Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 62
A.S. BYATT frúin græn og viðbrennd og þú lendir í miklum vandræðum. Af hverju kemurðu ekki hingað og gengur frá frúnni hérna - er þér ekki sama, góða mín? Deirdre er mjög lagin við hár eins og þú ert með, mjög lip- ur, ég er sjálfur að kenna henni - ég verð að líta á þetta permanent. Við erum að prófa nýja aðferð, það hafa komið upp smá vandamál, þú veist hvernig það er ...“ „Deirdre var ræðin en Súsanna svaraði ekki einu orði. Hún heyrði áhyggjufulla mjóa röddina óljóst, í fjarska. „Áttu eitthvað af börnum, góða mín, býrðu langt héðan, hvernig viltu láta greiða þér, viltu láta setja það upp? . . .“ Súsanna starði sem steinrunnin og hugsaði um ökklana á konu Lúsíans. Ökklar hennar sjálfrar nerust við skóna og því hlaut samúð hennar að vera með ókunnu konunni sem var sýnd í svo ófögru ljósi. Skyndilega mundi hún afar vel eftir deginum þegar hún, sem þá var kölluð Sossa, ekki Súsanna, og ítalskur nemi á námskeiði í Perúgía höfðu elskast í heilan dag. Hún mundi kringlótt rósrauð brjóst sín, langa fótleggi sína sem hún teygði fram af einbreiðu rúm- inu, hitann, rakann, axlirnar á honum, hvernig höfuð þeirra skullu saman í viðleitni þeirra til fullkomins samruna. Þau voru komin á það stig að hvorugt gat hreyft sig, þau höfðu elskast svo mikið, þau höfðu reynt að rísa á fætur til að fá sér vatn því þau voru að farast úr þorsta, þau voru gegnvot af svita og með munnþurrk, og þau hnigu aftur út af í rúminu, nakin húð á naktri húð, ófær um að standa upp. Hverjum var ekki sama um þetta núna? Hún fann reiðina brjótast fram, vegna konunnar með sveru ökklana, eins og rautt flóð, upp frá lærunum og yfir bringuna, upp hálsinn, hún hlaut að glóa sem logandi flagg á andliti hennar, en hvernig var hægt að sjá það í þessari miskunnar- lausu gráu birtu? Deirdre rúllaði lokkunum upp, hrúgaði þeim upp, hver hefði trúað að kerlingin væri með svona mikið hár á höfðinu? Pylsur og kuðungar, vínberjaklasar og hlykkjóttir gormar. Hún sá að- eins óljóst, því rauða flóðið var eins og tjald aftast í augum hennar, en hún vissi hvað það var sem hún sá. Japanir segja að djöflar frá öðrum heimi komi til okkar í gegnum spegla eins og fiskar smjúgi í gegnum vatn, og feitur djöfull með sápukúlur í augum og uggana dragandi á eftir sér synti í áttina til hennar, krýndur turnum, krýndur snákum, móðir hennar nýkomin úr hárþurrkunni í allri sinni vandræðalegu tilgerð. „Svona,“ sagði Deirdre. „Þetta er fínt. Ég ætla rétt að sækja spegil.“ 52 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.