Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 48
HAUKUR ÁSTVALDSSON menn kalla „málverndarstefnu", þeirri hugmynd að til sé „hrein íslensk tunga“ sem beri að „standa vörð um“ svo ekki komi á hana útlenskar „slettur". 12 Þessi bók er stundum sögð best skrifaða prósaverk fyrri hluta fjórtándu aldar. Þetta er dæmisagnarit (exemplum) sem hinn konungborni Juan Manuel (1282-1348) ritaði handa syni sínum, Fernando. Bókin byggir á hefð sem er að hluta til austræn og hluta til fornklassísk og felst í stuttum sögum sem sagðar eru í því skyni að koma á framfæri ákveð- inni siðfræði eða vera mönnum víti til varnaðar. 13 Avicena (980-1037), eða Abu ‘AJi al-Husayn ibn Abn Allah ibn Sina, var arabískur frum- spekingur, alfræðingur og skáld sem setti m.a. fram þá kenningu sem kölluð hefur verið Shifa-frumspeki og byggir á Aristótelesi að hluta, en einnig á neoplatónisma og stóuspeki. Shifa-frumspeki þessi hafði gríðarmikil áhrif á hina latneku skólaspeki miðalda og má jafnvel segja að þróun hennar, hugtök og kenningar, hafi verið óhugsandi án Shifa-frumspeki Avicenas. 14 Averroes (1126-1198) var læknir, lögspekingur og heimspekingur af spænsk-arabískum ættum. 1 ritum hans nær arabísk miðaldahugsun hvað mestum þroska, ef svo má segja. Fyrir hans tilstilli fengu menn til að mynda mun dýpri skilning á ritum Aristótelesar. 15 Juan de Mena (1411-1456) var eitt mesta skáld 15. aldar og er líklega kunnastur fyrir verk sem bar titilinn „Þetta er þýðingállíonskviðu Hómers“ sem er kastiljönsk útgáfa á latneskri þýðingu kviðunnar. 16 Luis de Góngora (1561-1627), frumkvöðull spænskrar barrokljóðlistar og sá sem öðrum fremur mótaði fagurfræði sinnar tíðar. Áhrifa hans hefur gætt æ síðan og má geta þess að sú kynslóð spænsJcra skálda sem getið er um í fýrstu aftanmálsgrein hér að ofan, 1927-kynslóðin, hópaði sig einmitt saman á þrjú hundruð ára dánarafmæli Góngora undir sama leiðarstefi og hann hafði haft við sköpun sína: „Ég þrái að gera eitthvað, en eldci fyrir marga“. 17 Almóhaðar og Almóravíðar voru þjóðflokkar frá Norður-Afríku sem fylgdu múslímum til Spánar þegar þeir síðast nefndu lögðu undir sig Íberíuskagann á tímabilinu 711-756. 18 Ég veit ekki hvernig best væri að þýða þennan titil. í íslam er „cuarentena“ fjörutíu daga tímabil sem sálin reikar um jörðina eftir dauðann án þess að geta náð sambandi við lifend- ur né fengið inngöngu í paradís. En „cuarentena" getur líka einfaldlega þýtt „fjörutíu", „fjórir tugir“ eða „fertugt". Eins getur það merkt sóttkví, þ.e. það fjörutíu daga tímabil sem sá þarf að vera í sóttkví sem kemur frá svæði þar sem geisað hefur pest. Skáldsaga Goytisolo, La cuarentena, samanstendur af fjörutíu stuttum sögum. 19 Að „safngera" er tilraun til að þýða spænska orðið museización. Goytisolo er þarna að tala um þá tilhneigingu sem hann þykist koma auga á innan Evrópu nútímans að stoppa menninguna svo að segja upp til að geta síðan stillt henni til sýnis fyrir ferðamenn. Slíkt er algerlega andstætt þeirri hugmynd sem hann hefur um lifandi og dýnamíska menningu sem blandast í sífellu utan að komandi áhrifum. 20 Þegar Goytisolo segir að þróun mála í tengslum við nýlendur Spánar hafi verið mun áhugaverðari en þróunin hjá Englendingum og Frökkum hvað varðar þeirra nýlendur, á hann líklega við þær afurðir og ávinning þann sem hlotist hefur af menningarsamskipt- um nýlendnanna og nýlenduþjóðarinnar. Á meðan Frakkar og Englendingar hafi fyrst og fremst beint „fræðilegu augnaráði'* að sínum nýlendum - og hann nefnir þarna orientalisma sem er bein tilvísun í þelckta bók Edwards W. Said sem ber einmitt þann titil - hafi samskipti Spánar og Portúgals við sínar nýlendur verið mun frjórri fyrir að hafa farið fram á mun meiri jafnréttisgrundvelli, getum við sagt - þ.e. Spánverjar og Portúgalar hafa ekki komið fram við nýlendubúa sína með sama „mannfræðings-hugarfarinu" og Frakk- ar og Englendingar. Af þeim sökum hefur - að dómi Goytisolo - orðið mun áhugaverðari þróun mála hjá Spánverjum og Portúgölum í menningarlegum samskiptum þeirra við lönd Suður-Ameríku sem gefið hafa m.a. af sér þær stórkostlegu bókmenntir sem skrifað- ar hafa verið í Suður-Ameríku á síðari hluta þessarar aldar. 38 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.