Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 131
TILBRIGÐI OG HUGARSPUNI UM BJARTA ÖLD ina ríkir andrúmsloít skinhelgi og tepruskapar, og fólki dauðleiðist. Frakk- land hefur fyrir löngu þröngvað upp á fólk „klassískum“ kennisetningum á sviði listarinnar, og hafnað öfgum barrokksins, ítölskum öfgum (mönnum er enn minnisstætt hvernig Bernini var fyrirlitinn og sniðgenginn). En mörgum finnst sem þessar kennisetningar og þessi regla séu að verða uppáþrengjandi, kæfandi, og til eru þeir (eins og hertoginn af Orléans, sem síðar verður ríkisstjóri, en Campra er í nánum tengslum við hann) sem líta af öfund, eða eftirsjá, yfír til Ítalíu. Þegar árið 1704 hafði Lecerf de la Viéville skrifað, og það ekki alveg án eftirsjár: „Meðal vor eru tvœrfylkingar ríkjandi í tónlistinni, oger önnurþeirra afar höll undir ítalska tónlist.“ í stuttu máli snýr aftur sú Ítalía sem menn höfðu reynt að bæla niður, staður nautna, ástríðuþrunginna söngva, ljósadýrðar, frelsis í kynferðismálum, sem hin op- inbera ritskoðun á æ erfiðara með að þagga niður. Campra gengur ákveðinn í „ítalska flokkinn": hann hafði þegar hafist handa við að skekja stoðir ríkjandi siðvöndunarstefnu í bók sinni Europe galante, og það er semsagt árið 1710 sem hann lætur setja á svið verk sitt Festes vénitiennes sem fólk skynjar strax sem tónlistarlega „veislu“ lausa við hverskyns siðferðileg og akademísk boð og bönn. Þar leggur hann áherslu á óperu-ballettinn (en sá straumur sem frá Lully var kominn lagði áherslu á „hirðballetf ‘ og notaðist ekki við óperuna nema hreinsa hana af hinum „ítölsku“ bellibrögðum og laga hana að hinum klassíska smekk), en einkum vísar hann þar opinskátt til Ítalíu: Ítalíu drauma og hugaróra, þar sem hann hafði aldrei stigið fæti. En hann hafði heyrt óminn af raddskrám Vivaldis og Alessandro Scarlattis og skynjaði þann tilfinningahita sem frá þeim lagði. Hinar klassísku reglur og hinn klassíski taktur eru brotin upp: hér er á ferðinni flugeldasýning af arí- um, stormsveipur af dönsum, stöðugir tónlistartöfrar („flutningur í töluðu máli“ hverfur, aríetturnar eru ríkjandi). Feneyjar virðast vera hinn útvaldi staður leiksins, ölvunarinnar, léttleikans, nautnarinnar, þar sem brjálæðið er skynseminni yfirsterkara og leiklistin er náttúrunni yfirsterkari: heimur gerður af draumum um kjötkveðjuhátíðir, grímuklædd launráð, bóhema og töframenn, böll og siglingahátíðir, - og allt á þetta sér stað á sama tíma og Watteau (sem er samtímamaður Campra) reynir að handsama gyllta og flöktandi birtuna frá daðurshátíðunum, þar sem sömu gamanpersónurnar koma fyrir. Strax á þessum tíma fer að gæta áhrifa frá „goðsögninni" um ítal- íu, þessa andrúmslofts lauslætis sem á eftir að blómstra á Ríkisstjóratíðinni og við upphaf valdatíma Lúðvíks 15. - þeim dýrðartíma þegar augnablikið verður mikilvægara en allt annað, á þeim tíma sem Campra týnir gleraugun- um sínum við kringumstæður sem við vitum hverjar voru ... TMM 1999:1 www.mm.is 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.