Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 136
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR um að öll gildi og viðmið séu ekki afsprengi óhlutdrægrar skynsemi, heldur útkoma valdabaráttu. Hinni sifjafræðilegu gagnrýni Nietzsches og Foucaults er iðulega lýst sem afhjúpunarsálarfræði sem fletti ofan af drifafli túlkana á raunveruleika og sýni fram á að þau endurspegli sjónarhorn, ákveðna sýn vilja sem hefur verið þess megnugur að koma túlkun sinni á framfæri, gera hana að mælikvarða. Annað hugtak yfir kenningar um afstæði sannleika er því sjónarhornshyggja (,,perspectivism“). Sannleikur ogþekking eru háð því sjónarhorni á raunveruleikann sem þau endurspegla. Ef sannleikur er skil- inn sem lygi eða blekking er kippt stoðunum undan trú á mátt skynseminnar til að finna óhlutdræg viðmið þekkingar og sannleika sem geta gilt fyrir alla og alls staðar, eins og skynsemistrúin í anda upplýsingarinnar segir til um. Sannleikurinn er því ekki annað en sú blekking, sem nýtist tilteknum hópi eða samfélagi best til að viðhalda völdum sínum. Með skynsemisgagnrýni Nietzsches koma fram brestir í framfaratrú upp- lýsingarinnar. Lyotard skilgreinir móderne eða nútíma sem ástand þar sem „stórsögur“ („les grands récits") eða kerfisbundnar, heimspekilegar grein- ingar á grundvallarlögmálum veruleika ráða sýn okkar á sjálf okkur og heiminn.8 Heimspekileg kerfi stórsagnanna hafa forspárgildi og segja fýrir um þróun mannkynssögunnar. Stórsögurnar, sem ná hámarki í heimspeki Hegels, eiga það sameiginlegt að gera ráð fýrir inntaki og markmiðum mannkynssögunnar. Þær eru því gegnsýrðar hjálpræðishugsun (eschatolog- iu) þar eð þróun mannsins er talin stefna að æðra marki, jafnvel fullkomnun. Þrátt fyrir að hið hegelska heimspekikerfi sé síðasta stórsagan lifir hjálp- ræðishugsunin áfram góðu lífi í marxískri heimspeki. Samkvæmt henni verður maðurinn frjáls þegar hinu kapítalíska kerfi hefur verið aflétt og sam- félagið er ekki lengur stéttskipt. Það eimir jafnvel eftir af hjálpræðishugsun í kapítalískum hagspekikenningum 20. aldarinnar er gera ráð fyrir að allir geti átt kost á velmegun ef framfarir, hagvöxtur og hagsæld verða viðvarandi. Stórsögur eru oft útópískar eða draumkenndar. Hin stóru heimspekikerfi hafa glatað trúverðugleika sínum enda er reynslan af þeim sársaukafull. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að heildarheimspekikerfm feli í sér alræðistilhneigingar (alræði marxisma, framfarir í kapítalisma á kostnað náttúru og umhverfis.) Brostin trú á hjálpræði stórsagnanna hefur því birst sem ávinningur. Dökka hliðin á heildarsýn sagnanna er alræði og harðstjórn. Lyotard segir því hrun stórsagnanna vera ávinning sem hafi í för með sér frelsun hins fjölbreytilega undan ægivaldi heildarsýnar stóru heim- spekikerfanna. Fjölbreytileiki og frelsi til mismunar eru hin nýju viðmið póstmódernískra gagnrýnenda sem gera fjölhyggju að slagorði póstmódern- ismans. Sjónum er beint að margbreytileika, hvort sem um er að ræða 134 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.