Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 147
DRANGEYJARSUND OG NÓBELSHÁTÍÐ
aðdáunarverður afreksmaður, Snorri Sturluson, höfundur Njálu og jafn-
framt Halldór Laxness, holdgerfing afreksmannsins í nútímanum. Þessi
kenning er allrar virðingar verð, en gallinn er sá að fyrir henni hefði þurft að
gera rækilega og helst kerfisbundna grein, sem sé skilgreina þessar persónur,
„hetjuna“ og „höfundinn", hlutverk hvorrar um sig í íslenskum hugmynda-
heimi og svo þá þjóðgötu sem legið gæti á milli þeirra. Til þess nægja ekki
„brot“, hversu vel sem þau eru úr garði gerð að öðru leyti, og þannig mynd-
ast mótsögn milli þess sem virðist vera kjarni málsins og ffamsetningarinn-
ar. Þegar hugað er að viðfangsefninu, er ekki hægt að leiða þessa mótsögn
með öllu hjá sér: það er þarflegt að velta því fyrir sér hvaða vanti á að kenn-
ingin sé útfærð á þann hátt sem hún á skilið.
Frá þessu sjónarmiði er fyrsti kafli bókarinnar, sem ber heitið „Hinn bar-
baríski heili“, reyndar með ágætum: þar gerir höfundur nokkuð skilmerki-
lega grein fyrir hetjuhugmyndinni og þýðingu hennar fyrir íslendinga á
seinni hluta 19. aldar og byrjun hinnar 20. og styðst þar bæði við vitnisburði
manna sem fæddir voru á þessum tíma og skrifum þjóðernissinnaðra
íslendinga af aldamótakynslóðinni. Þó finnst mér að rétt hefði verið að
draga betur fram ótta manna á þessum tíma við að íslendingum hefði farið
aftur að líkamsburðum frá söguöld, þeir væru ættlerar og ófærir um að
vinna hetjudáðir af því tagi sem forfeðurnir voru taldir hafa unnið. Bolla-
leggingar af slíku tagi voru nefnilega undirrótin að þeirri áráttu manna að
vilja leika aftur afreksverk fornkappanna til að sýna það og sanna að þeir
stæðu þeim ekki að baki. Þar ber „Drangeyjarsundið“ vitanlega hæst, og
verður að teljast nokkur ljóður á umfjöllun höfundar að hann skuli ekki
minnast á þann myndræna atburð, sem var sögulegur á sinn hátt og harla
mikilvægur fýrir hetjuhugmynd aldamótakynslóðarinnar. Það er vafalaust
tímanna tákn, að þetta svaml um Skagafjörð í slóð Grettis, sem ýmsum þótti
afreksverk á sínum tíma, var orðið skoplegt í augum jafnaldra minna þegar
ég var í menntaskóla. Höfðu einhverjir í flimtingum það sem sagt er um dáð-
ir fornkappans eftir að hann skreið upp í fjöruna í 75. kafla Grettis sögu.
En þegar þessum upphafskafla verksins lýkur finnst mér þráðurinn rofna,
því þau mál sem þar voru reifuð eru ekki lengur í sviðsljósinu miðju og at-
hyglin beinist að öðru, dómum manna um Hallgerði langbrók og fleiru í
þeim dúr. Hér hefði nú að mínu mati þurft einhvern sterkan og skýran
burðarás til að halda byggingunni áfram, og sá burðarás hefði naumast getað
verið annar en deilur íslendinga um sannleiksgildi fornsagnanna í tengslum
við umræður fræðimanna um þær kenningar sem kenndar eru við „sagn-
festu“ og „bókfestu“. Þetta þarf nokkurrar skýringar við. í tengslum við hin
margvíslegu umræðuefni, t.d. „réttarhöldin“ yfir eiginkonu Gunnars Há-
mundarsonar, fjallar höfundur f framhjáhlaupum talsvert um hugmyndir
TMM 1999:1
www.mm.is
137