sinn voru kallaðir Checkpoint Charly... Glaður í bragði steig ég inn í leið 2, Pankow Vinetastrasse-Ruhleben, sem nýbúið var að opna, fór yfir Potzdamer Platz út að Gleisdreieck, þessum risavöxnu járnbrautarteinamótum neðanjarðarbrautarferða minna úr bernsku. Þá sat ég alltaf í aftasta vagninum, í sæti varalestarstjórans sem tíðkaðist lengur fyrir austan en fyrir vestan, sá teinana og húsin á flótta bakvið mig og hlakkaði strax til augnabliksins þegar svarta gatið á framhlið íbúðablokkarinnar gleypti leið 1, þessa ljósgrængulu slöngu sem fór þvert á leið okkar: kynngimögnuð sjón fyrir sex eða sjö ára strák. Svo var það krappa beygjan í áttina að Zoo-brautarstöðinni og áfram til Nollendorfþlatz. Hversu oft hafði ég verið hérna þegar ég átti heima í Schöneberg, drukkið glas af tei með börnunum á tyrkneska basarnum á Bulowstrasse-brautarstöðinni eða slangrað um flóamarkaðinn á Nollen- dorf-brautarstöðinni - ferðamannalest mjakaðist á skjaldbökuhraða milli brautarstöðvanna sem á tímum múrsins fengu nýtt hlutverk - þetta var nú á rólegu árunum mínum í Vesturberlín. En á trylltu árunum í byrjun níunda áratugarins æddi ég gegnum táragasmekki og rjúkandi götuvígi eftir Bulow- strasse og Maassenstrasse og yfir Winterfeldtplatz með hausinn milli herð- anna svo hann fengi ekki í sig stein eða lögreglukylfu. Þennan hamingjumorgun fór ég úr á Nollendorfþlatz, drakk mjólkurkaffi í Berio og rifjaði upp þessa tíma með það á tilfmningunni að ég ætti allt lífið framundan. Það bráði ekki af mér fyrr en mér skaut á ný upp í miðbænum austanmegin. Nei, ekki út af trylltum drununum í gröfunum sem enn eru í óðaönn að grafa upp hálfan austurbæinn, ekki út af söluskálaeyðimörkinni sem sker í augun á Alexanderplatz eða dapurlegum útstillingargluggum verslananna sem farnar eru á hausinn. Það voru andlit fólksins; eitthvað alveg sérstakt í svipnum svipti mig tilfinningunni um hinn mjúka samhljóm og ég steyptist niður í botnlausa skelfingu í bland við djúpa samúð svo mig langaði að hrópa upp yfir mig með orðum Gombrowicz: Mín kæru, hver andskotinn hefur gert ykkur svona á svipinn!, þegar þungbrýnn vegfarandi, sem gekk hjá, kippti mér aftur niður á jörðina með öflugu olnbogaskoti. Ég vissi það raunar alltsaman þá, eða renndi grun í það, þegar múrinn var fallinn og stjórnmálamenn Sambandslýðveldisins, sem í skyndi hafði verið TMM 1998:3 www.mm.is 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.