Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 31
JUAN GOYTISOLO OG HEIÐUR SKÁLDSÖGUNNAR indin felast í sameiginlegri kreppu þéttbýlismenningarinnar: Los Angeles og Mexíkó, Detroit og Río, New York og Caracas, Lima og Atlanta ... Goytisolo sneiðir ekki hjá þemanu um borgina sem hrynur innan frá. Hann kallar hana jafhvel „borg hinna dauðu“: „... þú finnur stórborg fram- tíðarinnar hér, tóftabrot og rústir, leifar horfinna menningarheima . . .“ Heimsendasýnin hefur einnig sína spaugilegu hlið. I Landslagi að lokinni orrustu er kappnóg af hlægilegum uppákomum, atburðum af því tagi sem við sjáum hjá meisturum þéttbýlismenningar nútímans á borð við Buster Keaton, Woody Allen og Peter Sellers sem sífellt verða fyrir barðinu á ein- hverjum. Hin kómíska hetja þéttbýlisins hatar lykt af ediki; í yfirfullu kvik- myndahúsi lendir hann einmitt við hliðina á áhorfanda sem angar af ediki. Hann er algerlega ósjálfbjarga þegar hann þarf að gera eitthvað með hönd- unum; hann kann ekki að skipta um dekk á bíl eða skera steikina á réttan hátt. Hann fer í göngutúr og rekur augun í óaðlaðandi fyrirsagnir: ástarævintýri Julios Iglesias og Margrétar Thatcher. Hann fer á stjórnmála- samkomu í Óperunni í París og þar er leikinn þjóðdansinn sem hann hatar hvað mest: „Clavelitos“. Engu að síður er allt útlit fyrir að dekkri hliðin hafi yfirhöndina. Það ríkir styrjaldarástand í borgunum nú þegar, þær eru vettvangur styrjaldarinnar: „hverfið er umsetið". Hlutlaust stríð, eins og vel má merkja á atburðunum í Río de Janeiro og Los Angeles þegar haldið var upp á fimmhundruð ára af- mæli landafundanna. En þetta er líka stríð einstaklingsins, huglægt stríð, sem Goytisolo kallar meistaralega fram í La cuarentena. Altént er þetta stríð einstaklinga sem í sameiningu mynda eina heild (individualidad colectiva), það er að segja, stríð menningarinnar og þeirra sem geyma hana í minning- unni, skapa hana og þróa áfram: okkar allra. Guð er í þessum heimi einungis rödd sem talar í hljóðnema sem slökkt hefur verið á og lýsir í beinni útsend- ingu óslitinni kreppu nútímans á meðan skáldsagnahöfundurinn raðar henni saman og endurraðar í sífellu, hann skrifar á bersvæði, neitar sjálfum sér um annað skjól en faðmlag hins nýkomna, þess sem hefur framandi and- lit, framandi hörund, framandi matreiðslu, framandi trúarbrögð, framandi tungu. Dostojevskí kallaði borgirnar „ættbálka tilviljunarinnar". Líklega hefur engin skilgreining hitt naglann eins vel á höfuðið. Það er í borginni, með hinn framandi okkur við hlið, og þann hátt sem við höfum á að taka á móti honum eða vísa honum frá, sem við sköpum mögulega menningu tutt- ugustu og fýrstu aldarinnar. En það eru uggvænlegar blikur á lofti. Útlend- ingahatur, kynþáttafordómar, gyðingahatur, hatur gegn múslimum, höfnun á Suður-Ameríkubúum á Spáni, Tyrkjum í Þýskalandi, aröbum í Frakklandi; endurkoma nasismans; má vera að dauði kommúnismans beri með sér leyf- isbréf um endurkomu fasismans? TMM 1999:1 www.mm.is 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.