Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 114
DAVÍÐ LOGl SIGURÐSSON
skáldskaparlegu tilliti. Það var að minnsta kosti mat ungs og metnaðarfulls
ofurhuga að nafni James Joyce sem átti fund með Yeats árið 1902. „Ég hef
hitt þig of seint,“ sagði Joyce sem var einungis tvítugur, „þú ert orðinn of
gamall.“ Líklega var útilokað að þessi stórskáld, jafn ólík sem þau nú voru í
skáldskap sínum og lífsviðhorfum, gætu átt samleið.10
Útgáfa ljóðasafnsins Collected Works árið 1908 glæddi enn frekar þá trú
sumra á írlandi að bestu ár Yeats væru að bald. Hann samdi lítið á árunum
1900-1910 en helgaði sig rekstri Abbey-leilchússins í Dublin sem þá hafði
nýlega verið komið á fót. Áhyggjur af því að ferill hans sem ljóðskálds væri á
enda reyndust hins vegar óþarfi því enn áttu stormasamir tímar eftir að
hvetja Yeats til dáða. Tók að gæta rómantíkur fyrri áranna á nýjan leik eftir að
hann gifti sig og rann hún áreynslulaust saman við raunsæi miðskeiðsins.
Má segja að breytingum í lífi hans hafi fylgt aukin dirfska og hann orti til að
mynda á beinskeyttari hátt en áður um holdlega þætti ástarinnar um leið og
hann leit einnig yfir farinn veg.11 Nóbelsverðlaunin í bókmenntum féllu í
hans skaut árið 1923 en jafnvel eftir þau tímamót hélt Yeats áfram að senda
frá sér metnaðarfull verk og það er mat fræðimanna að ljóðabækurnar The
Tower, sem kom árið 1928, og The Winding Stair, sem útgefin var árið 1933,
séu hans allra bestu verk.12 Farinn að heilsu hélt hann áfram að yrkja og lauk
við sín síðustu ljóð einungis noldcrum dögum fýrir andlát sitt árið 1939.
III.
Það var víst T.S. Eliot sem lét einhverju sinni þau orð falla að róstusöm ævi
Williams Butlers Yeats endurspeglaði umbrotatíma aldamótaáranna og
sannarlega má segja að í ævi hans og störfum takist á þau andstæðu öfl sem
einkenndu írskt samfélag á þessum árum. Kannski hafði Roy Foster orð
Eliots að leiðarljósi við ritun bókar sinnar um Yeats, í það minnsta hefur
hann haldið því fram að tilvalið sé að sagnfræðingur skrái sögu Yeats, enda
megi segja sem svo að eigi írland sér ,ævisögu‘ þurfi nauðsynlega að rýna í
ævi Yeats og verk hans með áhrif hans á þá þjóðarsögu í huga. Foster trúir því
að Yeats hafi haft gagnvirk áhrif á samtíma sinn og þannig átt þátt í að móta
nýja lcynslóð á í rlandi sem heimtaði - og hlaut - breytingar á stöðu landsins.
Að sama skapi mótuðu samtímaatburðir ævi skáldsins og verk.13
Irski sagnfræðingurinn F.S.L. Lyons hélt því á sínum tíma fram í bók sinni
Cidture and Anarchy in Ireland 1890—1939 að aulcna róttælcni undir alda-
mótin mætti rekja aftur til ársins 1890 þegar heimastjórnarbarátta íra beið
skipbrot en þá komst upp um hneykslismál er tengdust Charles Stewart
Parnell, helsta leiðtoga írskra þjóðernissinna á breska þinginu. Heimastjórn
hafði virst innan seilingar en fall Parnells og síðan dauði 1891 setti strik í
104
www.mm.is
TMM 1999:1